BRÉF TIL PERSÓNUVERNDAR - mittval.is

BRÉF TIL PERSÓNUVERNDAR

  • Helga Erla Þórisdóttir forstjóri – kt. 150768-5439
  • Grundarlandi 22
    108 Reykjavík

Sæl Helga Erla,

Ályktun Mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ MITT VAL er að vart verði annað séð, en að þær SMS sendingar sem komið hafa frá sóttvarnalækni meira og minna allt þetta ár, hafi brotið í bága við friðhelgi einkalífsins.

Þær hafa samkvæmt þeirri ályktun okkar brotið eftirfarandi lög:

  1. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga 90 frá 2018 – Samkvæmt II. kafla, 9. gr., 1. lið, þar sem segir: Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhver eftirfarandi þátta sé fyrir hendi eftir því sem nánar er lýst í 6. gr. reglugerðarinnar: Lið1. hinn skráði hafi gefið samþykki sitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða;
  2. Mannréttindasáttmála Evrópu, samþykktur sem lög nr. 62, þann 19. maí 1994, I. kafli. Réttindi og frelsi, 8. gr. en þar segir um: Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu – Lið 1. þar sem segir: Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
  3. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Lög nr. 33 frá 1944. VIII. gr. en þar segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
    Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] 1)
    Og 71. gr., lið 1 og 2, þar sem segir:  [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.  Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Vinsamlegast sendu okkur innan 14 daga upplýsingar um hvenær undanþága, samkvæmt 30. gr. Stjórnarskrárinnar, var veitt frá þessum lögum.

Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ MITT VAL

Kt. 660421-1220

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 526 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻