Dönsku mannréttindasamtökin FRIDA stefna fjölda ráðuneyta vegna COVID-19 lokana
Dönsku mannréttindasamtökin FRIDA hafa kært fjölda ráðuneyta 1. sept. 2021 vegna aðkomu þeirra að COVID-19 lokunum í Danmörku. Stefnan hefur verið skráð hjá héraðsdómi Kaupmannahafnar með málsnúmer BS-32590/2021-KBH.
Í fréttatilkynningu Frida segir, að eftirtaldir aðilar eru kærðir fyrir lokanir vegna Covid-19:
- Dómsmálaráðuneytið
- Lýðheilsan
- Magnus Johannes Heunicke heilbrigðisráðherra
- Heilbrigðisráðuneytið (þ.m.t. landlæknisembættinu)
- Mette Frederiksen forsætisráðherra
- Viðskiptaráðuneytið
- Menntamálaráðuneytið
Er þess krafist að lokanir vegna Covid-19 verði dæmdar ólöglegar og aflétt. Búast má við nokkrum mánuðum í formlega ákærumeðferð áður en sjálf ákæruatriðin verða tekin fyrir en FRIDA fer fram á að Eystri landsréttur taki málið fyrir. FRIDA fagnar afnámi lokana og annarra covid takmarkandi aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem FRIDA segir að ríkisstjórnin hafi neyðst til að gera m.a. vegna þrýstings annarra stjórnmálaflokka og mannréttindasamtaka. Samtökin benda á að þótt verið sé að létta á takmörkunum núna, þá hafi heilbrigðisráðherrann sagt, að gripið yrði til slíkra aðgerða aftur við dreifingu smits að nýju. FRIDA vill að slíkar aðgerðir verði dæmdar ólöglegar og þar með óboðlegar í framtíðinni.
Mannréttindasamtökin vísa einnig til hópkæru þýsk-bandaríska lögfræðingsins Reiner Fuelmichs vegna lokana yfirvalda og fleiri annarra mála sem í gangi eru gegn yfirvöldum víða um heim. Einnig vísa þau bæði til kafla dönsku stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu:
Danska stjórnarskráin:
§ 71. Grein. 1. Persónulegt frelsi er friðhelgt. Enginn danskur ríkisborgari má sæta neins kyns frelsissviptingu vegna stjórnmálaskoðana eða trúarlegra viðhorfa eða vegna uppruna.
Grein 2. Gæsluvarðhald getur aðeins farið fram á grundvelli laga.
Mannréttindasáttmáli Evrópu:
Grein 3. Bann við pyndingum
Enginn má sæta pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
Grein 5. Réttur til frelsis og öryggi einstaklinga
Allir eiga rétt á frelsi og einstaklingsbundnu öryggi. Enginn skal sviptur frelsi nema í eftirfarandi tilvikum og í samræmi við þá málsmeðferð sem lög mæla fyrir um (dómstólsmeðferð m.m.).
Grein 8. Réttur á virðingu fyrir einkalífi og fjölskyldulífi
Grein 11. Funda og samtakafrelsi.
Grein 14. Bann gegn kúgun/misrétti
Í viðtali við Føderalisten segir formaður FRIDA, Mikkel Kaastrup, cand.jur og scient. soc, að FRIDA óski einnig að tekin verði lagaleg afsttaða til áreiðanleika PCR prófa. Einnig að dómstóllinn ákveði, hvort COVID-19 sé almennt hættulegur og samfélagslega mikilvægur sjúkdómur.
Heilbrigðisráðherra verður að viðurkenna að 2. mgr. 1, § 3. mgr. 1 og § 4. mgr. 1 í framkvæmdarskipun nr. 1544 frá 02/07/2021 um kröfur um prófun og einangrun eftir komu til Danmerkur í tengslum við meðferð covid-19iii, er ógild.
Krafa 6:
Heilbrigðisráðherra, Atvinnumálaráðherra og Forsætisráðherra verða að viðurkenna að PCR prófið sem notað er í Danmörku, ef prófið er jákvætt, skjalfestir ekki að sá sem prófaður er geti smitað annað fólk af covid-19.
HEIMILDIR
IT ENDS HERE! – FRIDA, Danish association for freedom and health, articles of association, is suing the National Board of Health and a number of ministers to stop the Danish corona restrictions.
The civil rights movement Frida is suing a nomber of ministries for the covid19 shutdowns
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- PROTECT THE CHILDREN23. nóvember, 2024BARNAMÁLARÁÐSTEFNAN 2024
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008