Hvenær er hatursorðræða "hatursorðræða" og hvenær er hún það ekki Guðmundur Ingi? - mittval.is

Hvenær er hatursorðræða “hatursorðræða” og hvenær er hún það ekki Guðmundur Ingi?

Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum.

Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim.


Hvað finnst Guðmundi Inga þá um þessa hatursfullu árás Daníels E. Arnasonar úr ræðustól Alþingis?

Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78.

Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78.VÍSIR/EGILL

Máli Sam­takanna 22 gegn varaþing­manni VG vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar.

Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu.

„Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni.

Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma

Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök.

„Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði.

Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni.


Báðum liðum vísað frá

Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá.

Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn.

Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni


Eldur De Ville formaður samtakanna ´22 skrifar:

Á sama tíma og við vorum í Reykjavík síðdegis tók framkvæmdarstjóri Samtakanna 78, til máls í ræðustól Alþingis í krafti stöðu sinnar sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svarvarsdóttir.

Þar réðist hann að umsagnaraðilum og reyndi að bendla samtökin okkar og aðra umsagnaraðila við haturssamtök, nýnasista og annað undarlegt.

Það getur varla talist annað en öfgafullt að maður sem segist starfa í þágu samkynhneigðra ráðist með þessum hætti á samtök homma og lesbía, og samtök fagfólks og á transfólk sem einnig skiluðu inn umsögnum gegn frumvarpinu.

https://www.samtokin22.is/media/rs-r-rustl-alingis

Við lögðum fram umkvörtum til forseta Alþingis vegna þessa ummæla og vegna augljósra hagsmunaárekstra Daníels.

Tekist á um bælingarfrumvarp – Vísir (visir.is)

Umkvörtun okkar var vísað frá sökum þess að Daníel sat einungis í eina viku á þinginu og náði því reglurnar um hagsmunaskráningu ekki til hans. Þær ná aðeins til þingmanna sem sitja á þingi í 4 vikur eða lengur.

Daníel er á fullum launum sem framkvæmdarstjóri Samtakanna 78, sem einnig skiluðu inn umsögn um frumvarpið.

Daníel hefur hvorki beðið okkur afsökunar, né dregið ummælin til baka eða fært nein rök eða gögn máli sínu til stuðnings.


Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings

1. gr.
Tilgangur.

Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna og trúnaðarstörf þeirra utan þings og þar með auka gagnsæi í störfum Alþingis.

2. gr.
Skylda til þess að skrá upplýsingar.

Alþingismenn skulu innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings.

Alþingismenn skulu viðhalda skráningu sinni með því að skrá nýjar upplýsingar og viðbótarupplýsingar innan mánaðar frá því að þær liggja fyrir.

Skylda til að skrá upplýsingar samkvæmt reglum þessum tekur einnig til:

  1. varaþingmanna sem taka fast sæti á Alþingi,
  2. varaþingmanna sem hafa setið fjórar vikur samfellt á þingi og
  3. ráðherra sem eru ekki þingmenn.

Þeim sem taka sæti á Alþingi og hafa setið skemur en fjórar vikur samfellt á þingi er heimilt að skrá hagsmuni sína samkvæmt reglum þessum.


Hegningalög -XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.


 Opinber starfsmaður, sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 61. gr.

 144. gr.
 Hafi maður af stórfelldu gáleysi gerst sekur um verknað, sem refsiverður væri eftir 142. gr. eða 2. mgr. 143. gr., ef um ásetningsverk hefði verið að ræða, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum]. 1)
1)L. 82/1998, 63. gr.

 


Hvað finnst Guðmundi Inga um þessa hatursfullu árás Sigmars Guðmundssonar þingmann Viðreisnar í garð Elds De Ville?

Gæti verið mynd af map og texti


Hegningalög -XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.

 235. gr.
 Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. gr.


Hatursorðræða er ekki skilgreind í íslenskum lögum. -engin þörf á aðgerðaáætlun

Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður

Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sett fram er óþörf. Að auki er engin skilgreining í íslenskum lögum um hvað hatursorðræða er og í hverju hún felst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ernu Ýrar Öldudóttur blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Aðgerðirnar sem eru margvíslegar og eru sagðar ætlaðar til þess að bæta stöðu og réttindi fólks sem sé í viðkvæmri stöðu fyrir því að verða fyrir hatursorðræðu, til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og segir um málið í tillögunni.

Erna sem hefur sent Alþingi umsögn vegna málsins segist hafa sent umsögnina fyrst og fremst vegna þess að tjáningarfrelsið sem sé stjórnarskrárvarið sé hornsteinn vestrænnar menningar og lýðræðis.

Hún segir að það sé ekki að sjá að samfélagið sé svo plagað af hatursorðræðu að það sé einhver brýn þörf fyrir sérstaka aðgerðaráætlun af þessu tagi. Í umsögn sinni bendir Erna Ýr á að þar sem til standi með þessu að skerða tjáningar og skoðanafrelsi borgaranna þurfi að liggja fyrir brýnir almannahagsmunir, ekki hafi verið færð rök fyrir því hverjir þeir hagsmunir séu eða af hverju, auk þess sem hatursorðræða hafi ekki verið skilgreind.

Erna segir að á fundi sem haldinn var í Hörpunni þar sem farið var yfir málið hafi verið sérfræðingur á staðnum sem hafi farið yfir það hvernig hatursorðræða sé skilgreind erlendis og hjá alþjóðastofnunum en það hafi ekki verið nein samræmd skilgreining á því, heldur hafi hugtakið verið mjög opið og óljóst.

Þá bendir Erna að upphaf reglna sem eiga að sporna við hatursorðræðu hafi verið eftir seinni heimsstyrjöldina til þess til dæmis að það endurtæki sig hvernig nasistar komu fram við þegna sína með hatursorðræðu, til dæmis auglýsingaherferðum gegn gyðingum. Þannig hafi reglur sem þessar verið settar til þess að stöðva stjórnvöld í því að ofsækja almenna borgara.

Eitt af því sem aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu gerir ráð fyrir er að opinberir starfsmenn sitji fræðslunámsskeið um hatursorðræðu og hefur forsætisráðherra sagt að því verði fylgt fast eftir og fylgst verði með mætingunni með sérstöku mælaborði.

Erna segir að þessi nálgun Katrínar sé meira í líkingu við það sem gerist í alræðisríkjum en ekki lýðræðisríkjum og vonar að opinberir starfsmenn spyrni við fótum og ræði við sitt stéttarfélag ef það á að þvinga þá gegn sínum vilja til þess að sitja slíkt námsskeið.

„Mér finnst þetta svívirða að leggja þetta til því eins og ég sagði áðan þá var þetta upphaflega sett fram til þess að hafa hemil á stjórnvöldum en núna ætlar forsætisráðherra að snúa þessu á haus og nota þetta til þess að ráðast gegn borgurunum. Ég sé þetta bara sem árás því það er engin heimild fyrir þessu, hvorki í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmálum, það er búið að snúa þessu við og þau eru ófær um að skilgreina hvað sé hatursorðræða“ segir Erna.

 


Tjáningarfrelsi og íslenskur réttur

Gæti verið mynd af texti


Tjáningarfrelsi er verndað í 73. grein stjórnarskrárinnar og hljóðar hún svo;

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Þetta ákvæði var tekið upp í stjórnarskrána 1995, en þá var mannréttindakafli hennar endurskoðaður.

Eldra ákvæðið var ekki jafn ítarlegt og hafði ekki átt stórt hlutverk í réttarframkvæmd á þessu sviði.



HEIMILDIR

https://www.visir.is/g/20232466084d/mikil-vaegt-ad-folk-geti-stigid-fram-og-greint-fra-hatur-s-ord-raedu

https://www.humanrights.is/…/ymiss…/tjaningarfrelsi

https://www.visir.is/g/20222340191d

https://www.visir.is/g/20222349122d/mali-sam-takanna-22-gegn-varathing-manni-vg-visad-fra

*https://www.facebook.com/photo.php?fbid=3165002053805938&set=pb.100008885230970.-2207520000&type=3

https://www.samtokin22.is/media/rs-r-rustl-alingis

*https://utvarpsaga.is/hatursordraeda-er-ekki-skilgreind-i-islenskum-logum-engin-thorf-a-adgerdaaaetlun

https://www.althingi.is/um-althingi/upplysingar-um-althingi/reglur-settar-af-forsaetisnefnd-/thingmenn-og-thingflokkar/hagsmunaskraning

 

 

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 526 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻