Þórólfur gat ekki sagt hvort hann myndi láta bólusetja sig þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin - Átta vikum síðar hófust bólusetningar gegn Covid19 á Íslandi - mittval.is

Þórólfur gat ekki sagt hvort hann myndi láta bólusetja sig þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin – Átta vikum síðar hófust bólusetningar gegn Covid19 á Íslandi

Þórólfur gat ekki sagt til um hvort hann myndi láta bólusetja sig gegn Covid19, þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin og kynna sér málið betur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í þættinum Kompás þann 20. október, aðeins 8 vikum áður en bólusetningar gegn Covid19 hófust á Íslandi.

Myndir þú taka bóluefni Þórólfur sem væri búið að þrá svona hratt ?

Svar:  Ja, ég get ekkert svarað því núna . . Ég myndi fyrst að sjá hvernig, hvað rannsóknir muni segja um bóluefnið, þannig að ég myndi nú ekki telja sjálfan mig vera í neinum forgangshópi, þannig að, þannig að, það eru ýmsir þættir sem að ég þyrfti að skoða í því samhengi . . .


Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir að búið sé að vinna drögað reglu­gerð um for­gangs­röðun þegar kem­ur að bólu­setn­ingu við Covid-19. Heil­brigðis­starfs­fólk og annað fram­línu­fólk verður í for­gangi og þá viðkvæm­ir hóp­ar sam­fé­lags­ins.

„Við erum með reglu­gerð í drög­um og þar erum við með for­gangs­röð sem er að mestu leyti í sam­ræmi við það sem Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in legg­ur til, þar sem heil­brigðis­starfs­fólk og annað fram­lín­u­starfs­fólk er í for­gangi,“ sagði Svandís við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Svandís: „Reglu­gerðadrög­in eru kom­in og við erum bara að fara yfir þau.“

Fréttamaður: Ráðamenn þjóðar­inn­ar, eru þeir framar­lega í röðinni?

Svandís: „Það er ekki bein­lín­is fjallað um það í reglu­gerðardrög­un­um sem ég er með fyr­ir fram­an mig núna.“


Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir

Snorri Másson skrifar 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bíður með að þiggja bólusetningu, enda röðin ekki komin að honum að hans mati.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bíður með að þiggja bólusetningu, enda röðin ekki komin að honum að hans mati.VÍSIR/VILHELM

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur.

„Ég hef skorað á þá heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana sem ekki eru að sinna sjúklingum að bíða þar til að þeim kemur og ég hlíti mínum eigin fyrirmælum. Ég bíð bara þar til kemur að mér í aldri og það er ekkert alveg ljóst hvenær það verður,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.

Þórolfur er fæddur árið 1953, en bólusetningar á árganginum fæddum 1951 hófust í vikunni. Svo gengur þetta áfram kolli af kolli en Íslendingum eiga að berast um 62.000 skammtar af bóluefni í mánuðinum.

Sóttvarnalæknir gengur með sinni persónulegu ákvörðun á undan með góðu fordæmi fyrir þann fjölda óvirkra heilbrigðisstarfsmanna, sem er hvattur til að víkja fyrir fólki sem frekar þarf á bólusetningu að halda.


Þórólfur: „Það munu sirka 10% fá alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu“


Þórólfur viðurkennir að Íslendingar voru notaðir sem tilraunadýr

frettin

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir viðurkenndi í seinni fréttum á RÚV í gærkvöldi að engar rannsóknar hafi verið gerðar með blöndun bóluefna, svokallaða “mix&match” aðferð og hann viti ekki til þess að það hafi verið gert annars staðar. Með öðrum orðum er hann að segja að Íslendingar hafi verið notaðir sem tilraunadýr með þessa blöndu tveggja ólíkra bóluefna. Hann sagði einnig að slíkar rannsóknir verði sennilega ekki framkvæmdar.

Eins og frettin.is greindi nýlega frá þá hafa a.m.k 15 manns leitað á sjúkrahús vegna hjartavöðvabólgu í kjölfar örvunarskammts, en allir áttu það sameiginlegt að hafa fengið einn skammt af Janssen og annan af annars konar bóluefni, Pfizer eða Moderna.

Þórólfur segir einnig að við séum í miðjum faraldri og að mjög margt sem þau eru að gera byggi ekki á skotheldum vísindalegum rannsóknum því það sé bara hreinlega ekki tími til að bíða eftir stórum rannsóknum, þá er maður búinn að missa af lestinni, bætti hann við.

Margir Íslendingar sem hafa farið í umrædda bólusetningu hafa oft vísað til þess að störf þríeykisins byggi á áreiðanlegum vísindalegum rannsóknum og hlýtur því þessi yfirlýsing Þórólfs að skjóta skökku við og einhverjir hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum að heyra hann tala með þessum hætti.

Þess má geta að í september á síðasta ári sagði Þórólfur að Íslendingar eins og aðrir verði að vera vissir um að bóluefni séu virk og örugg og rannsóknir eigi að tryggja það eins og hægt er.

Fréttin birtist á RÚV og má sjá hér.


Heimildir

https://www.visir.is/g/20212095157d/thorolfur-synir-fordaemi-og-thiggur-ekki-bolusetningu-sem-laeknir

https://www.ruv.is/frett/2020/09/09/thorolfur-verdum-ad-vera-viss-um-ad-boluefni-se-oruggt

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/25206/95c428/segir-akvordun-sina-um-orvunarskammt-rettlaetanlega

 

  • 522 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻