Ráðhúsið í Ósló Norskir blaðamenn fá tækifæri til að kynna sér Icesave-málið á fundi í Ósló í febrúar. Tveir Íslendingar verða fyrir svörum.

„Við erum óánægð með að aðstoð Norðmanna skuli vera skilyrt samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Við viljum sjá lánafyrirgreiðslu í tvíhliðasamningum án aðkomu sjóðsins,“ segir Emilie Ekeberg, formaður Noregsdeildar Attac, alþjóðlegra baráttusamtaka sem berjast fyrir rétti einstaklinga andspænis alþjóðavæðingunni og landamæralausu fjármálakerfi.

Samtökin hyggjast taka Icesave-málið upp á sína arma og hafa í því skyni boðað til opins fundar með fulltrúum stjórnarflokkanna þriggja í Ósló hinn 4. febrúar næstkomandi, þar sem gestir verða Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir frá Attac á Íslandi.

„Fund­ur­inn gekk mjög vel. Við út­skýrðum okk­ar mál og svo hl­ustuðum við á þing­menn­ina. Það voru tveir á okk­ar bandi, ann­ar frá Miðflokkn­um og hinn frá Sósíal­íska vinstri­flokkn­um, en jafnaðarmaður­inn var óhagg­an­leg­ur eins og þeir eru heima,” sagði Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur um fjöl­sótt­an fund Attac-sam­tak­anna um Ices­a­ve-málið í Ósló síðdeg­is í gær.

Með Ein­ari Má í för voru Bjarni Guðbjarts­son og Gunn­ar Skúli Ármanns­son, sem einnig eru í Attac, en rit­höf­und­ur­inn var kom­inn með ann­an fót­inn í mynd­ver norska rík­is­sjón­varps­ins þar sem hann var á leið í „Kast­ljósviðtal” þegar Morg­un­blaðið náði tali af hon­um.

Hann seg­ir fund­ar­gesti hafa verið á bandi Íslands. „Al­ger­lega. Al­menn­ing­ur skil­ur vel okk­ar sjón­ar­mið þegar hann heyr­ir hvað þetta er há upp­hæð í norsk­um krón­um ef hún væri yf­ir­færð á hvern Norðmann.”


Ber að aðstoða Íslendinga

Ekeberg telur norsku stjórnina ekki hafa gert nóg fyrir Ísland.„Við erum þeirrar skoðunar að Noregi beri að koma Íslendingum til aðstoðar og standa með þeim án skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Við teljum að Icesave-málið og efnahagsáætlunin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt fram fyrir Ísland eigi þátt í að dýpka íslensku fjármálakreppuna.

Því lítum við svo á að Noregur sé ekki að hjálpa Íslandi eins og stendur, á sama tíma og við erum í einstakri stöðu til að koma Íslendingum til aðstoðar með lánafyrirgreiðslu, enda eigum við fé til reiðu í olíusjóðnum.“

Styrkti samningsstöðuna

Ekeberg telur þörfina brýna.„Slíkt lán myndi styrkja samningsstöðu Íslands í Icesave-málinu og í endurreisn fjármálakerfisins […] Við höfum reynt að afhjúpa þá goðsögn að Noregur hafi reynst Íslendingum mikil stoð í kreppunni.“

Ekeberg bendir á að Bretar og Hollendingar hafi dregið úr eftirliti með fjármálamarkaði. Báðar þjóðir hafi leyft Landsbankanum að opna og auglýsa Icesave og því sé hrun reikningsins ekki vandamál sem Íslendingar eigi einir að takast á við.


Skipti byrðunum á jafnari hátt

Hún telur að skipta eigi skuldabyrðinni vegna Icesave á jafnari hátt á herðar ríkjanna þriggja, eftir stærð hagkerfisins og íbúafjölda.Innt eftir því hversu sýnileg samtökin hafi verið í að halda á lofti málstað Íslands í Icesave-deilunni segir Ekeberg að þau hafi skrifað um málið í Klassekampen og ýmis héraðsblöð, auk þess að gera um 5.000 félagsmönnum sínum grein fyrir ofangreindum sjónarmiðum.

Hún segir Norðmenn áhugasama um málið og væntir þess að blaðamenn og almenningur sýni febrúarfundinum áhuga, enda hafi skort á að íslenska stjórnin geri Norðmönnum skýrari grein fyrir málstað sínum í Icesave-málinu og þeim byrðum sem falla munu á íslensku þjóðina vegna samningsins.

Þurfa meiri upplýsingar

Helge Ryggvik, sérfræðingur í hagsögu við Háskólann í Ósló, tekur undir að ekki hafi farið mikið fyrir málflutningi fyrir málstað íslenskra stjórnvalda í málinu.Fæstir Norðmenn hafi miklar upplýsingar um málið og því gæti kynning á málsatriðum haft áhrif á skoðanamyndun í landinu.