Genfaryfirlýsing Alþjóðalæknafélagsins – “Ég mun hafa Heilbrigði og Velíðan sjúklinga minna í Fyrirrúmi”.
nóvember 24, 2021 - 1:33 e.h.
Samþykkt af 2. allsherjarþingi Alþjóðalæknafélagsins í Genf í Sviss í september 1948,
LÆKNISHEITIÐ
SEM LÆKNIR
HEITI ÉG ÞVÍ að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar
ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi
ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna
ÉG MUN VIRÐA mannslíf staðfastlega til hins ýtrasta
ÉG MUN EKKI LÁTA aldur, sjúkleika eða fötlun, trúarbrögð, uppruna, kyn, þjóðerni, stjórnmálatengsl, kynþátt, kynhneigð, þjóðfélagslega stöðu eða neitt annað hafa áhrif á skyldu mína gagnvart sjúklingum mínum
ÉG MUN GÆTA FYLLSTU ÞAGMÆLSKU um allt það sem sjúklingar trúa mér fyrir, einnig að þeim látnum
ÉG MUN RÆKJA starf mitt af samviskusemi og virðingu og í samræmi við góða starfshætti lækna
ÉG MUN HALDA Í HEIÐRI virðingu og góðar hefðir læknastéttarinnar
ÉG MUN AUÐSÝNA kennurum mínum, starfsfélögum og nemendum þá virðingu og þakklæti sem þeim ber
ÉG MUN miðla læknisfræðilegri þekkingu minni í þágu sjúklinga minna og framfara í
ÉG MUN GÆTA VEL AÐ eigin heilsu, vellíðan og færni svo að ég fái veitt sem besta þjónustu
ÉG MUN EKKI BEITA læknisfræðilegri þekkingu minni til að brjóta gegn mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þó mér sé ógnað
—ÞESSU LOFA ÉG AF FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA OG ÞAÐ VIÐ HEIÐUR MINN
HEIMILD
Genfar læknayfirlýsigin er ekki lengur inni á vef Læknafélags Íslands :
- www.lis.is/is/sidfraedi/codex-et hicus/genfaryfirlysingin
HELSINKIYFIRLÝSINGIN
GENFARYFIRLÝSING ALÞJÓÐALÆKNAFÉLAGSINS
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Með sameiginlegu átaki náum við að koma Sævar Kolandavelu í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð á mánudaginn.