Kári: Útilokað að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu
Erlent | mbl | 26.2.2023
Faraldurinn líklegast byrjað á rannsóknastofu
Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að faraldur kórónuveirunnar á líklegast upptök sín að rekja til leka af tilraunastofu.
Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem nýlega var afhent Hvíta húsinu og mikilvægum þingmönnum á Bandaríkjaþingi.
Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal greinir frá þessu í dag.
Skipar sér í lið með FBI
Í umfjöllun blaðsins segir að í nýju skýrslunni sé varpað ljósi á hvernig ólíkir angar bandaríska njósnasamfélagsins hafa komið að mismunandi niðurstöðum varðandi uppruna faraldursins.
Orkumálaráðuneytið skipar sér nú í lið með alríkislögreglunni FBI, sem einnig hefur fullyrt að veiran breiddist líklega út eftir óhapp á kínverskri rannsóknastofu.
Fjórar aðrar stofnanir telja að veiran hafi átt náttúrulegan uppruna og tvær til viðbótar eru á báðum áttum, að sögn blaðsins.
Vísindaleg sérfræðiþekking innan ráðuneytisins
Þessi niðurstaða ráðuneytisins er reist á nýjum gögnum. Þykir hún merkileg í því ljósi að innan veggja ráðuneytisins er mikil vísindaleg sérfræðiþekking og einnig vegna þess að undir ráðuneytið heyrir net bandarískra rannsóknastofa, en sumar þeirra fást við háþróaðar líffræðirannsóknir.
Dagblaðið hefur eftir fólki sem lesið hefur skýrsluna að ráðuneytið leggi ekki mikið traust á sitt eigið mat.
Alríkislögreglan komst eins og áður sagði að þeirri niðurstöðu að leki af rannsóknastofu hefði valdið faraldrinum. Lagði hún svokallað „miðlungstraust“ á það mat sitt og hefur haldið sig við það.
Kári: Útilokað að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu
Í þættinum ræða Sölvi og Kári um uppruna Covid og möguleikann á að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu: ,,Það er nánast útilokað að þessi veira hafi orðið til á rannsóknarstofu, einfaldlega vegna þess að það er mjög flókið verkefni. Og mér finnst það býsna alvarlegt af framkvæmdastjóra alþjóðaheilbrigðis stofnunarinnar WHO að halda því fram að það sé ekki búið að afsanna það að Kínverjar hafi búið til þessa veiru á rannsóknarstofu. Þegar maður kemur fram með svona nýstárlega kenningu hvílir á manni að sanna hana, en ekki annarra að afsanna hana. Það er annað sem þessi sami framkvæmdastjóri hefur gert nýlega sem gerir það að verkum að ég hef enga trú á þessum manni lengur. Hann er að kvarta yfir því að Evrópusambandið hafi hafi ekki verið nógu duglegt að ná sér í bóluefni.
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- PROTECT THE CHILDREN23. nóvember, 2024BARNAMÁLARÁÐSTEFNAN 2024
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008