Hegningalög -XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.
Hugmyndin um hegningarlög
- Allir Ríkið ætti að vernda borgara sína, vegna þess að það er kveðið á um í stjórnarskrám öllum siðmenntuðum löndum. Í þessu sambandi er hegningarlög – hlutlægt myndast löglegur iðnaður. Það er nauðsynlegt til að endurheimta réttlæti og refsingar fyrir ólöglega hegðun. Hegningarlög hægt að skoða frá þremur sjónarhornum – sem löggjöf, vísinda og mennta aga.
- Eins og það er lögmálið regluverkið. Frá sjónarhóli vísinda er allt efni sem fólk fékk (kennslubækur, rit, doktorsritgerðir og rannsóknir, o.fl.). A efni einkennist af a setja af aðferðum og aðferðir við kennslu hegningarlög í háskólum og öðrum menntastofnunum.
XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.
- 128. gr.
Ef opinber starfsmaður, [alþingismaður eða gerðarmaður] 1) heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
[Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.] 1)
1)L. 5/2013, 5. gr. 2)L. 82/1998, 51. gr.
129. gr.
Ef opinber starfsmaður heimtar eða tekur sér eða öðrum til ávinnings við sköttum eða gjöldum, [þar á meðal þjónustugjöldum], 1) sem gjaldandi skuldar ekki, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við verknaðinum eftir öðrum ákvæðum laganna. Vægari refsingu að tiltölu skal beita, ef sökunautur hefur í upphafi tekið við gjaldinu í þeirri trú, að gjaldandinn skuldaði það, en heldur gjaldinu síðan í ávinningsskyni, eftir að hann komst að hinu rétta. … 2)
1)L. 54/2003, 1. gr. 2)L. 82/1998, 52. gr.
130. gr.
Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
131. gr.
Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða [leit] 1) eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum … 2) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 54/2003, 2. gr. 2)L. 82/1998, 53. gr.
132. gr.
[Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.] 1)
1)L. 54/2003, 3. gr.
133. gr.
[Ef opinber starfsmaður, sem á að gæta fanga, þ.m.t. sakbornings sem sviptur hefur verið frelsi sínu, eða annast framkvæmd refsidóma, lætur fanga eða sakborning komast undan, tálmar framkvæmd dóms, hlífir manni við að taka út hegningu eða kemur því til leiðar að refsing er framkvæmd með öðru og vægara móti en mælt er, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef brot er smáfellt.] 1)
1)L. 54/2003, 4. gr.
134. gr.
Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 56. gr.
135. gr.
Ef opinber starfsmaður tekur þátt í embættis- eða sýslunarbroti annars opinbers starfsmanns, sem undir hann er gefinn, eða leitast við að koma honum til að fremja slíkt brot, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
136. gr.
Opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofangreindan hátt vitneskju, sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara.
1)L. 82/1998, 57. gr.
137. gr.
Ef opinber starfsmaður, sem hefur [póst- eða fjarskiptaþjónustu] 1) á hendi, rífur heimildarlaust upp, ónýtir eða skýtur undan bréfum eða sendingum, sem afhent eru til flutnings með pósti, eða ónýtir, aflagar eða skýtur undan skeytum, sem veitt hefur verið viðtaka til fyrirgreiðslu, þá varðar það … 2) fangelsi allt að 3 árum. [Sama á við um starfsmann lögaðila sem fengið hefur opinbert leyfi til póstþjónustu eða til að annast fjarskipti á grundvelli slíks leyfis eða verktaka sem sinnir póst- eða fjarskiptaþjónustu á ábyrgð lögaðila.] 1)
1)L. 54/2003, 5. gr. 2)L. 82/1998, 58. gr.
138. gr.
Nú hefur opinber starfsmaður gerst sekur um refsilagabrot með verknaði, sem telja verður misnotkun á stöðu hans, og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
139. gr.
Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 59. gr.
140. gr.
Opinber starfsmaður, sem synjar eða af ásettu ráði lætur farast fyrir að gera það, sem honum er boðið á löglegan hátt, sæti sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 60. gr.
141. gr.
Opinber starfsmaður, sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 61. gr.
[141. gr. a.
Opinber starfsmaður skv. 128., 129., 134., 135., 138., 139., 140. og 141. gr. þessara laga telst sá sem vegna stöðu sinnar eða heimildar í lögum getur tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila eða ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna.] 1)
1)L. 54/2003, 6. gr.XV. kafli. Rangur framburður og rangar sakargiftir.
142. gr.
[Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Hafi skýrsla verið heitfest skal virða það refsingu til þyngingar.
Sé skýrsla röng í atriðum, sem ekki varða málefni það, sem verið er að kanna, má beita sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)] 2)
1)L. 82/1998, 62. gr. 2)L. 101/1976, 12. gr.
143. gr.
Ekki varðar það sökunaut í opinberu refsimáli refsingu, þó að hann skýri rangt frá málavöxtum. Þeim manni skal ekki heldur refsað, sem rangt hefur skýrt frá atvikum vegna þess að réttar upplýsingar um þau hefðu getað bakað honum refsiábyrgð í slíku máli, eða hann hafði ástæðu til að halda, að svo væri.
[Hafi maður borið rangt fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem í 1. mgr. 142. gr. getur, um atriði, sem honum var óheimilt að skýra frá eða heimilt að neita að gefa skýrslu um, má færa hegningu niður og jafnvel láta hana falla niður, ef málsbætur eru.] 1)
1)L. 101/1976, 13. gr.
144. gr.
Hafi maður af stórfelldu gáleysi gerst sekur um verknað, sem refsiverður væri eftir 142. gr. eða 2. mgr. 143. gr., ef um ásetningsverk hefði verið að ræða, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum]. 1)
1)L. 82/1998, 63. gr.
145. gr.
[Hafi maður, án þess að brot hans varði við ákvæði 142. gr., gefið opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu að viðlögðum drengskap eða á annan samsvarandi hátt, þar sem slík aðferð er boðin eða heimiluð, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári], 1) en fangelsi allt að 2 árum, ef sök er stórfelld.] 2)
1)L. 82/1998, 64. gr. 2)L. 101/1976, 14. gr.
146. gr.
Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum.
Ákvæði 1. mgr. 143. gr. koma hér til greina eftir því, sem við á.
1)L. 82/1998, 65. gr.
147. gr.
Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum.
1)L. 82/1998, 66. gr.
148. gr.
Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. … 2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttinum hefur orðið, að niðurstaða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleirum opinberum blöðum eða ritum.
1)L. 82/1998, 67. gr. 2)L. 101/1976, 15. gr.
149. gr.
Hver, sem gerist sekur um rangan uppljóstur til yfirvalds um að refsiverður verknaður hafi verið framinn, svo og hver sá, sem ber fram rangar kærur við [forsetann], 1) Alþingi, dómstóla eða yfirvald, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 2)
1)L. 100/1951, 4. gr. 1)L. 82/1998, 68. gr.XVI. kafli. Peningafals og önnur brot, er varða gjaldmiðil.
150. gr.
Hver, sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri, svo og hver sá, sem í sama skyni aflar sér eða öðrum falsaðra peninga, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Sé fölsun framkvæmd á þann hátt, að skert er efnisverð gjaldgengrar myntar, skal refsingin vera fangelsi allt að 4 árum.
151. gr.
Hver, sem lætur úti peninga, sem hann veit að eru falsaðir, skal sæta sömu refsingu sem hefði hann sjálfur falsað þá. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum.
1)L. 82/1998, 69. gr.
152. gr.
Hver, sem lætur úti peninga, sem hann hefur grun um að séu falsaðir, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita sektum, og jafnvel, ef málsbætur eru, láta refsingu falla niður.
1)L. 82/1998, 70. gr.
153. gr.
Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út meðal manna hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög peningum eða verðbréfum, sem ætluð eru til þess að ganga manna á milli.
154. gr.
Sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem án heimildar í lögum býr til, flytur inn eða lætur úti handhafabréf, sem notuð kunna að verða til þess að ganga sem gjaldmiðill manna á milli, hvort heldur almennt eða innan sérstaks flokks manna, eða vænta má, að notuð verði á þann hátt. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til erlendra peningaseðla.
1)L. 82/1998, 71. gr.XVII. kafli. Skjalafals og önnur brot, er varða sýnileg sönnunargögn.
155. gr.
Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.
[Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.] 1)
Hafi aðeins verið um lítilræði að tefla, eða miklar málsbætur eru að öðru leyti, einkum ef fremjandi hefur ekki ætlað að baka öðrum tjón, má beita [fangelsi allt að 1 ári] 2) eða sektum.
1)L. 30/1998, 1. gr. 2)L. 82/1998, 72. gr.
156. gr.
Sömu refsingu, sem í 155. gr. getur, skal sá sæta, sem notar skjal með ófalsaðri undirritun, til þess að blekkja með því í lögskiptum, enda hafi útgefandi þess verið gabbaður til að undirrita skjalið í þeirri trú, að það væri annað skjal eða skjal með öðru efni.
157. gr.
Noti maður ófalsað skjal svo sem það varðaði annan mann en þann, sem það á við, eða með öðrum hætti gagnstætt því, sem til var ætlast, og þetta er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
[Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um notkun ófalsaðra gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.] 2)
1)L. 82/1998, 73. gr. 2)L. 30/1998, 2. gr.
158. gr.
Ef maður tilgreinir eitthvað ranglega í opinberu skjali eða í bók eða í annars konar skjölum eða bókum, sem honum er skylt að gefa út eða rita, eða maður tilgreinir eitthvað ranglega í skjali eða bók, sem hann gefur út eða heldur í starfi, sem opinbera löggildingu þarf til að rækja, og það er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sömu refsingu varðar það að nota þess háttar röng gögn í lögskiptum, sem væru þau rétt að efni til.
[Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um rangfærslu og notkun upplýsinga og gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.] 2)
1)L. 82/1998, 74. gr. 2)L. 30/1998, 3. gr.
159. gr.
Nú hefur opinber stimpill eða merki, er sönnun skal veita fyrir því, að hlutur sé ósvikinn, eða fyrir uppruna hans, gæðum, tegund eða magni, verið sett á hlut án heimildar eða með fölsun, og skal þá sá, sem notar hlutinn til þess að blekkja aðra með honum í viðskiptum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem í sama skyni kemur því til leiðar með svikum, að þess háttar opinber stimpill eða merki sé sett á hluti, sem ekki eru til þess fallnir, eða notar slíka hluti.
Noti maður í sama skyni hluti, sem einkastimpill eða einkamerki hefur ranglega verið sett á, eða annað merki, sem á að segja til einhvers atriðis um hlutinn, sem máli skiptir í viðskiptum manna, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Refsingu eins og að ofan greinir skal ennfremur sá sæta, sem í því skyni að blekkja í viðskiptum notar hluti, eftir að stimpill, merki eða annað auðkenni, sem löglega hafði verið á hlutinn sett, hefur verið numið burtu eða rangfært.
1)L. 82/1998, 75. gr.
160. gr.
Ef maður notar í atvinnuvegi sínum röng mælitæki eða vogaráhöld í því skyni að blekkja aðra í viðskiptum, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum … 1). Sé sökin stórfelld, og eins ef manni verður slíkt á oftar, má þyngja hegningu allt að 6 ára fangelsi.
1)L. 82/1998, 76. gr.
161. gr.
Hver, sem notar fölsuð póstfrímerki, stimpilmerki eða önnur slík merki, sem notuð eru sem sönnun fyrir greiðslu opinberra gjalda, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Lægri refsingu að tiltölu skal sá sæta, sem notar stimpilmerki eða frímerki, sem áður hefur verið notað, eftir að merkið um notkunina hefur verið numið burtu.
Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög stimpilmerkjum, póstfrímerkjum eða öðrum slíkum greiðslumerkjum.
162. gr.
Hver, sem rangfærir sönnunargögn eða kemur fram með röng sönnunargögn í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls, skal sæta fangelsi allt að 2 árum. [Ef málsbætur eru og brot varðar ekki þyngri refsingu að lögum má beita sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 1)
Hver, sem til þess að halla eða fyrirgera rétti annarra, eyðileggur sönnunargagn, kemur því undan eða gerir það ónothæft að öllu eða einhverju leyti, skal sæta fangelsi allt að 2 árum … 1)
Nú hefur maður framið verknað þann, sem í 1. eða 2. mgr. getur, á gögnum, sem kynnu að hafa orðið af atriði um sekt hans í [sakamáli], 2) og er þá það verk refsilaust.
1)L. 82/1998, 77. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
163. gr.
Hver, sem í blekkingarskyni setur ranglega niður, flytur til, nemur á brott, rangfærir eða eyðileggur marksteina eða önnur merki, sem sýna skulu takmörk fasteignaréttinda, þar á meðal vatnsréttinda, skal sæta fangelsi allt að 3 árum …, 1) eða sektum, ef brot er smáfellt.
1)L. 82/1998, 78. gr.XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.
164. gr.
Valdi maður eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 6 mánuði.
Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
165. gr.
Fangelsi skal sá sæta, sem bakar öðrum tjón á lífi, líkama eða eignum, með því að valda sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja.
[Nú beitir maður, sem er í loftfari, ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða annarri ólögmætri aðferð til að ná valdi á stjórn loftfars eða grípur á annan hátt ólöglega inn í stjórn þess og flug, og varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár. Ef alveg sérstaklega stendur á, getur refsing orðið lægri. … 1)] 2) [Sama gildir ef gripið er inn í stjórn skips eða botnfastra mannvirkja á landgrunninu.] 3)
[Sömu refsingu og í 2. mgr. þessarar greinar skal sá sæta sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð, enda valdi verknaður eða sé til þess fallinn að valda almannahættu.
Ákvæði 166., 167. og 169. gr. eiga einnig við um brot á 2. og 3. mgr.] 4)
1)L. 16/1990, 3. gr. 2)L. 41/1973, 3. gr. 3)L. 70/2002, 2. gr. 4)L. 16/1990, 4. gr.
166. gr.
Hafi verknaður, sem lýst er í 164. eða 165. gr., verið framinn í þeim tilgangi að koma af stað uppreisn, fjöldaránum eða annarri slíkri röskun á þjóðskipulagi eða allsherjarreglu, þá skal beita fangelsisrefsingu, sem ekki sé skemmri en 4 ár.
167. gr.
Ef brot, sem í 164. eða 165. gr. getur, er framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 79. gr.
168. gr.
Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum … 1). [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.] 2)
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 80. gr. 2)L. 70/2002, 3. gr.
169. gr.
Sá maður skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að einu ári, sem lætur hjá líða að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að vara við eða afstýra eldsvoða, sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, öðrum umferðarslysum eða þess háttar óförum, sem mönnum eða miklum verðmætum er búinn háski af, enda hefði hann getað gert það án þess að stofna verulegum hagsmunum sínum eða annarra í hættu.
1)L. 82/1998, 81. gr.
[169. gr. a.
Hver sá sem ólöglega tekur við, hefur í vörslum sínum, notar, flytur, breytir, losar eða dreifir kjarnakleyfum efnum og stofnar með því lífi manna, heilsu eða eignum í háska skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Ef brot skv. 1. mgr. hefur í för með sér almannahættu varðar það fangelsi allt að 16 árum.] 1)
1)L. 70/2002, 4. gr.
170. gr.
Hver, sem stofnar lífi manna eða heilsu í hættu með því að valda almennum skorti á drykkjarvatni eða setja skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að einu ári.
1)L. 82/1998, 82. gr.
171. gr.
Hafi 1) maður eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, þannig að heilbrigði manna sé hætta búin af venjulegri notkun þeirra, þá varðar það fangelsi allt að 10 árum.
Sömu refsingu varðar það, ef slíkir munir, sem spilltir eru og skaðsamlegir heilsu manna í venjulegri notkun, eru látnir sæta meðferð, sem löguð er til að leyna skaðsemi þeirra.
Sömu refsingu varðar það enn fremur að hafa á boðstólum eða vinna á annan hátt að útbreiðslu muna, sem spilltir eru á framangreindan hátt, ef leynt er þessari skaðsemi þeirra.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 2) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)Á væntanlega að vera „Láti“. 2)L. 82/1998, 83. gr.
172. gr.
Ef maður, án þess að brot hans varði við 171. gr., hefur á boðstólum eða vinnur að því að útbreiða neysluvörur, sem vegna skemmda eða af öðrum ástæðum eru hættulegar heilbrigði manna, eða hluti, sem við venjulega notkun eru hættulegir á sama hátt, og hann leynir þessari skaðsemi þeirra, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum, [sektum eða fangelsi allt að 1 ári], 1) ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 84. gr.
173. gr.
Hafi maður á boðstólum eða vinni að því að útbreiða sem læknislyf eða varnarmeðul við sjúkdómum muni, sem hann veit, að ekki eru til þess hæfir, og að notkun þeirra í þessu skyni er hættuleg lífi manna eða heilbrigði, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum … 1)
Sé brot framið af gáleysi, varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 85. gr.
[173. gr. a.
Hver, sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendir þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt, skal sæta fangelsi allt að [12 árum]. 1)
Sömu refsingu skal sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana- og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt, sem greint er í 1. mgr.] 2)
1)L. 32/2001, 1. gr. 2)L. 64/1974, 1. gr.
[173. gr. b. … 1)] 2)
1)L. 10/1997, 3. gr. 2)L. 39/1993, 1. gr.
174. gr.
Ef lífi eða heilbrigði húsdýra er stofnað í hættu á þann hátt, sem í 170.–173. gr. getur, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
1)L. 82/1998, 86. gr.
175. gr.
Hver, sem veldur hættu á því, að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda, sem þar að lúta, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum. Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands.
Hver, sem á framangreindan hátt veldur hættu á því, að húsdýra- eða jurtasjúkdómar komi upp eða berist út, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot samkvæmt grein þessari framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 87. gr.
[175. gr. a.
Sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara eða öðrum lögum.
Með skipulögðum brotasamtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað.] 1)
1)L. 149/2009, 5. gr.XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.
176. gr.
Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 88. gr.
177. gr.
Hver, sem tekur burtu, ónýtir eða skemmir opinber minnismerki eða hluti, sem ætlaðir eru til almennings nota eða skrauts, eða hluti, sem teljast til opinberra safna eða eru sérstaklega friðaðir, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
1)L. 82/1998, 89. gr.
178. gr.
Hver, sem í því skyni að blekkja aðra í viðskiptum falsar eða líkir eftir vöru eða hefur slíka vöru á boðstólum, skal sæta fangelsi allt að 2 árum … 1) eða sektum.
1)L. 82/1998, 90. gr.
179. gr.
[Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta sem gerist sekur um meiri háttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis með eftirfarandi verknaði:
1. Mengar loft, jörð, haf eða vatnasvæði þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
2. Geymir eða losar úrgang eða skaðleg efni þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
3. Veldur verulegu jarðraski þannig að landið breytir varanlega um svip eða spillir merkum náttúruminjum.] 1)
1)L. 122/1999, 1. gr.XX. kafli. Brot á reglum um framfærslu og atvinnuháttu.
180. gr.
[Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, [trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar] 1) skal sæta sektum … 2) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.] 3)
1)L. 13/2014, 1. gr. 2)L. 82/1998, 91. gr. 3)L. 135/1996, 1. gr.
181. gr.
Nú þykir lögreglustjóra ástæða til að ætla, að maður hafi ekki ofan af fyrir sér á löglegan hátt, og er hann þá skyldur að skýra frá, af hverju hann hafi framfærslu sína og færa rök að. Ef hann gerir það ekki, eða hann aflar sér framfærslu með ólöglegu móti, svo sem með sölu á bannvöru, fjárhættuspili … 1) þá skal refsa honum með fangelsi allt að 2 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við eftir öðrum lögum.
1)L. 40/1992, 16. gr.
182. gr. … 1)
1)L. 101/1976, 1. gr.
183. gr.
Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.
Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.
1)L. 82/1998, 92. gr.
184. gr.
Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 93. gr.
185. gr.
Ef maður í atvinnuskyni beitir blekkingum eða svikum til þess að koma manni til að flytjast af landi brott, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 94. gr.
186. gr.
Nú vinnur maður í heimildarleysi starf, sem opinbert leyfi eða viðurkenningu þarf til að gegna, og skal hann þá sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári, ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu í öðrum lögum.
Nú hefur félagi verið slitið í bráð með yfirvaldsráðstöfun eða til fullnaðar með dómi, og skulu þá þeir, er halda félagsskapnum áfram eða ganga í hann eftir það, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 95. gr.
187. gr.
Hafi maður fengið opinbert leyfi til einhverrar einkastarfsemi eða atvinnurekstrar, sem ekki er heimilt að stunda án slíks leyfis, og hann brýtur síðan gegn skyldum gagnvart hinu opinbera, sem slíku leyfi eru samfara, þá skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], 1) ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu í öðrum lögum.
1)L. 82/1998, 96. gr.XXI. kafli. Sifskaparbrot.
188. gr.
[Ef einstaklingur í hjúskap gengur að eiga aðra manneskju], 1) þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða, ef hinum aðiljanum var ókunnugt um fyrra hjónabandið, fangelsi allt að 6 árum.
Sé brot framið af stórfelldu gáleysi, þá varðar það … 2) fangelsi allt að 1 ári.
[Ógift manneskja sem gengur að eiga einstakling sem er í hjúskap.], 1) skal sæta … 2) fangelsi allt að 1 ári. Nú skal hjónaband ekki sæta ógildingu, og má þá dæma sektir … 2) eða jafnvel láta refsingu falla niður.
1)L. 153/2020, 3. gr. 2)L. 82/1998, 97. gr.
189. gr.
Hver, sem gengur í hjónaband, er ógilda skal vegna skyldleika aðiljanna, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 98. gr.
190. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
191. gr. … 1)
1)L. 27/2006, 2. gr.
192. gr.
Hver, sem rangfærir sönnun fyrir [foreldrastöðu gagnvart barni] 1) með rangri eða ófullnægjandi skýrslu til yfirvalds þess, sem tekur við tilkynningum um fæðingar, skal sæta [fangelsi allt að 1 ári] 2) eða sektum.
Láta má refsingu falla niður, þegar svo ber við, að barn, sem gift kona hefur getið utan hjónabands, hefur verið tilkynnt sem hjónabandsbarn og eiginmaður hennar hefur samþykkt það. [Hið sama á við ef gift manneskja sem breytt hefur skráningu kyns hefur alið barn sem getið er utan hjónabands og tilkynnt það sem hjónabandsbarn með samþykki maka.] 1)
1)L. 153/2020, 4. gr. 2)L. 82/1998, 100. gr.
193. gr.
Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.
1)L. 82/1998, 101. gr.XXII. kafli. [Kynferðisbrot.]1)
1)L. 40/1992, 1. gr.
194. gr.
[[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.] 1)
Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.] 2)
1)L. 16/2018, 1. gr. 2)L. 61/2007, 3. gr.
195. gr.
[Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða það til þyngingar:
a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára,
b. ef ofbeldi geranda er stórfellt,
c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt.] 1)
1)L. 61/2007, 4. gr.
196. gr. … 1)
1)L. 61/2007, 5. gr.
197. gr.
[Ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, annarri stofnun á vegum lögreglu, fangelsisyfirvalda eða barnaverndaryfirvalda, geðdeild sjúkrahúss, heimili fyrir andlega fatlað fólk eða annarri slíkri stofnun hefur samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 61/2007, 6. gr.
198. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann … 1) með því að misnota freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. … 2)] 3)
… 1)
1)L. 61/2007, 7. gr. 2)L. 40/2003, 1. gr. 3)L. 40/1992, 6. gr.
199. gr.
[Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.] 1)
1)L. 61/2007, 8. gr.
[199. gr. a.
Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta sem hótar því sem greinir í 1. mgr., enda sé hótunin til þess fallin að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hún beinist að.
Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 1)
1)L. 8/2021, 1. gr.
200. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að [8 árum] 1) og allt að [12 ára] 1) fangelsi sé barnið [á aldrinum 15, 16 eða 17 ára]. 2)
[Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 4 ára fangelsi, enda sé barnið 15 ára eða eldra.] 2)
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.] 3)
1)L. 40/2003, 2. gr. 2)L. 37/2013, 3. gr. 3)L. 40/1992, 8. gr.
201. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn á aldrinum 15, 16 eða 17 ára sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða barn sem er tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg, eða barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 37/2013, 4. gr.
202. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], 1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. 1) … 2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.] 1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum]. 1)] 2)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn] 1) [yngra en 18 ára] 2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.] 3)
[Hver sem með samskiptum á netinu, annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt skal sæta fangelsi allt að 2 árum.] 4)
[Það skal virða til þyngingar refsingu skv. 1. og 2. mgr. ef tengsl geranda og barns eru með þeim hætti sem greinir í 1. mgr. 200. gr. eða 1. mgr. 201. gr., enda eigi síðari málsliður 1. mgr. þessarar greinar ekki við.] 5)
1)L. 61/2007, 11. gr. 2)L. 40/2003, 4. gr. 3)L. 40/1992, 10. gr. 4)L. 58/2012, 4. gr. 5)L. 37/2013, 5. gr.
203. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
204. gr.
[Hafi brot skv. 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skal beita vægari refsingu að tiltölu sem þó má ekki fara niður [fyrir lágmark fangelsis]. 1)] 2)
1)L. 82/1998, 102. gr. 2)L. 40/1992, 11. gr.
205. gr.
[Nú hefur sá sem sæta skal refsingu fyrir eitthvert þeirra kynferðisbrota sem að framan greinir áður verið dæmdur sekur um slíkt brot og má þá hækka refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 1)
1)L. 61/2007, 12. gr.
206. gr.
[Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)
[Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.
Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.] 2)
1)L. 54/2009, 2. gr. 2)L. 61/2007, 13. gr.
207. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
208. gr.
[Nú hefur maður, sem sæta skal refsingu eftir 206. gr., áður verið dæmdur fyrir brot á þeirri grein, eða hann hefur áður verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, má þyngja refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 1)
1)L. 40/1992, 14. gr.
209. gr.
[Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.] 2)
1)L. 82/1998, 104. gr. 2)L. 40/1992, 15. gr.
210. gr.
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.] 2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
… 3)
1)L. 82/1998, 105. gr. 2)L. 39/2000, 7. gr. 3)L. 58/2012, 5. gr.
[210. gr. a.
Hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt. Sama gildir um ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raunverulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum.
Hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skal sæta sömu refsingu og greinir í 1. mgr.] 1)
1)L. 58/2012, 6. gr.
[210. gr. b.
Hver sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu, skipuleggur eða veldur því með öðrum hætti eða hefur ávinning af því að barn tekur þátt í slíkri sýningu skal sæta fangelsi allt að 2 árum, en allt að 6 árum ef brot er stórfellt.
Sá sem sækir nektar- eða klámsýningu þar sem börn eru þátttakendur skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 1)
1)L. 58/2012, 6. gr.XXIII. kafli. Manndráp og líkamsmeiðingar.
211. gr.
Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.
212. gr.
Ef [manneskja sem elur barn deyðir það] 1) í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
Ef aðeins er um tilraun að ræða, og barnið hefur ekki beðið neitt tjón, má láta refsingu falla niður.
1)L. 153/2020, 5. gr.
213. gr.
Hver, sem sviptir annan mann lífi fyrir brýna beiðni hans, skal sæta fangelsi allt að 3 árum … 1)
1)L. 82/1998, 106. gr.
214. gr.
Ef maður stuðlar að því, að annar maður ræður sér sjálfur bana, þá skal hann sæta [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum. Sé það gert í eigingjörnum tilgangi, skal refsa með fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 107. gr.
215. gr.
Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 árum.
1)L. 82/1998, 108. gr.
216. gr.
[Manneskja], 1) sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 2) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.
Hver, sem með samþykki [þungaðrar manneskju] 1) deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.
1)L. 153/2020, 6. gr. 2)L. 82/1998, 109. gr.
217. gr.
[Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], 1) en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.
[Ákæruvaldið höfðar mál út af broti skv. 1. mgr. og skal það ekki gert nema almenningshagsmunir krefjist þess.] 2)] 3)
1)L. 82/1998, 110. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 20/1981, 10. gr.
218. gr.
[Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru.
Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.] 2)
1)L. 82/1998, 111. gr. 2)L. 20/1981, 11. gr.
[218. gr. a.
Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum. [Hið sama á við ef brotaþoli er manneskja með kvenkyns kynfæri og hefur breytt skráningu kyns.] 1) Nú hefur árás í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlýst af, eða hún telst sérstaklega vítaverð vegna þeirrar aðferðar sem notuð er, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.] 2)
1)L. 153/2020, 7. gr. 2)L. 83/2005, 3. gr.
[218. gr. b.
Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda.] 1)
1)L. 23/2016, 4. gr.
[[218. gr. c.]1)
Nú hefur sá, sem dæmdur er sekur um brot á [217., 218. eða 218. gr. a], 2) áður sætt refsingu samkvæmt þeim greinum eða honum hefur verið refsað fyrir brot, sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.
Samþykki til líkamsárásar veldur því, að refsingu, sem ella væri unnið til, má lækka. Nú varðar verknaður við 217. gr., og verður þá ekki refsað, þegar samþykki liggur fyrir.
Nú er líkamsárás unnin í áflogum eða átökum milli þess, sem henni veldur, og þess, sem misgert er við, og er þá heimilt að lækka refsingu eða jafnvel láta hana falla niður, þegar verknaður á undir 217. gr. Sama er, ef sá, sem verður fyrir tjóni, á upptök að átökum með árás, ertingum eða líku.] 3)
1)L. 23/2016, 4. gr. 2)L. 83/2005, 4. gr. 3)L. 20/1981, 12. gr.
219. gr.
[Ef tjón á líkama eða heilbrigði, slíkt sem í 218. gr. eða 218. gr. a getur, hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 83/2005, 5. gr.
220. gr.
Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Hafi [manneskja sem alið hefur barn yfirgefið það] 1) bjargarvana þegar eftir fæðingu þess, og ætla má, að það sé gert af sams konar ástæðum og í 212. gr. getur, má beita vægari refsingu að tiltölu og jafnvel láta refsingu falla niður, ef barnið hefur ekkert teljanlegt tjón beðið.
Refsingu, sem í 1. mgr. segir, skal sá sæta, sem úthýsir ferðamanni eða segir honum rangt til vegar, enda hefði hann átt að geta séð, að ferðamanninum myndi verða að því háski búinn.
[Fangelsi] 2) allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.
1)L. 153/2020, 8. gr. 2)L. 82/1998, 113. gr.
221. gr.
Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sömu hegningu skal sá sæta, sem ekki annast um, að neytt sé þeirra bjargarmeðala, sem fyrir hendi eru, til þess að lífga þá, sem líf kann að leynast með, en líta út eins og dauðir, eða viðhefur ekki þær aðferðir, sem boðnar eru þeim til umönnunar, sem lent hafa í skipreika eða öðrum svipuðum óförum.
1)L. 82/1998, 114. gr.
222. gr.
Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi fær barni, yngra en 15 ára, geðveikum manni, [einstaklingi með þroskahömlun] 1) eða ölvuðum manni hættulega muni eða efni í hendur, skal sæta sektum eða [fangelsi] 2) allt að 3 mánuðum.
1)L. 115/2015, 4. gr. 2)L. 82/1998, 115. gr.
223. gr.
Ef maður vanrækir að sjá barnshafandi [manneskju], 1) sem er á vegum hans, fyrir nauðsynlegri fæðingarhjálp, svo að lífi eða heilbrigði barns eða [viðkomandi manneskju] 1) er af því hætta búin, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 2)
1)L. 153/2020, 9. gr. 2)L. 82/1998, 116. gr.
224. gr. … 1)
1)L. 101/1976, 1. gr.XXIV. kafli. Brot gegn frjálsræði manna.
225. gr.
Ef maður neyðir annan mann til þess að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta hjá líða að gera eitthvað með því að beita líkamlegu ofbeldi eða hóta honum að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi eða frelsissviptingu eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér sökum þess málefnis, sem hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
[Ef maður neyðir annan mann til að ganga í hjúskap, þá varðar það fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu varðar að neyða annan mann til að gangast undir sambærilega vígslu þó að hún hafi ekki gildi að lögum.] 2)
1)L. 82/1998, 117. gr. 2)L. 23/2016, 5. gr.
226. gr.
Hver, sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum … 1)
Hafi frelsissvipting verið framin í ávinningsskyni eða verið langvarandi, svo og ef maður hefur verið settur í heimildarleysi á geðveikrahæli, fluttur burt í önnur lönd eða fenginn mönnum á vald, sem ekki eiga neinn rétt á því, þá skal beita fangelsisrefsingu ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum eða ævilangt.
1)L. 82/1998, 118. gr.
227. gr.
Hafi brot, sem í 2. mgr. 226. gr. getur, verið framið af stórfelldu gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 119. gr.
[227. gr. a.
[Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í þeim tilgangi að misnota [annan mann í vændi eða á annan kynferðislegan hátt, í nauðungarhjónaband, í þrældóm eða ánauð, til nauðungarvinnu eða nauðungarþjónustu, þ.m.t. betls, til að fremja refsiverðan verknað] 1) eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að [12 ára fangelsi]: 2)
1. [Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi og við það er beitt eða hefur verið beitt ofbeldi, nauðung, frelsissviptingu, brottnámi, hótun, ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður, eða með því að notfæra sér bága stöðu, fákunnáttu eða varnarleysi viðkomandi eða með því að hagnýta sér yfirburðastöðu sína.] 1)
2. Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára.
3. Að láta af hendi greiðslu eða annan ávinning til að afla samþykkis til misnotkunarinnar hjá manni sem ræður gerðum annars manns.
Sömu refsingu skal sá sæta sem tekur við greiðslu eða öðrum ávinningi skv. 3. tölul. 1. mgr.
Beinist brot skv. 1. mgr. gegn barni skal taka það til greina til þyngingar refsingunni.
Sömu refsingu skal hver sá sæta sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í því skyni að greiða fyrir mansali:
1. Að falsa ferða- eða persónuskilríki.
2. Að annast milligöngu um slík skilríki eða útvega þau.
3. Að halda eftir, fjarlægja, skemma eða eyðileggja ferða- eða persónuskilríki annars einstaklings.] 3)] 4)
1)L. 79/2021, 1. gr. 2)L. 72/2011, 1. gr. 3)L. 149/2009, 6. gr. 4)L. 40/2003, 5. gr.XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.
228. gr.
[Hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni.] 1)
Sömu refsingu varðar það að ónýta eða skjóta undan einkagögnum þeim, sem nefnd eru í 1. mgr.
Sektum eða [fangelsi] 2) allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem hnýsist í hirslur annars manns án nægilegra ástæðna.
[Ákvæði 1.–3. mgr. eiga ekki við þegar háttsemin er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.] 1)
1)L. 8/2021, 2. gr. 2)L. 82/1998, 120. gr.
229. gr.
[Hver sem í heimildarleysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæku formi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar háttsemin er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.] 1)
1)L. 8/2021, 3. gr.
230. gr.
Ef maður, sem hefur eða haft hefur með höndum starf, sem opinbera skipun, leyfi eða viðurkenningu þarf til að rækja, segir frá einhverjum einkamálefnum, sem leynt eiga að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1) Sömu refsingu varðar einnig sams konar verknaður þeirra manna, sem aðstoðað hafa ofangreinda menn í starfi þeirra.
1)L. 82/1998, 122. gr.
231. gr.
Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 6 mánuðum. Þó má beita … 1) fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman.
1)L. 82/1998, 123. gr.
232. gr.
[Ef maður brýtur gegn nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 2 árum.] 1)
Hver, sem opinberlega leggur annan mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi] 2) allt að 1 ári.
1)L. 85/2011, 20. gr. 2)L. 82/1998, 124. gr.
[232. gr. a.
Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 5/2021, 1. gr.
233. gr.
Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 125. gr.
[233. gr. a.
[Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)] 2)
1)L. 13/2014, 2. gr. 2)L. 96/1973, 1. gr.
[233. gr. b.
Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum.] 1)
1)L. 27/2006, 3. gr.
234. gr.
Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr.
Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. gr.
236. gr.
Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 129. gr.
237. gr.
Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.
238. gr.
Ekki er heimilt að færa fram í máli út af meiðyrðum sönnur fyrir refsiverðum verknaði, sem sá, er þeirri sök er borinn, hefur verið sýknaður af með fullnaðardómi í opinberu refsimáli hér á landi eða erlendis.
… 1)
1)L. 80/2017, 2. gr.
239. gr.
Heimilt er að láta refsingu samkvæmt 234. og 235. gr. falla niður, ef tilefni ærumeiðingar var ótilhlýðilegt hátterni þess manns, sem telur sér misboðið, eða hann hefur goldið líku líkt.
240. gr.
Sé ærumeiðingum beint að dánum manni, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 130. gr.
241. gr.
Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.
242. gr.
Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta [saksókn] 1) svo sem hér segir:
1. [Brot gegn ákvæðum [228. gr., 229. gr.], 2) [232. gr.], 3) [232. gr. a], 4) 233. gr., 233. gr. a og 233. gr. b sæta … 1) ákæru.] 5)
2. a. [Brot gegn ákvæðum 230. og 231. gr. sæta ákæru eftir kröfu þess manns sem misgert var við.] 3)
b. [Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta … 1) ákæru eftir kröfu hans.] 6)
c. Hafi ærumeiðandi aðdróttun verið borin fram skriflega, en annaðhvort nafnlaust eða með rangri eða tilbúinni undirskrift, skal brotið sæta … 1) ákæru, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
3. Mál út af öðrum brotum getur sá einn höfðað, sem misgert er við.
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 8/2021, 4. gr. 3)L. 44/2015, 1. gr. 4)L. 48/2021, 1. gr. 5)L. 27/2006, 4. gr. 6)L. 71/1995, 3. gr.XXVI. kafli. Auðgunarbrot.
243. gr.
Fyrir brot þau, er í þessum kafla getur, skal því aðeins refsa, að þau hafi verið framin í auðgunarskyni.
244. gr.
Þjófnaður á fjármunum eða orkuforða varðar fangelsi allt að 6 árum.
Ef þjófnaðarbrot er sérstaklega stórfellt, svo sem vegna verðmætis þess, sem stolið var, eða hvernig hinu stolna eða geymslu þess var háttað, vegna aðferðarinnar, sem höfð var við þjófnaðinn, eða hættu, sem honum var samfara, svo og þegar þjófnaður er framinn af mörgum í sameiningu eða sami maður hefur gerst sekur um marga þjófnaði, þá skal refsing að jafnaði ekki vera lægri en 3 mánaða fangelsi.
245. gr.
Gripdeild varðar sömu refsingu sem þjófnaður.
246. gr.
Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 131. gr.
247. gr.
Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Hafi maður notað peninga annars manns heimildarlaust í sjálfs sín þarfir, þá skal honum refsað fyrir það samkvæmt 1. mgr., hvort sem honum hefur verið skylt að halda peningunum aðgreindum frá sínu fé eða ekki.
248. gr.
Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
249. gr.
Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.
[249. gr. a.
Ef maður á ólögmætan hátt breytir, bætir við eða eyðileggur tölvuvélbúnað, eða gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæku formi, eða hefur með öðrum hætti gert ráðstafanir sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á niðurstöðu tölvuvinnslu, varðar það fangelsi allt að 6 árum.] 1)
1)L. 30/1998, 5. gr.
250. gr.
Fyrir skilasvik skal refsa með allt að 6 ára fangelsi hverjum þeim, sem sekur gerist um eftirgreinda verknaði:
1. Synjar fyrir að hafa tekið við peningaláni eða öðru láni til eignar eða greiðslu, sem endurgjald á að koma fyrir, eða synjar efnda á skyldu með rangri notkun sönnunargagna.
2. Selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans.
3. Hefst nokkuð það að, eftir að bú hans hefur verið tekið til skipta sem þrotabú, eða [meðan hann hefur heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings án undanfarandi gjaldþrotaskipta], 1) sem miðar að því, að eigur eða kröfur búsins komi ekki lánardrottnum þess að gagni.
4. Skerðir rétt einhvers lánardrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum eða mikilli eyðslu, sölu eigna fyrir óhæfilega lágt verð, greiðslu eða tryggingu ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna, stofnun nýrra skulda, sem að mun rýra efnahag hans, eða með öðrum svipuðum hætti.
Nú hefur verknaður, sem í 4. tölul. getur, verið framinn til þess að draga taum einhvers lánardrottins öðrum til tjóns, og skal þá því aðeins refsa lánardrottninum, að hann hafi komið skuldunaut til að framkvæma ívilnunina á þeim tíma, er lánardrottinn sá, að gjaldþrot eða greiðslustöðvun vofði yfir.
Nú hefur brot verið framið, sem lýst er í 4. tölul., án þess að nokkur sérstaklega tryggður réttur sé skertur eða án þess að árangurslaus aðfarargerð, gjaldþrot eða samningsráðstafanir um nauðasamninga án gjaldþrotameðferðar hafi á eftir fylgt, og skal þá því aðeins mál höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.
1)L. 21/1991, 182. gr.
251. gr.
Hver, sem hefur fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
252. gr.
Hver, sem með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað tekur af manni eða neyðir út úr manni fjármuni eða önnur verðmæti, kemur undan hlut, sem verið er að stela, eða neyðir mann til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, sem hefur í för með sér fjárhagstjón fyrir þann mann eða aðra, skal sæta fangelsi ekki skemur en 6 mánuði og allt að 10 árum. Hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.
253. gr.
Hafi maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér með löggerningi hagsmuna eða áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, sem fyrir þá koma eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 132. gr.
254. gr.
Ef maður heldur, án þess að verknaður hans varði við ákvæði 244., 245. eða 247.–252. gr., ólöglega fyrir eigandanum hlut eða öðru verðmæti, sem aflað hefur verið á þann hátt, er í þeim greinum segir, tekur þátt í ávinningnum af slíku broti, aðstoðar annan mann til þess að halda slíkum ávinningi eða stuðlar að því á annan hátt, að halda við ólöglegum afleiðingum brotsins, þá skal honum refsað með allt að 4 ára fangelsi. Refsing má þó vera [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektir, ef sá, sem fyrir sök er hafður, hafði í upphafi komist ráðvandlega að verðmætum þeim, er aflað hafði verið með auðgunarbroti.
Nú standa brot þau, er í 1. mgr. segir, í sambandi við verknað, er varðar við 246. eða 253. gr., og skal þá refsað með sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 133. gr.
255. gr.
Nú hefur maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert auðgunarbrota þeirra, sem hér að framan greinir, áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, og má þá hækka refsinguna um allt að helmingi af þeirri refsingu, sem hann hefði annars hlotið. Hafi hann áður verið dæmdur oftar en einu sinni fyrir auðgunarbrot, þá má refsingin vera tvöfalt þyngri, og þegar svo stendur á, getur refsing fyrir rán orðið ævilangt fangelsi.
256. gr.
Nú hefur eitthvert brot verið framið, sem varðar við 244.–250. gr., 253. eða 254. gr., en einungis er um smáræði að tefla, og má þá, ef sökunautur hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, færa refsingu niður í … 1) sektir, eða jafnvel láta hana falla að öllu leyti niður.
… 2)
Nú hefur brot, sem í 244.–250. og 254. gr. getur, komið niður á nánum vandamanni, og má þá láta málssókn falla niður, ef vandamaðurinn æskir þess.
1)L. 82/1998, 134. gr. 2)L. 39/2000, 8. gr.XXVII. kafli. Ýmis brot, er varða fjárréttindi.
257. gr.
Hver, sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. [Sömu refsingu varðar að senda, breyta, bæta við, þurrka út eða eyðileggja með öðrum hætti án heimildar gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæku formi og ætluð eru til tölvuvinnslu.] 2)
Hafi mikil eignaspjöll verið gerð, eða brot er að öðru leyti sérstaklega stórfellt, eða hafi hinn seki verið áður dæmdur fyrir brot á ákvæðum þessarar greinar eða 164., 165., fyrri málsgrein 168., fyrri málsgrein 176. eða 177. gr., þá má beita fangelsi allt að 6 árum. [Sama er, ef eignaspjöll beinast að loftfari.] 3)
Ef verknaður, sem lýst er í 2. mgr. hér að ofan, hefur verið framinn af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Mál út af brotum, sem í 1. og 3. mgr. getur, skal því aðeins höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.
1)L. 82/1998, 135. gr. 2)L. 74/2006, 3. gr. 3)L. 41/1973, 4. gr.
258. gr.
Ef maður kemur í veg fyrir það með spjöllum á eignum sínum eða undanskoti þeirra, að lánardrottnar hans, einn eða fleiri, geti fengið greiðslu af þeim, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Um málshöfðun út af brotum samkvæmt þessari grein fer eftir sömu reglum sem í síðustu málsgrein 250. gr. getur.
1)L. 82/1998, 136. gr.
259. gr.
[Hver, sem heimildarlaust notar bifreið annars manns, flugfar, skip eða önnur vélknúin farartæki, skal sæta … 1) fangelsi allt að 4 árum eða sektum, ef brot er smávægilegt eða sérstakar málsbætur eru.
Ef maður notar ella hlut annars manns heimildarlaust og veldur honum með því tjóni eða verulegum óþægindum, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
Hver, sem aftrar öðrum manni að neyta réttar síns til umráða yfir hlut, sem hann hefur í vörslum sínum, eða til þess að halda honum, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Mál út af brotum, sem í 2. og 3. mgr. getur, skal því aðeins höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.] 2)
1)L. 82/1998, 137. gr. 2)L. 20/1956, 1. gr.
260. gr.
Hver, sem gerist sekur um gertæki, skal sæta sektum. Út af broti þessu skal ekki höfða opinbera málssókn.
261. gr.
Hafi maður drýgt athafnir sams konar þeim, sem í 248.–250. gr. getur, án þess að auðgunartilgangur þyki sannaður, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 138. gr.
262. gr.
[Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 1., 2. eða 5. mgr. [ 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 1) sbr. og 2. mgr. 22. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, 1., 2. eða 7. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. og 11. gr. laga um tryggingagjald, og gegn 1. eða 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, [sbr. og 1. og 2. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 1. mgr. 16. gr. laga um erfðafjárskatt, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt, og 1. mgr. 12. gr. laga um stimpilgjald], 2) skal sæta … 3) fangelsi allt að 6 árum. Heimilt er að dæma fésekt að auki samkvæmt þeim ákvæðum skattalaga er fyrr greinir.
Sömu refsingu skal sá sæta sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 3. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, 2. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, [3. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 2. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt], 2) 37. og 38. gr., sbr. 36. gr., laga um bókhald eða [122.–124. gr.] 4) laga um ársreikninga, þar á meðal til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra.
Verknaður telst meiri háttar brot skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar ef brotið lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert þeirra brota sem getur í 1. eða 2. mgr., hefur áður verið dæmdur sekur fyrir sams konar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau ákvæði fellur.
[Nú er maður dæmdur sekur um brot gegn ákvæði þessu og má þá í dómi í sakamáli á hendur honum jafnframt banna honum að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meiri hluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár.] 4)] 5)
1)L. 129/2004, 33. gr. 2)L. 69/2021, 13. gr. 3)L. 82/1998, 139. gr. 4)L. 56/2019, 1. gr. 5)L. 39/1995, 1. gr.
263. gr.
Ef maður kaupir eða tekur við hlutum, sem fengnir hafa verið með auðgunarglæp, og hann hefur við móttökuna eða kaupin sýnt af sér stórfellt gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. 1) Ef brot er ítrekað, eða hafi sökunautur áður gerst sekur um auðgunarbrot, þá má beita fangelsi allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 140. gr.
264. gr.
[Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. skal sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. gildir þá eftir því sem við á.
Refsing getur orðið fangelsi allt að 12 árum ef um ræðir ávinning af broti skv. 173. gr. a.
Sé brot skv. 1. mgr. framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.] 1)
1)L. 149/2009, 7. gr.
[264. gr. a.
Hver sem gefur, lofar eða býður manni, sem stjórnar [innlendu eða erlendu] 1) fyrirtæki í atvinnurekstri, [þar á meðal fyrirtæki að hluta eða í heild í opinberri eigu], 2) eða innir af hendi störf á vegum þess, gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert í bága við starfsskyldur hans skal sæta fangelsi allt að [5 árum], 1) eða sektum, ef málsbætur eru.
Ef maður, sem stjórnar [innlendu eða erlendu] 1) fyrirtæki í atvinnurekstri, [þar á meðal fyrirtæki að hluta eða í heild í opinberri eigu], 2) eða innir af hendi störf á vegum þess, heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, og gerir með því eitthvað eða lætur eitthvað ógert í bága við starfsskyldur sínar, skal sæta fangelsi allt að [6 árum], 1) eða sektum, ef málsbætur eru.] 3)
1)L. 66/2018, 2. gr. 2)L. 5/2013, 6. gr. 3)L. 125/2003, 4. gr.XXVIII. kafli. Ákvæði um bætur, brottfall erfðaréttar o.fl.
265. gr. … 1)
1)L. 8/1962, 62. gr.
266. gr.
Hafi fangi, sem ekki er að taka út refsingu, eða fangi, sem afplánar dagsektir eða meðlagsgreiðslur, gerst sekur um agabrot, má ákveða honum sömu viðurlög og mælt er í 47. gr. um varðhaldsfanga, eftir því, sem nánar skal ákveðið [með reglugerð]. 1) Þó mega þau viðurlög ekki hafa í för með sér lenging fangelsisvistarinnar.
Beita má ákvæðum 48. gr. um slíka fanga eftir því, sem við á.
1)L. 100/1951, 4. gr.
267. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 142. gr.XXIX. kafli. …1)
1)L. 82/1998, 143. gr.
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Með sameiginlegu átaki náum við að koma Sævar Kolandavelu í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð á mánudaginn.
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR
- GLÆPUR GEGN MANNKYNI9. janúar, 2024Janet Ossebaard, höfundur heimildarmyndarinnar “The fall of the Cabal” fannst látin á jóladag
- Sameinuðu Þjóðirnar28. desember, 2023Lestrarefni Menntamálastofnunar: Varúð hér býr vampíra – auðlesin sögubók á léttu máli og bókinni fylgir verkefnahefti sem hægt er að vinna samhliða lestri.