Ingunn Björnsdóttir lyfjafræðingur segir mögulegt að upplýsingar um lyfjanotkun Íslendinga séu rangar.

Hún krefst þess að fá upplýsingar um úttekt á lyfjagagnagrunninum. Embætti landlæknis hefur m.a. synjað henni aðgangs að tölvupóstum sem hún þarf til þess að greina villurnar. Hún kærði því embættið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði henni í hag.

Samt sem áður hefur Embætti landlæknis ekki látið gögnin af hendi. Nú hefur Ingunn aftur kært embættið til úrskurðarnefndar fyrir að fylgja ekki fyrri úrskurði og hindra aðgengi að gögnunum. Ingunn segir skorta gæðavöktunarkerfi hjá embættinu til að koma í veg fyrir villur.