Kári: Útilokað að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu - mittval.is

Kári: Útilokað að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu

Faraldurinn líklegast byrjað á rannsóknastofu

Banda­ríska orku­málaráðuneytið hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar á lík­leg­ast upp­tök sín að rekja til leka af til­rauna­stofu.

Þetta kem­ur fram í leyni­legri skýrslu sem ný­lega var af­hent Hvíta hús­inu og mik­il­væg­um þing­mönn­um á Banda­ríkjaþingi.

Banda­ríska dag­blaðið Wall Street Journal grein­ir frá þessu í dag.


Skip­ar sér í lið með FBI

Í um­fjöll­un blaðsins seg­ir að í nýju skýrsl­unni sé varpað ljósi á hvernig ólík­ir ang­ar banda­ríska njósna­sam­fé­lags­ins hafa komið að mis­mun­andi niður­stöðum varðandi upp­runa far­ald­urs­ins.

Orku­málaráðuneytið skip­ar sér nú í lið með al­rík­is­lög­regl­unni FBI, sem einnig hef­ur full­yrt að veir­an breidd­ist lík­lega út eft­ir óhapp á kín­verskri rann­sókna­stofu.

Fjór­ar aðrar stofn­an­ir telja að veir­an hafi átt nátt­úru­leg­an upp­runa og tvær til viðbót­ar eru á báðum átt­um, að sögn blaðsins.


Vís­inda­leg sér­fræðiþekk­ing inn­an ráðuneyt­is­ins

Þessi niðurstaða ráðuneyt­is­ins er reist á nýj­um gögn­um. Þykir hún merki­leg í því ljósi að inn­an veggja ráðuneyt­is­ins er mik­il vís­inda­leg sér­fræðiþekk­ing og einnig vegna þess að und­ir ráðuneytið heyr­ir net banda­rískra rann­sókna­stofa, en sum­ar þeirra fást við háþróaðar líf­fræðirann­sókn­ir.

Dag­blaðið hef­ur eft­ir fólki sem lesið hef­ur skýrsl­una að ráðuneytið leggi ekki mikið traust á sitt eigið mat.

Al­rík­is­lög­regl­an komst eins og áður sagði að þeirri niður­stöðu að leki af rann­sókna­stofu hefði valdið far­aldr­in­um. Lagði hún svo­kallað „miðlungs­traust“ á það mat sitt og hef­ur haldið sig við það.


Kári: Útilokað að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu

Í þættinum ræða Sölvi og Kári um uppruna Covid og möguleikann á að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu: ,,Það er nánast útilokað að þessi veira hafi orðið til á rannsóknarstofu, einfaldlega vegna þess að það er mjög flókið verkefni. Og mér finnst það býsna alvarlegt af framkvæmdastjóra alþjóðaheilbrigðis stofnunarinnar WHO að halda því fram að það sé ekki búið að afsanna það að Kínverjar hafi búið til þessa veiru á rannsóknarstofu. Þegar maður kemur fram með svona nýstárlega kenningu hvílir á manni að sanna hana, en ekki annarra að afsanna hana. Það er annað sem þessi sami framkvæmdastjóri hefur gert nýlega sem gerir það að verkum að ég hef enga trú á þessum manni lengur. Hann er að kvarta yfir því að Evrópusambandið hafi hafi ekki verið nógu duglegt að ná sér í bóluefni.

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 526 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻