Hallur Hallsson skrifar:

Hvað eiga Katrín Jakobsdóttir & Björgólfur Thor Björgólfsson sameiginlegt? Þau eru bæði kynnt sem sérstakir agentar samtaka hinna ofsaríku í WEF – W-o-r-l-d – E-c-o-n-o-m-i-c – F-o-r-u-m – D-a-v-o-s í svissnesku Ölpunum.

Katrín er sérstakur Agenda Contributor sem gæti útlagst málsvari málstaðarins & Björgólfur Thor er kynntur í stjórn Young Global Leaders sem miðlar hugmyndum & ástríðu til framgangs málstaðnum að eigin sögn WEF. Þúsundir hafa farið í gegn um prógramið.

Þeir sem það gera skuldbinda sig málstaðnum. “Becoming YGL is a commitment” Minnir á kommúnísku alþjóða Komitern fyrir hundrað árum?


ÚTIBÚ DAVOS

Útibú WEF á Íslandi er Festa miðstöð um samfélagsábyrgð & sjálfbærni. Festa er í bandalagi við Landssamtök lífeyrissjóða & Samtök fjármálafyrirtækja. Stjórnarformaður Festu er Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi 2016 leiðir svokallað B-Team sem á að  breyta stjórnarháttum á heimsvísu! Festa heldur ráðstefnur í janúar. Ráðstefnan 2021 var undir kjörorði Davos: The Great Reset eða Nýtt Upphaf.

Stofnandi WEF er Þjóðverjinn Klaus Schwab. Dóttirin Nicole Schwab kom hingað á ráðstefnu Festu. Klaus Schwab er ekki unnandi vestræns lýðræðis & siðmenningar.

TOPPAGENT

Kína sendi toppagent í Ameríku til Íslands 2017. David Wallerstein er CeXO – Chief Exploration Officer Tech-Risans TenCents, sem metinn er 750 milljarða dollara & á WeChat svo dæmi sé nefnt. Wallerstein keypti villu í Þingholtunum, stofnsetti fyrirtæki, fjárfesti, hitti mann & annan. Kata sótti kvöldverðaboð í Þingholtin. Wallerstein hitti Bjarna Ben að sögn VB til að ræða um “… möguleika á nýrri tækni”.

Tengdasonur Engeyinga er helsti samstarfsaðili Huawei í gegn um Stöð 2. Snoturt?

RÓBOTAR

Klaus Schwab er einlægur aðdáandi módels kínverskra kommúnista sem hafa tekið kapitalisma í sína þjónustu. Honum finnst Kína æðisleg.

Sósíalistum finnst Kína líka æðisleg. Sósíalistar fá það hlutverk að stýra búrókrötum heimsins; Sameinuðu þjóðunum, Brussel, Washington, Reykjavík & rest. Xi Li leiðtogi Kína opnaði ráðstefnuna 2022 meðan Bjarni Ben var á skíðum.

Hinir ofsaríku elska hugmyndir Schwab sem hefur skrifað bók um Fjórðu Iðnbyltinguna sem er róbótavæðing atvinnulífs. Hinir ofsaríku umvefja veröld róbóta enda þarf ekki að borga róbótum laun. Bill Gates & skoðanabræður hans hafa mannkyn of fjölmennt. Sjálfsagt er svo í exel-skjölum þeirra. Alþýðufólk þvælist fyrir hinum ofsaríku. VR & ASÍ gera fólk útaf örkinni til að rústa lifibrauði alþýðufólks. Er það ekki alveg stórmerkilegt?