Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræðingur - Gagnvirkur vefur um útilistaverk Reykjavíkjavíkurborgar - mittval.is

Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræðingur – Gagnvirkur vefur um útilistaverk Reykjavíkjavíkurborgar

Sigurlaug Þuríður Ragnarsdóttir listfræðingur hefur unnið að rannsóknum um útilistaverk í Reykjavík síðastliðn 15 ár, en hún útskrifaðist í kjölfarið úr meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2010.


Sigurlaug er með B.A próf í klassískri listasögu, sérmenntuð í sögu menningu og listum forn egypta, grikkja og rómverja 10.000 f. Kr til 500 e. Kr. frá Antik Museum við háskólann í Lundi, Svíþjóð árið 2000.

Sérsvið: fornleifafræði, skúlptúrar & byggingarlist, stríðstækni, sagnaritun, áletranir á latínu á t.d sigurbogum, súlum etc.


Sigurlaug lauk M.A prófi í hagnýtri menningarmiðlun árið 2010

„Höfundarréttur hefur í mörgum tilfellum verið virtur að vettugi, verkin orðið fyrir ólöglegum ágangi, svo sem röngu viðhaldi, verið færð á aðra staði þvert á vilja höfunda þeirra og ég tala nú ekki um vandalismann sem verkin hafa orðið fyrir”.


,,Fjölmörg útilistaverk í Reykjavík eru jafnvel ómerkt og eru í eigu aðila sem hafa komið viðhaldi á verkunum yfir á borgina. Ég fór að rannsaka öll þessi 127 verk sem safnið á og í kjölfarið að skoða merkingar og tók eftir því að verk, eins t.d. Jón Sigurðsson, eru ekki merkt. Það virðist því sem ágreiningur um eignarhald og fleira hafi oftar en ekki staðið í vegi fyrir almennilegri forvörslu verkanna”.

Sigurlaug segir að það hafi oft á tíðum verið gríðarlega erfitt að afla réttra upplýsinga um sum þessara verka. „Þetta byrjaði þannig að Hafþór Ingólfsson í Listasafni Reykjavíkur vantaði manneskju til að rannsaka eignarhald og almennt viðhald, forvörslu og merkingar á útilistaverkum Reykjavíkurborgar”.


Sólfar // Sunship by Jón Gunnar Árnason

 Ljósmynd Jóhann Smári Karlsson

Verkefnið er afar víðtækt en einn hluti þess er vefsíða www.utilistaverk.is sem Sigurlaug hefur unnið sjálf með aðstoð Jóhanns Smára Karlssonar ljósmyndara. Síðan er í uppfærslu næstu viku fram í ágúst.

Á vefnum má finna ítarlegar upplýsingar um öll útilistaverk í opinberu rými Reykjavíkurborgar, um höfunda þeirra og staðsetningu. Sigurlaug segir að útilistaverkum í Reykjavík hafi ekki verið gerð nógu góð skil í gegnum tíðina.

Vefur Sigurlaugar er einkar glæsilegur en áhorfendum býðst að leggja til sína eigin þekkingu og túlkun á listaverkunum inn á vefinn. Af því myndast gagnvirk tenging milli áhorfandans og almenns rýmis borgarinnar sem stuðlar að bættri þekkingu á umhverfi og menningarheimi Íslendinga.

Einnig má nefna það að Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, er ekki á þeim stað sem hann óskaði eftir og aðstandendur hans eru ósáttir við að hans hugmyndir um staðsetningu voru ekki teknar til greina.

,,Sigurlaug segist fljótlega hafa farið að lifa sig inn í heim listamannsins en hún tók marga þeirra tali fyrir verkefni sitt“.


Steinsteypan vart þornuð í stöplinum

Adonis by Bertel Thorvaldsen

Ljósmynd: Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir


Theódór Halldórsson, fyrrum garðyrkjumeistari hjá Reykjavíkurborg, var meðal viðmælenda Sigurlaugar í rannsókn hennar. Að sögn Sigurlaugar var Theódóri sérlega minnisstætt atvik er stöpullinn sem höggmyndin Adonis, eftir Bertel Thorvalssen, átti að standa á en stöpullinn hafi verið pantaður með tveggja daga fyrirvara og steinsteypan hefði vart verið þornuð þegar verkið var afhjúpað þann 17.júní 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.

Hann sagði mér frá öllu ferlinu í kringum afhjúpun höggmynda í Reykjavík sem var oft á tíðum ansi flókið og oftast unnið í samstarfi við listamennina. Hann afhjúpaði síðan allar höggmyndirnar sem eru í báðum þessum görðum.“

Hann sá meðal annars um Klambratún og Hljómskálagarðinn og í því ferli var honum meðal annars tjáð að það yrði aldrei hægt að gera tún úr þessu mýrlendi. Theódór er maður verkanna og hann gafst ekki upp og sagði mér að eina ráðið til að gera tún úr mýri væri að moka í hana nógu miklum hænsnaskít.


The website “Public art in Reykjavik ” is a MA thesis of Sigurlaug Th. Ragnarsdóttir, a BA ancient art historian from Lund University and a MA in cultural applied studies, from the University of Iceland in 2010. Sigurlaug shows the number of artworks that adorn the buildings, sidewalks, and marine parks in Reykjavik city. Behind each work is an artist who has worked each sculpture from the historical context and in cooperation with the environment.

Creativity, vision and personal attitude of the artist is reflected in his art, where the messages are different but have in common that they preserve the memory of certain events and individuals.

The main objective of the website is to promote living and interacting with VEGF spirit to the environment and culture of Iceland. The viewer puts end to their own knowledge and personal experience in the interpretation of art, where the interaction occurs
between the artwork and the viewer with the ideas of the artist.

The site is based on a research and studies the author worked for Reykjavik art museum in 2007 – 2009.

The database utilistaverk.is contains all the basic information about outdoor sculpture in public spaces of Reykjavik, author of the work and location sculpture mined from a street map of the city center.


 

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 526 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻