Þúsund Danir sækja um bætur vegna bólusetningar en lágt hlutfall samþykktra umsókna sýnir að bóluefnin eru örugg - mittval.is

Þúsund Danir sækja um bætur vegna bólusetningar en lágt hlutfall samþykktra umsókna sýnir að bóluefnin eru örugg

RÚV

13.07.2022

Fleiri en þúsund Danir hafa sótt um bætur frá hinu opinbera vegna líkamlegs tjóns sem þeir telja að sé af völdum bólusetningar við kórónuveirunni. Nær helmingi umsókna hefur verið hafnað en lítill hluti samþykktur.

Berlingske greinir frá þessu en stofnun sem sér um kvartanirnar hefur afgreitt um helming þeirra.

Alls hafa ellefu hundruð þrjátíu og átta sótt um bætur. Þar af hefur stofnunin samþykkt kröfur þrjátíu og tveggja en hafnað um fimm hundruð.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Karen-Inger Bast, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að sanna þurfi að tengsl séu á milli bólusetningar og þeirra líkamlegu kvilla sem hrjá umsækjendur.

Það hafi alla jafna ekki tekist. Þá þurfi aukaverkanirnar að vera alvarlegar og sjaldæfar.

Að sögn Bast sækja um tíu til fimmtán um í hverri viku. Það hljómi eins og mikill fjöldi en hafa beri í huga hversu margir voru bólusettir á skömmum tíma gegn kórónuveirunni. Í því samhengi sé fjöldinn ekki svo mikill.

Lágt hlutfall samþykktra umsókna sýnir að bóluefnin eru örugg, að sögn Bast. Vissulega veikist margir eftir bólusetningu en þau veikindi séu ekki endilega tengd sprautunni.

Tíu af þeim sem fengu bætur glíma við lömun í andliti eftir bólusetninguna og sex fengu blóðtappa.

 


SKRÁÐAR AUKAVERKANIR HJÁ LYFJASTOFNUN ÍSLANDS

Myndlýsing ekki til staðar.

Sjá https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19


Sundurliðun tilkynninga

Til dagsins í dag hafa 293 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun* borist Lyfjastofnun. Skiptast þær svo milli bóluefnanna:

Comirnaty (BioNTech/Pfizer):

149 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 27 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Sjö andlát vörðuðu eldri*** einstaklinga, fjórir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Tvö andlát varða einstaklinga á aldursbilinu 55-64 ára, þar sem annar þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
  • 80 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af þrettán lífshættulegt ástand).
  • 26 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Ellefu tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
  • Fimm tilkynningar varða fósturmiska.

Spikevax (Moderna):

41 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát aldraðs** einstaklings.
  • 30 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
  • Ein tilkynning varðar lífshættulegt ástand þar sem ekki kom til sjúkrahúsvistar.
  • Fjórar tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
  • Fjórar tilkynningar varða fósturmiska.

Vaxzevria (AstraZeneca):

84 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Sjö tilkynningar varða andlát; fjögur andlát varða eldri*** einstaklinga, tveir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Þrjár tilkynningar varða andlát einstaklinga á aldursbilinu 60-64 ára; Einn þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
  • 60 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 24 lífshættulegt ástand).
  • 13 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Þrjár tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
  • Ein tilkynning varðar fósturmiska.

COVID-19 Vaccine Janssen:

19 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát eldri*** einstaklings
  • 13 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af þrjár lífshættulegt ástand).
  • Þrjár tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
  • Ein tilkynning varðar fósturmiska.

*Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.
** Aldraðir einstaklingar eru hér skilgreindir 75 og eldri.
*** Eldri einstaklingar eru hér skilgreindir á aldursbilinu 65-74 ára.
****Tilkynningar sem metnar eru sem klínískt mikilvægar geta varðað ýmis einkenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til innlagnar á sjúkrahús.

Fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkanir og alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum 5-11 ára:

  • Tólf tilkynningar hafa borist og þar af er engin alvarleg.

Fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkanir og alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum 12-15 ára:

  • 44 tilkynningar hafa borist og þar af eru fjórar alvarlegar.

Tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar með örvunarskammti

  • Í ágúst 2021 bárust þrjár tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir sem tengdust örvunarbólusetningu. Tvær þeirra vörðuðu bóluefnið Comirnaty og ein Spikevax.
  • Í september 2021 barst ein tilkynning um alvarlega aukaverkun sem varðaði örvunarbólusetningu með Comirnaty.
  • Í október 2021 bárust fjórar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna örvunarbólusetningar. Tvær þeirra vörðuðu bóluefnið Comirnaty og hinar tvær Spikevax.
  • Í nóvember 2021 bárust fjórar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar örvunarbólusetningar og vörðuðu þær allar bóluefnið Comirnaty.
  • Í desember 2021 bárust sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna örvunarbólusetningar. Fjórar þeirra vörðuðu bóluefnið Comirnaty og hinar tvær Spikevax.
  • Í janúar 2022 bárust fjórar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir sem tengdust örvunarbólusetningu. Þrjár þeirra vörðuðu bóluefnið Comirnaty og ein Spikevax.
  • Í febrúar 2022 liggja tölur ekki fyrir um alvarlegar aukaverkanir sem tengdust örvunarbólusetningu.
  • Tölur um alvarlegar aukaverkanir varðandi örvunarbólusetningu í mars 2022 liggja ekki fyrir.
  • Tölur um alvarlegar aukaverkanir sem varða örvunarbólusetningu í apríl 2022 liggja ekki fyrir.

Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/frettir/covid-19-sundurlidun-tilkynninga-vegna-gruns-um-alvarlega-aukaverkun-i-kjolfar-bolusetningar-29


Myndlýsing ekki til staðar.


 

 

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 525 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻