VILTU GERAST FÉLAGI?
UM OKKUR MÍN LEIÐ – MITT VAL
Tilgangur félagsins, sem var stofnað þann 26. mars árið 2021, er að vinna að hvers konar mannréttindamálum, heilsufrelsi, virðingu fyrir sjálfræði einstaklinga yfir eigin líkama.
Við krefjumst þess að: Siðareglur lækna, Helsinki-yfirlýsingin, Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, Genfaryfirlýsinga lækna, Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Stjórnarskrá Íslands séu virt í samfélaginu.
Einnig að tryggja ferðafrelsi án takmarkana og varna því að hér á landi verði komið á einræði undir því yfirskyni að verið sé að vernda heilsu fólks.
Jafnframt að vinna að því að opinber stjórnsýsla og eftirlitsaðilar fari eftir lögum og reglugerðum, hvað varðar upplýsingagjöf og réttindi einstaklinga.
Félagið kemur ekki til með að standa að neinum atvinnurekstri.
Markmið félagsins er að vinna að kynningarmálum í samfélaginu, í gegnum fræðslu á vefsíðu og á samfélagsmiðlum, svo og í gegnum annað prentefni og ýmsar aðrar leiðir, sem þróast samhliða starfsemi félagsins.
-
- Félagið kemur til með að standa að málsóknum ef á þarf að halda.
- Félagsaðild eiga allir þeir sem hafa áhuga á að vinna að markmiðum félagsins.
- Félagsaðild miðast við skráningu í félagið og að staðin séu skil á greiðslu félagsgjaldi
- Sjá Samþykktir Mín leið – Mitt val okkar
Við sem í stjórn MÍN LEIÐ MITT VAL sitjum höfum alla daga, allt frá því rétt eftir áramótin 2020 áður en samtökin voru stofnuð, unnið að ýmsum málum til að vekja fólk til vitundar um hættuna á ástungunum.
Við höfum einnig ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum, umboðsmanni Alþingis, Landlækni,, Sóttvarnalækni, heilbrigðisráðherra, barnamálaráðherra, persónuvernd sem og öðrum ráðamönnum opinber bréf í ábyrgðarpósti eða eins með stefnuvottum heim til þeirra sl. 2 ár.
Þau eru:
1. ÁKALL TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS
2. BRÉF TIL VELFERÐARNEFNDAR ALÞINGIS
3. BRÉF TIL ÞÓRÓLFS GUÐNASONAR
5. ÁKALL TIL BARNAMÁLARÁÐHERRA
6. Athugasemd við ný sóttvarnarlög 2020 eftir Guðrúnu Bergmann
7. Umsögn um frumvarp að sóttvarnarlögum eftir Guðrúnu Bergmann
8. Umsögn um ný sóttvarnarlög 2022 eftir Leif árnason
9. Umsögn um ný sóttvarnarlög 2022 eftir Þránd Arnórsson
10. Umsögn um ný sóttvarnalög eftir Kristínu Þormar
11. Gengið á mannréttindin grein eftir Guðrúnu Bergmann
12. Opið bréf til barnamálaráðherra, heilsuverndar skólabarna, barnaverndarstofu, Landlæknis, Mannréttindastofu og Umboðsmanns Barna á Íslandi
Senda Forseta Íslands og ráðherrum ábyrgðarbréf vegna hugsanlegs valdaframsals til WHO
Samtökin Mín leið – Mitt val hafa sent erindi til Forseta Íslands og nokkurra ráðherra, þar sem þeir eru minntir á skyldur sínar í tengslum við fund WHO, sem fram fer dagana 22. – 28. maí, þar sem sagt er að teknar verði formlega ákvarðanir um valdaframsal þjóða til WHO í heimsfaraldursástandi.
Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir:
Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL berjast af fullum krafti gegn valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum, og krefjast svara.
Forseti Íslands og ráðamenn fá 7 daga til að svara neðangreindu bréfi sem sent var í morgun mánudaginn 16.05.22 með stefnuvottum frá Héraðsdómi, og samhljóða fréttatilkynning verður send öllum helstu fjölmiðlum landsins.
Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL hafa í dag 16.05.22, sent eftirfarandi aðilum það bréf sem hér fylgir með.
Bréfið er sent á heimilisfang þeirra með stefnuvottum, en umræddir aðilar eru:
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands,
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands,
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttur utanríkisráðherra
Bréfið
Ágæti viðtakandi
Þér er hér með bent á að allar aðgerðir til að stuðla að stofnun, breytingum, framlagningu og/eða samþykktum samninga eða sáttmála, sem reyna að sniðganga, grafa undan og/eða skaða fullveldi Íslenska lýðveldisins, eins og sett er fram í stjórnarskránni, og/eða framselja þessa heimild, að öllu leyti eða að hluta, til erlendra ríkja eða annarra aðila, eru brot á stjórnarskrá Íslands.
Þátttaka í slíkum aðgerðum er talin landráð og einstaklingar sem fundnir eru sekir um brot geta átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi í samræmi við íslensk lög.
Ennfremur er óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hverjir þeir aðilar eru, sem hafa umboð frá forseta Íslands, samkvæmt 21.gr. 1.mgr. Stjórnarskrár lýðveldisins til að fara fyrir hönd Íslenska lýðveldisins á fund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dagana 22.-29. maí í Genf í Sviss, þar sem fulltrúar frá 192 þjóðum munu mæta.
VIÐAUKI I:
Bendum jafnframt á eftirfarandi greinar í almennum hegningarlögum:
X. kafli. Landráð.
86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
XI kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr.
Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Svar óskast innan 7 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Með kveðju
f.h. félaga í Mannréttindasamtökunum MÍN LEIÐ — MITT VAL
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, formaður
WWW.MITTVAL.IS
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR