Áhættugreining Pfizer Comirnaty Epar Risk Management Plan 2.0 árið 2020
Comirnaty Epar Risk Management Plan 2.0 árið 2020
BRÉF TIL VELFERÐARNEFNDAR ALÞINGIS 12. júní 2021
Til formanns Velferðarnefndar Alþingis Helgu Völu Helgadóttur og annarra nefndarmanna
Ágæti formaður Helga Vala,
Við sem stöndum að mannréttindasamtökunum MÍN LEIÐ – MITT VAL
Við viljum vekja athygli Velferðarnefndar Alþingis á að hér á landi fara fram gróf brot á mannréttindum í tengslum við þær tilraunabólusetningar sem fólk er boðað í með boðhætti og sem allir eru hvattir til að taka þátt í.
- Í kynningum til landsmanna um bólusetningar með þessum “bóluefnum” sem eru ekki bóluefni í eiginlegum skilningi og eru öll á undanþáguleyfum, kemur hvergi fram, að um tilraun sé að ræða eða að fólk hafi val um það hvort það þiggur efnin eða ekki, nema leitað sé vandlega á vef landlæknis.
- Við teljum jafnframt að verið sé að brjóta á mannréttindum fólks samkvæmt eftirfarandi atriðum, þar sem upplýsingar úr Risk Management Plan 2.0 frá 29. apríl 2021 með einhverjum breytingum frá Risk Management Plan 1.0 frá 20. desember 2020, fyrir Comirnaty efnið frá Pfizer/BioNTech hafa ekki verið kynntar almenningi.
Þar kemur eftirfarandi fram:
ENGAR TILRAUNIR Á FÓLKI MEÐ UNDIRLIGGJANDI SJÚKDÓMA
- 1 – Fyrir skömmu kynnti sóttvarnalæknir að fyrirhugað væri að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára, sem væru með undirliggjandi sjúkdóma.
- Á bls. 72 í Risk Management Plan 2.0 skýrslunni, kemur fram að ónæmisbæklaðir einstaklingar, en þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eru það, hafi ekki verið hafðir með í tilraunum með bóluefnin hingað til, þar sem þeir eru með skert ónæmiskerfi.
- Þeir hefðu því takmarkað ónæmisviðbragð gagnvart bóluefnunum og því væri talið að myndu ekki sýna fullt viðbragð við efnunum.
- Börn með undirliggjandi sjúkdóma eru með skert ónæmiskerfi eða ónæmisbækluð og því ætti ekki að nota bóluefnið á þau.
- Að auki eru börn á þessum aldri ekki sjálfráða, hér er ekki skyldubólusetning og því hefur sóttvarnalæknir að okkar mati ekki heimild til að boða þessi börn í bólusetningu, án þess að leggja það undir foreldra þeirra fyrst– og kynna þeim jafnframt að börn með undirliggjandi sjúkdóma hafi ekki tekið þátt í tilraunum með efnin.
- Við teljum þessa fyrirætlun sóttvarnalæknis því brot á mannréttindum þessa hóps.
EFNIN EKKI PRÓFUÐ Á ÞUNGUÐUM KONUM
2 – Í sömu Comirnaty Epar Risk Management Plan 2.0 skýrslu á bls. 72 stendur að konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti hafi ekki verið með í tilraunum með bóluefnið.
- Þar stendur jafnframt að engar upplýsingar séu til um áhrif efnisins á þær, svo og að ekki sé vitað hvort efnið myndi hafa óvæntar neikvæðar afleiðingar fyrir fósturvísinn eða fóstrið.
- Því teljum við það mannréttindabrot að verið sé að bólusetja þungaðar konur með þessum efnum – þvert á þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir, landlæknir, hjúkrunarfólk og læknar sem að þessum bólusetningum koma, ættu að hafa kynnt sér í Risk Management Plan 1.0 skýrslunni um Comirnaty, svo og í 2.0 útgáfu hennar.
UPPLÝSINGAR SKORTIR FYRIR EFTIRTALDA HÓPA
3 – Jafnframt teljum við það mannréttindabrot að þær upplýsingar sem hægt er að finna í töflu 44 á bls. 114 í Comirnaty Epar Risk Management Plan 2.0 hafi ekki verið kynntar fólki, en þar kemur fram að engar upplýsingar sé að finna um mikilvæga áhættuþætti á notkun Comirnaty fyrir:
- a) Konur á meðgöngu eða meðan þær eru með barn á brjósti.
- b) Þá sem eru ónæmisbæklaðir.
- c) Þá er sem eru veikburða eða með undirliggjandi sjúkdóma, sbr. Allt eldra fólkið okkar.
- d) Þá sem eru með sjálfsónæmissjúkdóma eða bólgusjúkdóma.
- e) Notkun á Comirnaty með öðrum bóluefnum. Planar sóttvarnalæknir ekki að bjóða þeim sem fengu AstraZenece að fá annan skammt af öðru bóluefn?
- f) Engar upplýsingar eru til um langtímaáhrif þessara bóluefna. Ekki nema von þar sem þau eru í tilraunum til 2023.
Comirnaty Innihaldslýsing tilraunabóluefnisins frá Pfizer
EKKERT HÆGT AÐ GERA
4 – Í töflum 45-52 á bls. 114-117 í Risk Management Plan 2.0 kemur fram að EKKI sé hægt að bregðast á neinn hátt (til bata) við þeim aukaverkunum sem þar eru upp taldar og geta verið afleiðingar af bólusetningu með Comirnaty (Pfizer/BioNTech).
Við teljum það því alvarlegt brot á mannréttindum að fólki hafi ekki verið kynntar þessar upplýsingar áður en það rétti fram handlegginn til að fá í sig þetta efni, svo og önnur bóluefni sem verið er að nota.
Jafnframt teljum við það því brot á mannréttindum að leyfa notkun á þessum efnum hér á landi, án þess að gera fólki grein fyrir því að það sé að taka þátt í tilraun og fræða það um þær ólæknandi aukaverkanir sem þeim geta fylgt, en ein af þeim er andlát, þrátt fyrir yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda um að þau sé alls ótengd bóluefnunum.
Við hjá samtökunum MÍN LEIÐ – MITT VAL förum því fram á að Velferðarnefnd taki þessi atriði til umfjöllunar og leiðrétti þessi mannréttindabrot nú þegar með því að stöðva allar sk. bólusetningar í landinu.
Sjá Comirnaty Epar Risk Management Plan Skýrsluna hér
Með vinsemd Kópavogi 11. júní 2021
Sigurlaug Þuríður Ragnarsdóttir
formaður MÍN LEIÐ – MITT VAL
https://gudrunbergmann.is/bref-til-velferdarnefndar-althingis
Ákall til alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands þann 17. júní árið 2021
Pfizer Biontech – Evrópski Bóluefnasamningurinn árið 2020
10 staðreyndir sem sanna að þú ert tilraunadýr í leynilegri bóluefnatilraun
Comirnaty bólefnið frá Pfizer er á Neyðarleyfi til ársins 2023
ÞÓRÓLFUR SEGIR EINN AF HVERJUM TÍU MUN FÁ ALVARLEGAR AUKAVERKANIR ÚT FRÁ TILRAUNA BÓLUEFNUNUM
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- PROTECT THE CHILDREN23. nóvember, 2024BARNAMÁLARÁÐSTEFNAN 2024
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008