Frá Flokksræði til Lýðræðis – Sagan Sögð
Ég var talsmaður í baráttuhópnum Nýjum Tímum frá upphafi til en hópurinn var stofnaður í október 2008. Við stóðum að skriflegum mótmælum og héldum úti “Ákalli til þjóðarinnar” á Facebook. Meðlimir hópsins voru:
- Sturla Jónsson vörubílstjóri sem stjórnaði vörubílamótmælunum 2007
- Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræðingur & menningarmiðlari
- Snorri Ásmundsson listamaður
- Andri Sigurðsson grafískur hönnuður.
- Biggi Veira tónlistarmaður & meðlimur í Gus Gus
Mótmælasamtökin NÝIR TÍMAR
Stefnuyfirlýsing Nýrra Tíma.
Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð.
Vilji okkar er að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum. Hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf sem framundan er. Stjórnmálamenn, fjármálamenn og stjórnsýsla eru flækt í gagnkvæma hagsmunagæslu gróðafíknar og valdagræðgi. Við krefjumst þess að gripið verði tafarlaust til markvissra aðgerða til að bjarga fjárhag heimilanna og lífvænlegra fyrirtækja og óhikað verði gengið að þeim auðmönnum sem ábyrgð bera á hruninu.
Samhliða endurnýjun fullveldisins þarf að fara fram víðtæk alþjóðleg rannsókn á öllu því sem miður hefur farið undanfarna áratugi, þar sem aðgangur rannsóknarnefnda og fræðimanna að gögnum verður óhindraður og frysting á eignum auðmannana sem teljast hafa gerst brotlegir verði tafarlaust frystar. Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósannsgjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum. Við viljum að Ríkisstjórnin víkji frá og skipuð verði tímabundin utanþingstjórn, sk. neyðarstjórn og að óháðum erlendum aðilum verði boðið að að aðstoða okkur eftir fremsta megni að rannsókn og uppbyggingu okkar samfélags
Utanþingsstjórn var við völd 1944. Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar, sem sat þegar lýðveldið var stofnað, er eina utanþingsstjórnin sem setið hefur hér á landi. Við stöndum sameinuð um þessa undirstöðuþætti í „Nýjum tímum“ og munum beita öllum löglegum aðferðum til að knýja þá fram, í nafni réttlætis.
Þegar við höfum náð fram kröfum okkar getum við farið að ræða framhaldið.
Bókin “Bylting“, eftir baráttufélaga minn og góðvin Hörð Torfason sem segir m.a í bók sinni að ,,það hefði aldrei orðið bylting án Cillu Ragnars“.
MÓTMÆLI VIÐ RÁÐHERRABÚSTAÐINN
Samtökin NÝIR TÍMAR héldu sinn fyrsta mótmælafund 25. október árið 2008.
Við unnum saman á undirbúningi mótmælanna heima hjá Snorra Ásmundssyni í Álafosskvosinni en ég hafði fengið tvær konur til að halda ræður á mótmælunum, önnur þeirra var forstjóri mæðrastyrksnefndar og hin forstjóri Rauðakrossins. Mótmælin áttu að hefjast klukkan 13:00 með göngu frá Alþingishúsinu og út Tjarnagötuna að Ráðherrabústaðnum en þar á ráðherra tröppunum áttu ræðumenn að að halda ræður.
Klukkan ellefu um morguninn fékk ég símtöl frá báðum konunum og mér sagt að þeim hafi verið hótað ef þær myndi tala og allir ríkisstyrkir myndu verða teknir af þeim er þæt opnuðu á sér munninn. Mér varð brugðið en tók á það ráð að hringja í Ómar bróður minn og Arnrúði Karlsdóttur útvarpskonu á Sögu og þau slóu bæði til og mættu.
Það var mikill fjöldi sem mætti og hátt í 700 manns og gekk allt vel að lokum. Slagorð samtakanna var: “VÍK BURT RÍKISSTJÓRN” og “VANHÆF RÍKISSTJÓN”. Þar kynntu þau sig sem þverpólitísk samtök. Nýir tímar kröfðust þess að ríkisstjórn Íslands færi frá völdum, að UTANÞINGSTJÓRN tæki við og að boðað yrði til kosninga STRAX.
TRUKKAMÓTMÆLIN
Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. Hópurinn hefur sameinast undir nafninu Nýir tímar og stendur fyrir kröfugöngu á laugardag klukkan 14. Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn og að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður.
Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar.
Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax.
Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag. Sættir hafi náðst snemma í vikunni og nú vinni menn saman að baráttunni. Hún segir hin nýju samtök óháð stjórnmálum og peningaöflum og að gríðarlegur áhugi sé fyrir mótmælunum. Sérstaklega sé mikið um ungt fólk sem sé orðið þreytt á ástandinu.
,,Við viljum allt nýtt, nýja hugsun og ný gildi í þessu landi,” segir Sigurlaug og bætir við að nú gildi að fólk sameinist í eitt skipti fyrir öll. „Nú er unga fólkið rísa upp og það verður áberandi í göngunni. Krafan er skýr, vík burt ríkisstjórn og kosningar strax!
,,Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa svoleiðis upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni,” segir Sigurlaug.
Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira.
Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax. Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag.
Iceland is going through a moment of truth for the future of its revolts. The citizen movements of the past few months today find themselves confronted by conservative forces that have regained their confidence. “We’re fighting monsters who have been prospering for over a hundred years. The Independence Party and some of the banks on the island have evolved together since the early years of the twentieth century, and it’s not easy to get rid of them.” said The Movement’s spokes person Sigurlaug Ragnarsdottir.
SKJALDBORG
Október 2008 – Janúar 2009
Ég er listfræðingur með B.A gráðu í sögu, menningu og listum egypta, rómverja og grikkja á tímabilinu 10.000 f. Kr til 500 e. Kr frá klassísku listaháskóladeildinni í Lundi í Svíþjóð, þar á meðal hernaðartækni á stór-miðjarðasvæðinu og litlu Mesapótamíu, þá aðallega stríðstækni persa, rómverja og grikkja.
Þar sem mótmæli okkar voru bæði kæfð niður og hundsuð af íslenskum þingmönnum strax í upphafi þá lagði ég hugann í bleyti og hugsaði með mér hvernig komumst við inn á Alþingi án þess að brjóta lögin en eins og allir vissu þá var var ég í góðum samskiptum við lögregluna í Reykjavík, þá aðalega Geir Jón.
Ég sem talsmaður mótmælanna þá hafði ég alltaf samband við lögregluna og sendi þeim boð um að við værum að boða til friðsamlegra mótmæla þar sem við værum alfarið á móti öllu ofbeldi og ef slíkir aðilar slæddust inn í mótmæli okkar þá væri það ALDREI á okkar vegum.
Eftir smá umhugsun þá datt mér í hug að væri ráð að beita “falang – stríðstækni” grískra spartverja í tveimur liðum og svo settist ég niður og rissaði planið upp. Ég var með 89.000 meðlimi í facebook hópnum okkar “Ákall til þjóðarinnar” og þar sendi ég út allskyns boð sem íslendingar voru fljótir að grípa og fara eftir. Á hverjum miðvikudegi skipulagði ég Skjaldborgarmótmæli við Alþingishúsið kl 11:00 og strategían var á þessa vegu:
Ég sendi uppkast af einu A – 4 bréfi sem ég sendi síðan á alla fb meðlimi okkar á hverju þriðjudagskvöldi sem þeir áttu hver og einn að senda kl 7 næsta dag á aðra 100 fb vini og biðja þá um að senda áfram á aðra tíu tilbúna fb vini og þannig koll af kolli. Við sendum tug þúsundir tölvupósta á alla alþingismenn, svo mikið var álgið að tölvukerfið þeirra hrundi. Síðan hittumst við um 500 manns kl 11 við alþingishúsið og mynduðum keðju utan um það með handabandi og neituðum alþingismönnunum að komast út úr húsinu milli 11.30 og 13:00.
ÞINGMENN FÓRU Í PANIK
Þingmenn fóru panik þar sem þeir höfðu engan aðgang að netinu í tölvunum sínum og fóru þá að gera allskyns mistök með farsímana sína, sendu út allskyns sms og endaði þannig að Ingibjörg Sólrún sendi óvart tætara boð inn á DV í stað vinkonu sinnar og allt varð vitlaust.
Ingibjörg varð þá allt í einu mjög veik með heilaæxli og hvarf af vettvangi. Og þannig gekk þetta.
Koll af koll fóru þau öll í panik á hverjum miðvikudegi frá miðjum nóvember fram í janúar, gerðu allskyns mistök í óðagáti sem endaði alltaf með þurfti einn þingmaður að segja af sér, Guðni Ágústsson, þar næsta miðvikudag Bjarni Harðarson og að lokum Björgvin Sigurðsson. viðskiptaráðherra.
https://www.facebook.com/dorisig/videos/10155127096492251
Guð blessi Ísland er heimildarmynd um efnahagshrunið og búsáhaldabyltinguna. Í gegnum myndina er fylgst með Sturlu Jónssyni taka þátt í mótmælunum, stefna á þing fyrir Frjálslynda flokkinn og tapa öllu sínu í hruninu. Hann og hans fjölskylda voru í góðum málum. Áttu tvær blokkaríbúðir, byggðu sér hús af elju, en svo dundu ósköpin yfir: Sturla varð atvinnulaus og skuldir hrönnuðust upp. Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson var fyrir tilviljun staddur á Íslandi 6. október 2008 þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt sína frægu ræðu rétt fyrir setningu neyðarlaganna.
- https://www.facebook.com/510892250/videos/pcb.2242363882459096/10155459040747251
- https://www.facebook.com/510892250/videos/pcb.2242363882459096/10155459041002251
- https://www.facebook.com/dorisig/videos/10155458988187251
- https://www.facebook.com/510892250/videos/pcb.2045787412116745/10155188035382251
Tilkynning viðskiptaráðherra kemur aðeins tveimur dögum eftir að Geir Haarde, forsætisráðherra landsins, tilkynnti að haldnar yrðu snemmbúnar þingkosningar í maí.
Að sögn talsmanns Haarde forsætisráðherra er hugsanlegt að ríkisstjórnin falli innan fárra daga. Ef það gerist verður hún fyrsta ríkisstjórn Evrópu sem fellur vegna fjármálakreppunnar. Íslendingar hafa ítrekað sýnt gegn stjórnvöldum síðan í nóvember þegar kreppan skall á. Mótmælendurnir krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér þegar í stað. Í gær komu rúmlega 5.000 Íslendingar saman til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í Reykjavík.
Guðni Ágústson gerði líka vitleysu viku seinna, Bjarni Harðar vikunni þar á eftir og Björgvin G. Sigurðsson var síðastur til að segja af sér en þarna stóðum við frá byrjun nóvember 2009 og nánast út janúar.
Um jólin mættum við Hörður Torfa fyrir framan Alþingishúsið þrjá daga í röð og héldum þagnaðarmótmæli milli jóla og nýárs til að minna þau á að þrátt fyrir fína jólafríð þeira þá voru við ekkert að klikka á vaktinni. Innan við mánuði seinna var ríkisstjórnin kolfallin.
MÓTMÆLI VIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Mótmælendur, sem í kvöld hafa haldið sig við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélag Reykjavíkur hélt fund í Þjóðleikhúskjallaranum, eru nú á leið niður í miðbæinn á ný. Mannfjöldi var á Hverfisgötu í kvöld en allt fór að mestu friðsamlega fram. Þó var kveikt bál á stéttinni framan við Þjóðleikhúsið.
Við Hörður mótmæltum líka annarstaðar, fórum með kæru til ríkissaksóknara og lögðum fram kæru vegna Glitnis. Ég stóð fyrir hundruðum skriflegra mótmæla, m.a vegna sölu á KPMG á Kaupþingi sem var stöðvuð í nóv´08, skrifuðum sænskum þingmönnunum og fjölmargt fleira. Stend fyrir slíkum skrifum enn í dag og síðasta áskorunin í kringum mál Jón Jósefs varð til þess að fjölþingmenn svöruðu og vildu taka málið fyrir á þinginu.
Við unnum saman í sk. Tink – Tank hópi allt fram í mars 2009 þá stundum oft í viku og það var eitt það ánægjulegasta samstarf sem ég hef átt í gegnum tíðinina. Þar var gagnkvæm virðing, vinsemd, gífurlega atorka og framkvæmdarsemi sem var einstök. Þar heyrði ég fyrst hugmyndina um breytingarframboð fyrst og likaði hún mjög vel, hú var í raun alger snilld.
Ég hafði engan áhuga á að fara inn í flokkana og reyna að ná lýðræðisumbótum þar eins og sum okkar gerðu. Fyrir mér er það vita vonlaust þar sem að samtryggingin er rótgróin og 4 flokkurinn í raun bara einn flokkur. Við vildum finna leið til að komast inn á þing, gera breytingar í stjórnarskrá til að uppræta spillinguna og koma á lýðræði. Leggja síðan hreyfinguna niður. sbr. ” Hit and Run “.
Hugmyndafræðin á bak við þetta “breytingarframboð” var unnin í Akademíuhópnum. Það sem skiptir máli í dag er sú að grundvallarhugmyndin um að ná kjöri komast inn á þing, var frumforsenda framboðsins. Að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá, koma á persónukjöri og stjórnlagaþingi. Fara frá flokksræði til lýðræðis, uppræta flokksræðið á Íslandi – leggja síðan þetta “hit – and run framboð niður”.
SAMSTAÐA
Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum.
Samstaða hélt síðan borgarafund um persónukjör og kosningalög í Iðnó í febrúar 2009.
Talsmaður: Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir – Er það mögulegt?
Ræðumenn: Þorkell Helgason sem vann að núverandi kosningalögum Ómar Ragnarsson – talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Merki Borgarahreyfingarinnar — appelsínugul slaufa — vísar til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru. Það má segja að flestir sem komu úr allir sem komu úr Nýjum tímum, Akademínunni og úr Lýðveldisbyltingunni eru þeir sem hafa fylgt þingmönnunum og stofnað Hreyfinguna. Við erum ekki nýtt framboð heldur sama fólkið sem höfum unnið saman í heilt ár og afkastað ótrúlegustu hlutum. Við erum með mjög skýra stefnu, afkastamikla einstaklinga í okkar baklandi sem er mjög tryggt og sterkt, baklandið er afraksturinn af þeirri vinnu sem við höfum innt af hendi sl. ár. sem ég kýs að kalla grasrót.
Það stóð aldrei til að Borgarahreyfingin ílengdist á Alþingi. Í því fólst styrkur hennar ekki síst, enda líta þeir þingmenn hennar sem hér eiga hlut á það sem lýðræðisleg forréttindi að geta starfað á þingi án þess að binda hugi sína og hjörtu við næstu kosningar. Geta fylgt sannfæringu sinni sem fulltrúar kjósenda, óháð sýndarárangri og atkvæðaveiðum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/08/attac_samtokin_stofnud
Attac á Íslandi fagnar dómi EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu
*https://attac.is/attac-a-islandi-fagnar-domi-efta-domstolsins-i-icesave-malinu
Við lifum á hröðum tímum þar sem við verðum að einblína af fullum krafti á það sem skiptir alla landsmenn máli, hafa hag þeirra ávallt í fyrirrúmi.
ÉG SYRGI EKKI NÖFN HREYFINGA, ÞÆR KOMA OG FARA . ÉG VINN HELDUR EKKI Í FLOKKUM. ÉG VERÐ AFTUR Á MÓTI SORGMÆDD ÞEGAR AÐ ÉG FINN KRAFTA FÓLKS ÞRJÓTA, AÐALLEGA VEGNA LEIÐINDA, SVIKA OG VALDABARÁTTU.
ÉG Á EKKI HREYFINGUNA FREKAR EN BYLTINGUNA ÞÆR EIGA SIG SJÁLFAR, ÞÆR ERU UPPSPRETTA GRASRÓTARINNAR ÞVÍ GRASRÓTIN ER LIFANDI AFL SEM SITUR EKKI INNI Á SKRIFSTOFUM EÐA Á FUNDUM. GRASRÓTIN FRAMKVÆMIR Í TAKT VIÐ ÞAÐ SEM HÚN TALAR
AÐ FINNA AÐ MAÐUR HAFI TEKIÐ ENN EITT SKREFIÐ Í ÁTT TIL LÝÐRÆÐIS ER ÓLÝSANLEG TILFINNING SEM VERÐUR ALDREI AF MANNI TEKIN
—Cilla Ragnars Frá flokksræði til lýðræðis – Sagan sögð árið 2009
HEIMILDIR
- https://www.visir.is/g/20081040800d
- https://www.mediapart.fr/…/another-icelandic-eruption…
- https://timarit.is/page/4009688#page/n0/mode/2up
- https://en.wikipedia.org/…/2009_Icelandic_financial…
- https://www.lesechos.fr/…/lislande-ou-le-vertige-de-la…
- https://www.vprogids.nl/…/p14-Eva-Joly-over-de…
- https://www.lejdd.fr/…/Eva-Joly-tournee-de-star-en…
- https://www.vprogids.nl/…/p14-Eva-Joly-over-de…
- https://www.visir.is/…/fanabrenna-i-motmaelum-vid…
- https://www.visir.is/g/20081040800d
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/01/thjodfundur_a_arnarholi/
- https://www.mbl.is/…/2009/11/08/attac_samtokin_stofnud/
- https://is.wikipedia.org/11,_laugardagurinn_20._desember….
- https://www.mbl.is/…/2009/11/08/attac_samtokin_stofnud/
- https://www.mbl.is/…/undid_verdi_ofan_af_einkavaedingu…
- https://svenska.yle.fi/a/7-306023
- https://www.lejdd.fr/…/Eva-Joly-tournee-de-star-en…
- https://positivapengar.se/event/hudson-27-may/
- https://www.facebook.com/groups/74563477463
- http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/
- https://hreyfingin.blog.is/blog/hreyfingin/entry/951322/
- https://www.visir.is/g/20181905781d
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/28/borgarafundur_um_icesave/
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/18/forsetinn_visi_icesave_til_thjodarinnar
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/08/ja_vid_icesave_vaeri_uppgjof/
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/02/04/norskur_almenningur_skilur_sjonarmid_islendinga/
Skorað á forsetann að synja lögum um ríkisábyrgð á Icesave 1 (Vakandi auga – 2009)
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR