FÆREYSKA LEIÐIN ER EINA LEIÐIN ÚT ÚR ÞESSUM EILÍFU HREMMINGUM - mittval.is

FÆREYSKA LEIÐIN ER EINA LEIÐIN ÚT ÚR ÞESSUM EILÍFU HREMMINGUM

Ísland og Færeyjar deila sterkum menningar- og viðskiptahagsmunum


Ég hef persónulega barist fyrir færeysku leiðinni allt síðan árið 2008 en sú byltingakennda leið er að mínu mati eina leiðin til að uppræta þá umfangsmiklu og rótgrónu spillingu sem viðgengst í íslensku stjórnkerfi, þar sem hagsmunatengsl, pólitísk tengsl og fjölskyldutengsl munu ávallt standa í vegi fyrir þeim draumi íslendinga að fá njóta heiðarlegs uppgjörs á öllum þeim forkastanlegu spillingarmálum sem hafa litað daglegt líf þjóðarinnar  síðastliðinn áratug og meir.

Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ógerningur þar sem íslenska þjóðin er jú ættbálkasamfélag þar sem nepotisminn” blómstrar og getur hún því ekki á nokkurn hátt né nokkurntíma rannsakað sig sjálf.

Segja má að spillingin sé að vissu leiti hluti af okkar “ómenningararfi” þar sem íslendingum hefur hingað til fundist það vera “saklaus” partur af hversdagslífi landans, þar sem allt bara reddast bara af sjálfu sér en þó aðallega í gegnum kunningjasambönd, frændsemi eða klíkuskap.


Fundað um stjórnarmyndun í Norræna húsinu


Þann 9. október árið 2009 heimsótti færeyski lögfræðingurinn Kaj Leo Johannesen loksins Ísland en við höfðum bæði biðlað og þrýst á Kaj um nokkura mánaða skeið um að kynna færeysku leiðina fyrir ráðamönnum Íslands.

Við komuna til Íslands bauðst hann ma. til að aðstoða fyrstu vinstrisinnuðu ríkisstjórnina við uppgjörið á hruninu, en sú ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafði skreytt sig mánuðum saman með innantómum kosninga fyrirheitum og klysjukenndum slagorðum á borð við:

“Skjalborg heimilinna”.. “Gegnsæi” .. “Með allt uppi á borðum”.

Það kom engum á óvart þegar að Jóhanna og Steingrímur höfnuðu tilboði færeyska því þau voru jú á fulla að rannasaka sig sjálf, m.a vinna að “rannsóknarskýrslu Alþingis og á fullu að undirbúa sk.”Þjóðfund” sem var bara enn einn leikþátturinn í svikamyllu Skjaldborgar skötuhjúanna.


Skjaldborg heimilanna saknað síðan fyrir kosningar

,,Heimilin í landinu auglýsa eftir svokallaðrði skjaldborg, sem þeim var lofað fyrir síðustu alþingiskosningar. Þrátt fyrir síenduteknar yfirlísingar forsætisráðherra um velgengni ríkisstjórnarinnar við að standa vörð um heimilin í landinu eru nú um helmingur heimila sem berjast í bökkum. Tugir prósenta eru í vanskilum með ósvífin innheimtufyrirtæki í leik hrægamma að innheimta ólögleg og/eða stökkbreytt lán”.


FÆREYINGAR ERU TRYGGIR OG TRÚFASTIR

Færeyjar og Ísland hafa átt náið samband í áratugi. „Sambandið nær aftur áratugi,“ sagði Halla Nolsøe Poulsen, sendiherra Færeyja á Íslandi.

„Í hvert skipti sem kreppa hefur verið á Íslandi tóku Færeyingar sig til og reyndust vera vinir í neyð,“ sagði Halla. „Þegar kreppan skall á árið 2008 gáfu Færeyingar Íslandi sitt fyrsta lán. Þetta var mjög gott merki um bræðralag þjóða

Færeyskur ráðherra vill ekki fara í bólusetningu fyrr en langtímaáhrif verða ljós.


PLÚTÓ, ÚRANUS OG UPPREISN FÓLKSINS

Guðrún Bergmann skrifar:

Þann 4. júlí árið 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð í borginni Philadelphia. Undirritunin fór fram kl. 17:10 síðdegis og síðan þá hafa stjörnuspekingar notað þann dag og tíma til að gera kort fyrir þjóðina eða ríkjasambandið.

Í stjörnukorti Bandaríkjanna frá árinu 1776 er Plútó í öðru húsi en það hús er táknrænt fyrir peninga, tekjur og öll fjár- og efnahagsmál. Stöður pláneta eru fastar í fæðingarkortum, en svo hafa pláneturnar sem eru á ferð um himinhvolfið áhrif inn á pláneturna í kortunum.


UPPREISN FÓLKSINS

Sagan virðist á vissan hátt vera að endurtaka sig og víða um heim má sjá svipaðan kraft og birtist hjá landnemunum, þegar þeir börðust fyrir frelsi sínu.

Fólk hefur á undanförnum tveimur árum komið saman víða um heim með kröfur um frelsi og jöfn réttindi fyrir alla, eins og við höfum til dæmis séð í nýafstöðnum mótmælum í Kanada, svo og í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og víðar.

Í gegnum grasrótina rís fólkið upp í eigin krafti, til að mótmæla þvingunum og valdbeitingum, sem ganga á hin óafsalanlegu réttindi þess til frelsis, leitar að hamingju og rétti til lífs

Plútó í Steingeit er nefnilega líka að vekja upp hjá einstaklingnum skilning á að allt vald er í raun innra með honum. Hann þarf því að taka stjórn á því, standa á rétti sínum og hætta að hlýða ytri valdboðum.


ER EKKI ALMENNUR VILJI OKKAR ÍSLENDINGA AÐ VIÐ HÖGUM OKKUR EINS OG SIÐMENNTUÐ ÞJÓÐ? 


Færeyska leiðin er byltingakennd strategía en hana tileinkuðu færeyingar sér árið 1995 þegar að rúmlega þriðjundur færeyinga hafði flúið til betri lífskjara í Danmörku í kjölfarið á skelfilegu efnahagslegu þeirra hruni þar í landi á árinum 1992 – 1995.

Miðað við það ófremdarástand sem ríkir í íslensku samfélagi í dag þá væri æskilegast að ríkisstjórnin víkji frá og skipuð verði tímabundin utanþingstjórn, sk. neyðarstjórn og að óháðum erlendum aðilum verði boðið að að aðstoða okkur eftir fremsta megni að rannsókn á Covid svikamyllunni og uppbyggingu okkar samfélags.

Að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu bóluefnamálum, hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf sem framundan er. Stjórnmálamenn, fjármálamenn og stjórnsýsla eru flækt í gagnkvæma hagsmunagæslu gróðafíknar og valdagræðgi.
Almenningur getur krafist þess að gripið verði tafarlaust til markvissra aðgerða til að bjarga heilsufarshagsmuna þeirra fjölmörgu einstaklinga sem veikir eru eftir C-19 tilraunasprauturnar, sem og aðstoð við fjárhag heimilanna og óhikað verði gengið að þeim ráðamönnum sem ábyrgð bera á leynilegu og ólögmætu

Pfizer Biontech lyfjatilrauninni.

Samhliða endurnýjun fullveldisins þarf að fara fram víðtæk alþjóðleg rannsókn á öllu því sem miður hefur farið undanfarna áratugi, þar sem aðgangur rannsóknaraðila og annara fagaðila að gögnum verður óhindraður og frysting á eignum þeirra ráðamanna og auðmannana sem teljast hafa gerst brotlegir verði tafarlaust frystar.

Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósannsgjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum.

TILLAGA MÍN:

1. KRAFA UM TAFARLAUSA AFSÖGN RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS

  • Koma ríkisstjórninni frá völdum

  • Skipa tímabundið innlent fagráð

  • Fagráðið sitja 6 óháðir aðilar sem kosnir eru til starfa á borgarafundi.


2. SKIPA ÓHÁÐA UTANÞINGSTJÓRN TIL 4 ÁRA

  • Skipa þarf hér utanþingstjórn (alls ekki þjóðstjórn) sem er ríkisstjórn skipuð mönnum sem ekki eru kjörnir þingmenn.

  • Utanþingstjórnin skal vera skipuð fjórum óháðum og ópólitískum fagmönnum sem hafa aldrei komið nálægt flokkastarfi né unnið í íslenskri stjórnsýslu.

  • Þeir kandídatar sem koma til greina verða rannsakaðir ofan í kjölinn út frá öllum sjónarhornum sbr. hagsmuna, pólitískum og ættartengslum, áður en lengra er haldið.


Þessa tillögu lagði heimsþekkti hagfræðingurinn Robert Albier professor emeritus við háskólann í Chicago við okkur árið 2008 og var þessi krafa ein af fimm meginkröfunum okkar á Austurvelli árin 2008 – 2009.

  • Robert hefur á löngum ferli rannsakað fjármála- kreppur um víða veröld og eftirfarandi orð í viðtali árið 2008:
  • “Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld.”
  • – Robert Z. Aliber 2008

Eva Joly : Iceland has a corruption problem.


HVER ER MUNURINN Á ÞJÓÐSTJÓRN OG UTANÞINGSTJÓRN?

  • Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks.
  • Hægt er að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis og þá geta menn til að mynda lesið hvað þingmenn hafa að segja um hana.
  • Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem ekki eru kjörnir þingmenn.

Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi þegar Sveinn Björnsson sem þá var ríkisstjóri, leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utan- þingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Hér eru dæmi um orðið utanþingsstjórn á vef alþingis.


3. RÍFA VERÐUR ALLA SPILLINGARRÓTINA UPP MEÐ RÓTUM 

  • Taka verður alla stjórnsýsluna stjórnsýsluna í gegn en ekki bara þrjú efstu lögin og segja upp öllum opinberum starfsmönnum á einu bretti.

4. INNLENDIR & ALÞJÓÐLEGIR ÓHÁÐIR FAGMENN RÁÐNIR

  • Ráða þarf fimm óháða innlenda og erlenda fagmenn, sem sitja sem ráðgefandi fulltrúar yfir þeim fjóru ráðherrum sem skipa utanþingsstjórnina og veita þeim 4 ára aðhald á meðan íslenska stjórnsýslan er reist á ný.
  • Fagmennirnir skulu veita fagráðinu í viðurvist tveggja votta, skrfilegt leyfi til að rannsaka ítarlega öll þeirra mögulegu tengsl inn í stjórnsýsluna m.m.

5. KOMA LÖGRÉTTU OG LÖGÞINGI Á LAGGIRNAR

  • Færeyingar fóru þessa leið árið 1995 og síðan þess hafa minnst 42 ráðherrar verið reknir umsvifalaust ef þeir gerast sekir um minnsta óheiðarleika í opinberum stöfum sínum.
  • Mál þeirra eru tekin fyrir í sk. Lögréttu & Lögþingi.

6. RÁÐNING OPINBERA STARFSMENN HEFST Á NÝJAN LEIK

  • a) Umsókn um öll opinber störf á Íslandi auglýst.
  • b) Allir umsækjendur þurfa að veita stjórnvöldum í viðurvist tveggja votta, skriflegt leyfi til að rannsaka ítarlega öll þeirra mögulegu tengsl inn í stjórnsýsluna.

7. BREYTA KOSNINGALÖGUM OG KOMA Á PERSÓNUKJÖRI

  • Að fjórum árum liðnum skal boða til borgarafundar um persónukjör & kosningalög, að undangenginni utanþingsrannsókn og endurráðningu allra opinberra starfsmanna.

  • Borgarafundurinn mun kynna mögulega endurnýjun á íslensku kosningakerfi sbr. persónukjör líkt og við í Borgarahreyfingunni bentum á í kynningu okkar á borgarafundi um persónukjör í febrúar árið 2009.


8. UTANÞINGSTJÓRN LÖGÐ NIÐUR


9. BOÐAÐ TIL KOSNINGA= PERÓNUKJÖR = BEINT LÝÐRÆÐI


10. STIKKPRUFUR GERÐAR REGLULEGA Í STJÓRNKERFINU

  • Reglugerðar stikkprufur verða framkvæmdar með reglulegu milli á hverju ári af óháðum íslenskum sem og erlendum fagaðilum til að með það að það markmiði og til að tryggja það rækilega að spillingin náði ekki að skjóta rótum á ný í íslensku stjórnkerfi.

Ritað þann 17. nóvember 2022

Með baráttukveðjum


Sigurlaug Þuríður Ragnarsdóttir

(Cilla Ragnars)


 

Útvarp Saga – ritað þann

Þingið var aldrei spurt hvort samþykkja ætti bóluefnasamninginn – Kanna þarf til hlítar hvort heilbrigðisráðherra hafi brotið lög

Cilla Ragnars skrifar eftirfarandi athugasemd við viðkomandi frétt: 

Landið er gersamlega stjórnlaust, allir ráðamenn sem áttu að standa vaktina stóðu sig ekki og kenna hinu og þessu um sem er gersamlega ekki í lagi þar sem við almenningur höfum þurft að standa margfalt vaktina fyrir ykkur launalaust í 24/ 7 í 18 mánuði.

Það eina sem kemur til greina er að leysa þingið upp, lýsa yfir neyðarástandi í landinu og skipa óháða Neyðarstjórn sbr. Utanþingsstjórn skipaða 4 ráðherrum og 20 erlendum og óháðum fagaðilum eins og gert var í Færeyjum árið 1995.


Stjórnsýslan er rotin í gegn og ber öll verstu einkenni neopotisma, glæpsamlegs ættbálka samfélags, líkt og í svörtustu skógum Afríku. Ef að þingmenn Miðflokksins hafa vitað að þetta er tilraun, af hverju var þá ekki farið eftir lögum um klínískar lyfjarannsóknir á heilbrigðissviði?

https://mittval.is/reglugerd-um-kliniskar-lyfjarannsoknir.


Miðflokkurinn situr í Velferðarnefnd og hefur svarað ótal bréfum í ábyrgðarpósti og áköllum frá okkur þar sem við höfum ítrekað bent á ólögmæti þessara lyfjatilraunar, sem umboðsmaður Alþingis hefur tekið fyrir og veitt sk. málsnúmer hjá umboðsmanni Alþingis en sjá ekki séð neitt alvarlegt við það að minnst 27 manns séu látnir og fleiri hundruð ef ekki þúsund alvarlega skaddaðir eftir þessa forkastanlegu leynilegu lyfjatilraun sem er vægast sagt ómannúðleg aðför að íslenskum almenningi og börnunum hans?

https://mittval.is/mannrettindasamtokin-min-leid-mitt-val


Af hverju var lyfjatilraunin þá ekki stöðvuð skv.17. gr. í lögum um klínískar lyfjarannsóknir á heilbrigðissviði? – en þar segir:

  • “Tilkynningarskylda vegna óvæntra atvika. Ábyrgðarmaður rannsóknar skal þegar í stað senda eftirlitsaðila skv. 2. og 3. mgr. 29. gr., og eftir atvikum Persónuvernd, skriflega tilkynningu um óvænt atvik sem valdið hafa eða hefðu getað valdið þátttakendum tjóni og talið er að megi rekja til rannsóknarinnar. Ábyrgðarmaður rannsóknar, aðrir rannsakendur og starfsmenn skulu að eigin frumkvæði veita eftirlitsaðilum upplýsingar um atriði sem ógnað gætu öryggi þátttakenda í rannsókn. Óvænt dauðsfall skal þegar í stað tilkynnt til lögreglu í samræmi við ákvæði laga um dánarvottorð, krufningar o.fl”.

  • Þeir 62 þingmenn sem hafa látið þennan skaðræðis og skaðsemis landráða bóluefnasamning fljóta í gegnum þingið, þeir hafa gersamlega brugðist íslensku þjóðinni, og að koma núna og segja það að þið hafið alltaf vitað að þetta væri tilraun en þið hafið ekki vitað það að slíka lyfjatilraun á heilli þjóð þyrfti að fara fyrir þingið er ekki bara sláandi yfirlýsing sem lýsir vanhæfni þingsins í heild sinni heldur er það mjög ógnvekjandi þar sem Kári og félagar hans hefðu vilja byrja á börnunum fyrir löngu síðan en komust ekki áfram þar sem við höfum barist af allri okkar orku á móti á meðan stjórnsýslan svaf og gerði ekkert.

Stjórnmálamenn, fjármálamenn og stjórnsýsla eru flækt í gagnkvæma hagsmunagæslu gróðafíknar og valdagræðgi.

Sagan mun sjá um dæma ykkur öll sem eitt !!


Eru stjórnvöld illgjörn? Áróður, dulsmál og dauðans þögn.


Arnar Sverrison skrifar á Facebook:

Hræðsluáróður og lygar nefndra alþjóðastofnanna, fyrirtækja og stjórnvalda, taka út yfir allan þjófabálk. Á grundvelli þeirra sömdu stjórnvöld enn eina rétttrúnaðarþuluna um farsótt.

Fjölmiðlar tóku undir, enda á mála hjá sömu hagsmunaaðiljum. Viðbrögð við fólki, sem dirfðist að spyrja spurninga, voru skýr; ákúrur um samsæriskenningar og afneitun vísinda, háð, þöggun, ofsóknir, útskúfun, brottrekstur, svipting atvinnuleyfa og mannréttinda – og jafnvel eignamissir.

Eftirlit hefur náð nýjum hæðum með lögregluaðgerðum og kærum. Þjóðþingin setja nýja, gerræðislega löggjöf og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin plægir jarðveginn fyrir alheimsalræði sitt á ákveðnum sviðum heilbrigðismála.

Það hlýtur einnig að valda lýðræðissinnum og frelsisunnendum áhyggjum, að ýmis fagfélög eða fagfjölmiðlar hafa hlaupið til og sett félögum sínum skorður um, hvað þeim sé leyfilegt að tjá sig til að komast hjá ásökunum um rangfærslur og falsfréttir.

Reglurnar taka mið af boðskapi yfirvalda hverju sinni, rétt eins og fjölmiðlar hafa tamið sér.

Bóluefnin fengu markaðsleyfi á grundvelli rannsókna framleiðenda sjálfra.

Það var ljóst, þegar í upphafi, að slíkar rannsóknir væru í skötulíki.

En það mátti einu gilda, svo öflugur var boðskapurinn um hættuna, sem stafaði af hinni tilbúnu veiru yfirvalda.

Almenningur var gripinn sefasýki. Orðspor lyfjarisanna virtist gleymt, en þeir skilja eftir sig slóð siðleysis, glæpa, sjúkdóma, eymdar og volæðis.




HEIMILDIR

https://mittval.is/eru-stjornvold-illgjorn-arodur-dulsmal-og-daudans-thogn

https://gudrunbergmann.is/pluto-uranus

https://mittval.is/wp-content/uploads/2022/04/sland-og-Faereyjar-grein-2009.pdf

https://kjarninn.is/frettir/faereyskur-radherra-vill-ekki-fara-i-bolusetningu-fyrr-en-langtimaahrif-verda-ljos

https://icelandictimes.com/is/serstakt-samband-islands-og-faereyja

Frá Flokksræði til Lýðræðis; Sagan Sögð

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51289

https://en.wikipedia.org/wiki/Kaj_Leo_Johannesen

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1250783

https://timarit.is/page/4391035

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1250783

https://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484

https://icelandmonitor.mbl.is/news/politics_and_society/2016/10/18/eva_joly_iceland_has_a_corruption_problem/

https://utvarpsaga.is/thingid-var-aldrei-spurt-hvort-samthykkja-aetti-samninginn-kanna-tharf-til-hlitar-hvort-heilbrigdisradherra-hafi-brotid-log/

https://kjarninn.is/frettir/faereyskur-radherra-vill-ekki-fara-i-bolusetningu-fyrr-en-langtimaahrif-verda-ljos

 

https://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%A6reyjar

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 525 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻