Kvörtun var lögð fram til Umboðsmanns Alþingis vegna velsældarsendiherrastöðu Katrínar Jakobsdóttur hjá WHO – Umboðsmaður vísar málinu frá
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Hans Kluge, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
Forsætisráðherra verður sendiherra velsældarverkefnis WHO
Forsætisráðherra verður sendiherra velsældarverkefnis WHO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið útnefnd sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. Champion for the WHO Well-being Economy Initiative) til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Fram kemur í tilkynningu að markmið verkefnisins sé að styðja við verkefni sem bæta velferð samfélaga og tryggja heilbrigðari, sanngjarnari og farsælli framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hlutverk sendiherra verkefnisins er að verkja athygli á velsældaráherslum á alþjóðavísu og kynna fyrir ríkjum heims og alþjóðastofnunum þau tækifæri sem felast í velsældarhagkerfum.
Forsætisráðherra ræddi hlutverk sendiherra verkefnisins á fundi með Hans Kluge, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, á velsældarþinginu sem haldið var á vegum forsætisráðuneytisins í Hörpu í vikunni.
Forsætisráðherra Íslands fulltrúi WHO til að afnema fullveldi Íslands
Vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur á Íslandi vinnur meðvitað að því að jarða fullveldi Íslands. Byrjað verður á heilbrigðismálunum núna í haust, þegar WHO tekur sér alræðisvald yfir öðrum þjóðum heims í heilbrigðismálum. Skrefið þar á eftir verður að koma íslensku þjóðinni undir nýja alræðisstjórn Sameinuðu þjóðanna, sem áætlað er að verði formlega stofnuð síðla næsta árs. Unnið er að hnýta efnahagsmálum, umhverfismálum og loftslagsmálum saman í einn pakka sem aðlagaður verður heilbrigðismálum og fordæmalausu valdaráni WHO núna eftir nokkrar vikur. Allir ríkisstjórnarflokkarnir eru samþykkir yfirtöku WHO á heilbrigðismálum Íslands. Enginn hróflar við þessu valdaráni, þjóðin ekki spurð en á eflaust eftir að segja sitt.
Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO er frétt um „tilnefningu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, sem meistara WHO fyrir evrópska velferðarhagkerfið.“ Kemur sú frétt meðal annars í kjölfar annarrar fréttar nokkrum árum áður um athygli glóbalistanna á íslenska forsætisráðherranum sem birtist árið 2018 á heimasíðu WEF, þar sem grein forsætisráðherrans um paradís kvenna á jörðu, Ísland, er birt og forsætisráðherrann hefst til skýjanna sem nokkurs konar guð í þeirri paradís.
Umdæmisstjóri WHO skipar forsætisráðherra Íslands sem „meistara WHO fyrir evrópska velferðarhagkerfið“
Í fréttatilkynningu WHO 16. júní 2023 segir m.a.:
„Svæðisstjóri WHO í Evrópu, Dr Hans Henri P. Kluge, hefur skipað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands sem meistara WHO fyrir evrópska velferðarhagkerfið. Þessi virðulega ráðning er viðurkenning á óbilandi skuldbindingu Jakobsdóttur forsætisráðherra við mannréttindi, jafnrétti kynjanna og loftslagsréttlæti.“
Verið að skipta út íslensku efnahagskerfi fyrir „sjálfbært vellíðandi velferðarkerfi“
Tilkynnt var formlega um skipun forsætisráðherra á tvíhliða fundi á fyrsta landsþingi Íslands um velferðarhagkerfi í Reykjavík 14.–15. júní 2023. Á sama fundi ræddu Dr Kluge og forsætisráðherra hvernig ríkisstjórn hennar „hefur stýrt Íslandi í átt að velferðarhagkerfi með því að forgangsraða heilsu fólks, efnislegri velferð, félagslegum tengslum, öryggi og hamingju í öllum fjárfestingum og ákvörðunum ríkisins.“ Dr Kluge sagði:
„Ísland er brautryðjandi í að skapa velferðarhagkerfi, fyrir sanngjarnara samfélag sem skilur engan eftir. Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið í fararbroddi þess að leggja áherslu á sanngjarnt og sjálfbært velferðarkerfi, þroska barna og fjölskyldustuðning, ungt fólk á vinnumarkaði og jöfn tækifæri kvenna, stúlkna og minnihlutahópa, auk þess að efla þessi gildi á alþjóðavettvangi í gegnum áætlunina um sjálfbæra þróun.“
Alþjóða „velferðar-efnahagsþing“ í Reykjavík
Tilkynningin um skipun forsætisráðherra sem meistara WHO kemur í kjölfar þátttöku hennar á Evrópufundi WHO um „Heilbrigði í efnahagslegri vellíðan“ í Kaupmannahöfn í Danmörku 1.–2. mars 2023. Síðan var haldið „velferðar-efnahagsþing“ í Reykjavík 14.–15. júní 2023, þar sem fulltrúar allra ríkisgeira, fyrirtækja, sveitarfélaga, Seðlabanka Íslands, virtir akademískir sérfræðingar og leiðtogar voru kallaðir saman frá öðrum þjóðum sem sækjast eftir velferðarhagkerfum. Þátttakendur deildu sönnunargögnum, verkfærum, mæligildum, stefnum og þjónustu sem Ísland og önnur Evrópulönd eru að innleiða til að skipta yfir í nýja velferðarhagkerfið.
Hlutverk íslenska forsætisráðherrans hjá WHO: Selja inn hugmynd glóbalista um sósíalískt „velferðarhagkerfi“ til evrópskra og alþjóðlegra stjórnvalda og stofnana
Hlutverk Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sem „WHO-meistara“ er lýst á eftirfarandi hátt:
„Sem meistari WHO mun Jakobsdóttir forsætisráðherra vekja athygli meðal evrópskra og alþjóðlegra stjórnvalda og milliríkjastofnana um nauðsyn og ávinning þess að skipta yfir í velferðarhagkerfi.“
Hér að neðan má lesa skýrslu WHO um Ísland: „Djúpköfun í landið fyrir velferðarhagkerfi á Íslandi“
WHO/Evrópa er að þróa fleiri „djúpkafanir sem eiga að fanga reynslu landa af því að skipta yfir í velferðarhagkerfi á Evrópusvæði WHO.“
Kvörtun lögð fram til Umboðsmanns Alþingis vegna velsældarsendiherrastöðu Katrínar Jakobsdóttur hjá WHO
Ritað þann 11. október 2023 af Jóhann Kr.
Í kvörtunarbréfinu sem Útvarp Saga hefur undir höndum leggur einstaklingur fram kvörtun hjá embættinu vegna starfa Katrínar fyrir WHO sem velsældarsendiherra . Í kvörtuninni kemur fram að það geti varla samræmst störfum forsætisráðherra að vera á sama tíma tengd yfirþjóðréttarlegri stofnun og hvað þá vera sendiherra slíkrar stofnunar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók við embætti sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. Champion for the WHO Well-being Economy Initiative) til næstu tveggja ára í júní í sumar.
Hlutverk Katrínar sem velsældarsendiherra er að vekja athygli á velsældaráherslum á alþjóðavísu og kynna fyrir ríkjum heims og alþjóðastofnunum velsældarhagkerfi.
Forsætisráðherra ræddi hlutverk sendiherra verkefnisins meðal annars á fundi með Hans Kluge, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, á velsældarþinginu sem haldið var á vegum forsætisráðuneytisins í Hörpu í júní.
Óskar eftir endurupptöku hjá umboðsmanni vegna frávísunar í velsældarsendiherramálinu
Ritað þann 29. október 2023 af Jóhann Kr.
Maður sem kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna starfa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir Alþjóða heilbrigðisstofnunina sem velsældarsendiherra, hefur sent erindi til umboðamanns og krefst endurupptöku málsins eftir að umboðsmaður vísaði málinu frá.Eins og kunnugt er vísaði umboðsmaður málinu frá með þeim rökum að fyrir þurfi að liggja fyrir ákveðin ákvörðun, athöfn eða athafnarleysi stjórnvalds sem beinist sérstaklega gegn þeim sem leggur fram kvörtunina eða snertir beinlínis hagsmuni hans umfram aðra.Rök mannsins fyrir endurupptöku eru að hans sögn aðallega þau að maðurinn standi höllum fæti umfram aðra landsmenn, vegna mikilla veikinda af völdum Covid bóluefnanna og tjóns bæði á líkama og persónulegum eigum af völdum krampafloga sem hann hafi mátt þola um tíma vegna aukaverkana.Þá segir í erindi mannsins til umboðsmanns:
„“Til vara (ef allt annað áðurnefnt verður léttvægt fundið) fer ég þess á leit að kvörtunin verði opnuð og felld undir samning frá 10.12.1984 um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri meðferð og þ.h. , vegna þess að samkvæmt upplýsingum frá Vísindasiðanefnd hefur hún aldrei gefið grænt ljós á að ég sé notaður sem tilraunadýr fyrir erlenda lyfjaframleiðendur, segir reyndar að engin beiðni hafi komið fram um slíkt frá Landlækni né neinum öðrum. Áðurnefnd sendiherrastaða mun ef lagðir eru saman 2 + 2 nefnilega girða fyrir að slík leyfi þurfi, sem er auðvitað klárt lögbrot.“ segir í erindinu.
Umboðsmaður vísar frá kvörtun vegna velsældarsendiherrastöðu Katrínar
Kvörtun manns til Umboðsmanns Alþingis vegna starfa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir WHO sem velsældarrsendiherra hefur verið vísað frá.
Að sögn mannsins sem telur rök umboðsmanns fyrir frávísuninni vafasöm, hafnaði umboðsmaður kvörtuninni þar sem fyrir þurfi að liggja fyrir ákveðin ákvörðun, athöfn eða athafnarleysi stjórnvalds sem beinist sérstaklega gegn þeim sem leggur fram kvörtunina eða snertir beinlínis hagsmuni hans umfram aðra.
Maðurinn segist ekki ætla að una frávísuninni og eftir að hafa kynnt sér ítarlega lög um embætti Umboðsmanns Alþingis sé hann búinn að setja saman mótrök sem hann ætli að senda Umboðsmanni og krefjast endurupptöku málsins.
Þá segir maðurinn að ætli umboðsmaður að standa fast á sínu eftir að hafa fengið mótrökin og farið yfir þau ætli maðurinn að óska eftir því við umboðsmann að hann leiðbeini manninum hvert eigi að leita til þess að kvarta yfir niðurstöðu umboðsmanns.
Hann segir jafnfram að vel kunni að vera að umboðsmaður hafi rétt fyrir sér en þá vakni upp sú spurning hvert almenningur geti leitað ef hann verður var við yfirvofandi landráð.
WHO er ekki stofnun heldur nokkrir fjármálasjóðir sem grunaðir eru um peningaþvætti og með einungis sex starfsmenn.
desember 13, 2023
Ritað þann 11. desember 2023 af Ritstjórn Útvarps Sögu
Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Leif Árnason og Valgerði Jónsdóttur sem bæði eiga sæti í mannréttindasamtökunum Mín leið Mitt val um viðvörun þeirra við valdframsali stjórnvalda til alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í heilbrigðismálum.
Það er mjög sérstakt að ætla að framselja vald til WHO, stofnunar sem ekki er ríkisstofnun og lýtur ekki stjórn fólks sem aðildarríki hafa neitt um að segja. Þau hafa kynnt málið bæði fyrir Forseta Íslands og Umboðsmanni Alþingis.
Valgerður bendir á að WHO sé í rauninni bara sjóður þar sem aðildarríkin greiði smáræði en aðalfjármagnið komi frá ýmslum félögum og fyrirtækjum sem séu hagsmunatengd. Ýmsir haldi því fram að rekstrarfyrirkomulagið og tekjuöflunin sé tengd við peningaþvætti. Framkvæmdastjóri sjóðanna sé Tedros Adhanom Ghebreyesus með ákværu á sér hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag.
Valgerður segir mjög súrrealískt að Ísland sé á leið að framselja vald til WHO sér í lagi í ljósi þess að hvernig tilurð og stjórnun WHO sé háttað. WHO sem sé undir miklum áhrifum lyfjarisa sem leggi til dæmis mest af því fé til WHO sem það sé rekið á.
Þeir sem starfa fyrir WHO eru í skattaparadís og njóta skattfrelsis eins og diplómatar
Stjórn WHO er skipuð að undirlagi Sameinuðu þjóðanna og þar eru örfáir starfsmenn sem þiggi hjá stofnuninni skattfrjáls laun. Helmingur þeirra fjármuna sem stofnunin hafi úr að spila fari í ferðalög og hinn helmingurinn í umsýslu vegna fjögurra sjúkdóma sem WHO hefur ákveðið að leggja áherslu á. Allir þeir sem gegna tengdum ábyrgðarsöðum hjá WHO séu í skattaparadís og greiði ekki skatta og þurfi ekki að gefa það upp til skattayfirvalda. Ekki liggur fyrir hvernig málum forsætisráðherra sé háttað en hún gegnir sendiherrastöðu hjá WHO.
WHO getur notað hlýnun jarðar sem alheimsfaraldur og beitt aðgerðum
Valgerður segir að í ljósi alls þessa sé í raun ótrúlegt að Ísland sé í þeirri stöðu að til standi að Ísland samþykki að undirgangast farsóttarsáttmála WHO og breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni sem færi WHO úr ráðgefandi hlutverki yfir í að geta skipað ríkjum fyrir hvað varðar farsóttarmál þeirra. Fram hefur komið að skilgreiningin á faraldri í breyttri alþjóðareglugerðinni sé að hægt væri í raun að skilgreina hvað sem er sem faraldur, til dæmis hlýnun jarðar, efnahagskrísur og svo framvegis. Því er ljóst að völdin sem WHO fær eru mjög mikil. Þá getur WHO einnig skilgreint hvað teljist hatursáróður og látið til að mynda lokað fyrir gagnrýna umræðu hvað varðar málefni WHO.
Mín Leið – Mitt Val með undirskriftasöfnun
Mannréttindasamtökin Mín Leið – Mitt Val hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk sem vill að Ísland gangi úr WHO hefur skrifað undir og hafa samtökin skilað undirskriftunum til Umboðsmanns Alþingi sem og forseta Íslands.
Leifur segir að samtökin hafi kynnt málið Umboðsmanni Alþingis og herra Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og komið sínum sjónarmiðum sem og sjónarmiðum þeirra sem skrifuðu undir á framfæri.
Leifur bendir á að það sé mjög mikilvægt að hafa kynnt forsetanum efnið því að ef Ísland samþykkir sáttmálann og svo séu sett lög sem séu í tengslum við efni sáttmálans þá muni koma til kasta forseta hvort þau verði samþykkt.
17.5.2022
Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL berjast af fullum krafti gegn valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum, og krefjast svara.
Forseti Íslands og ráðamenn fá 7 daga til að svara neðangreindu bréfi sem sent var í morgun mánudaginn 16.05.22 með stefnuvottum frá Héraðsdómi, og samhljóða fréttatilkynning verður send öllum helstu fjölmiðlum landsins.
Bréfið er sent á heimilisfang þeirra með stefnuvottum, en umræddir aðilar eru:
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands,
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands,
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttur utanríkisráðherra
Bréfið
Ágæti viðtakandi
Þér er hér með bent á að allar aðgerðir til að stuðla að stofnun, breytingum, framlagningu og/eða samþykktum samninga eða sáttmála, sem reyna að sniðganga, grafa undan og/eða skaða fullveldi Íslenska lýðveldisins, eins og sett er fram í stjórnarskránni, og/eða framselja þessa heimild, að öllu leyti eða að hluta, til erlendra ríkja eða annarra aðila, eru brot á stjórnarskrá Íslands.
Þátttaka í slíkum aðgerðum er talin landráð og einstaklingar sem fundnir eru sekir um brot geta átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi í samræmi við íslensk lög. Þú ert eindregið hvött/hvattur til að stöðva allar frekari tilraunir sem passa við þessa lýsingu með tilliti til breytinga á Alþjóða heilbrigðissáttmálanum skv. í 12. kafla, liðum 2., 3. og 5. sem lagðar eru til og/eða til skoðunar á 75. Alþjóðaþingi WHO í Genf dagana 22.-29. maí 2022.
Ennfremur er óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hverjir þeir aðilar eru, sem hafa umboð frá forseta Íslands, samkvæmt 21.gr. 1.mgr. Stjórnarskrár lýðveldisins til að fara fyrir hönd Íslenska lýðveldisins á fund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dagana 22.-29. maí í Genf í Sviss, þar sem fulltrúar frá 192 þjóðum munu mæta.
Svar óskast innan 7 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Með kveðju
f.h. félaga í Mannréttindasamtökunum
MÍN LEIÐ — MITT VAL
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, formaður
VIÐAUKI I:
Bendum jafnframt á eftirfarandi greinar í almennum hegningarlögum:
X. kafli. Landráð.
86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
XI kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr.
Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Svar óskast innan 7 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Með kveðju
f.h. félaga í Mannréttindasamtökunum MÍN LEIÐ — MITT VAL
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir,
formaður mannréttindasamtakanna Mín Leið – Mitt Val
Heimildir:
WHO er ekki stofnun heldur nokkrir fjármálasjóðir sem grunaðir eru um peningaþvætti og með einungis sex starfsmenn
*https://utvarpsaga.is/forsaetisradherra-verdur-sendiherra-velsaeldarverkefnis-who
*https://utvarpsaga.is/kvortun-logd-fram-til-umbodsmanns-althingis-vegna-velsaeldarsendiherrastodu-katrinar-jakobsdottur-hja-who
*https://utvarpsaga.is/oskar-eftir-endurupptoku-hja-umbodsmanni-vegna-fravisunar-i-velsaeldarsendiherramalinu
*https://utvarpsaga.is/umbodsmadur-visar-fra-kvortun-vegna-velsaeldarsendiherrastodu-katrinar
*Mannréttindasamtökin Mín Leið Mitt val berjast gegn valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum
*https://utvarpsaga.is/oska-eftir-upplysingum-um-hverjir-sitji-fyrir-hond-islands-a-fundi-who-og-minna-radamenn-a-skyldur-sinar
*https://utvarpsaga.is/forsaetisradherra-islands-fulltrui-who-til-ad-afnema-fullveldi-islands/
*https://utvarpsaga.is/forsaetisradherra-verdur-sendiherra-velsaeldarverkefnis-who/
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR