Þórólfur gat ekki sagt hvort hann myndi láta bólusetja sig þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin – Átta vikum síðar hófust bólusetningar gegn Covid19 á Íslandi
Þórólfur gat ekki sagt til um hvort hann myndi láta bólusetja sig gegn Covid19, þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin og kynna sér málið betur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í þættinum Kompás þann 20. október, aðeins 8 vikum áður en bólusetningar gegn Covid19 hófust á Íslandi.
Myndir þú taka bóluefni Þórólfur sem væri búið að þrá svona hratt ?
Svar: Ja, ég get ekkert svarað því núna . . Ég myndi fyrst að sjá hvernig, hvað rannsóknir muni segja um bóluefnið, þannig að ég myndi nú ekki telja sjálfan mig vera í neinum forgangshópi, þannig að, þannig að, það eru ýmsir þættir sem að ég þyrfti að skoða í því samhengi . . .
9. desember 2020 —Þegar búið að tryggja bóluefni fyrir 87% þjóðarinnar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að búið sé að vinna drögað reglugerð um forgangsröðun þegar kemur að bólusetningu við Covid-19. Heilbrigðisstarfsfólk og annað framlínufólk verður í forgangi og þá viðkvæmir hópar samfélagsins.
„Við erum með reglugerð í drögum og þar erum við með forgangsröð sem er að mestu leyti í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til, þar sem heilbrigðisstarfsfólk og annað framlínustarfsfólk er í forgangi,“ sagði Svandís við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Svandís: „Reglugerðadrögin eru komin og við erum bara að fara yfir þau.“
Fréttamaður: Ráðamenn þjóðarinnar, eru þeir framarlega í röðinni?
Svandís: „Það er ekki beinlínis fjallað um það í reglugerðardrögunum sem ég er með fyrir framan mig núna.“
Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur.
„Ég hef skorað á þá heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana sem ekki eru að sinna sjúklingum að bíða þar til að þeim kemur og ég hlíti mínum eigin fyrirmælum. Ég bíð bara þar til kemur að mér í aldri og það er ekkert alveg ljóst hvenær það verður,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.
Þórolfur er fæddur árið 1953, en bólusetningar á árganginum fæddum 1951 hófust í vikunni. Svo gengur þetta áfram kolli af kolli en Íslendingum eiga að berast um 62.000 skammtar af bóluefni í mánuðinum.
Sóttvarnalæknir gengur með sinni persónulegu ákvörðun á undan með góðu fordæmi fyrir þann fjölda óvirkra heilbrigðisstarfsmanna, sem er hvattur til að víkja fyrir fólki sem frekar þarf á bólusetningu að halda.
Þórólfur: „Það munu sirka 10% fá alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu“
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR