BRÉF TIL ÞÓRÓLFS GUÐNASONAR SÓTTVARNALÆKNIS - mittval.is

BRÉF TIL ÞÓRÓLFS GUÐNASONAR SÓTTVARNALÆKNIS

Reykjavík, 13. desember 2021

  • Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, kt. 281053-6989
    Látraströnd 8,
    170 Seltjarnarnes

Sæll Þórólfur,

Ályktun Mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ MITT VAL er að vart verði annað séð, en að þær SMS sendingar sem komið hafa frá þér sem sóttvarnalækni meira og minna allt þetta ár, hafi brotið í bága við friðhelgi einkalífsins.

Samkvæmt þeirri ályktun okkar förum við fram á að fá svör við eftirtöldum spurningum:

  1. Hver gaf fyrirmæli um útsendingu SMS-anna?

  2. Hvaðan voru símanúmerin sem sent var í sótt?

  3. Á hvaða lagagrundvelli voru þessi símanúmer sótt?

  4. Hvernig fór afhending númeranna fram?

  5. Hvers vegna er strikamerki í boðsendingunni?

  6. Hvernig eru þær upplýsingar sem fást í gegnum þessar boðsendingar, þ.e. boðun, mæting og upplýsingar um lyfjagjöf varðveittar?

  7. Hver hefur aðgang að þeim upplýsingum sem safnað hefur verið?

  8. Hefur t.d. lögreglan aðgang að þeim upplýsingum?

Við byggjum þessa ósk okkar á grundvelli eftirtalinna greina í Upplýsingalögum 2012 nr. 140 28. desember, með vísan til:

  • 4.gr. lið 3, en þar segir:  Ákvæði annarra laga sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum halda gildi sínu. Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum.

Og með vísan til II. kafla í sömu lögum, sem snýr að Almennum aðgangi að upplýsingum.

5. gr. Réttur almennings til aðgangs að gögnum.

Liður 1:

  • Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr.

Liður 2:  Réttur til aðgangs að gögnum nær til:    

  • 1. allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili skv. I. kafla hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda,
    2. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn.

Við væntum þess að fá svar við öllun ofantöldum átta spurningum okkar, eigi síðar en 14 dögum frá dagsetningu þessa bréfs. Berist ekki svar innan þess tíma, komum við til með að stefna þér til öflunar gagna.

Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ MITT VAL
kt. 660421-1220


Afrit sent til með stefnuvotti:

Svandísar Svavarsdóttur f.v. heilbrigðisráðherra, kt. 240864-2239 Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík

Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis, kt. 240661-3309 Krossalind 4, 201 Kópavogur

Afrit sent til ráðuneytisins í ábyrgðarpósti.

Heilbrigðisráðuneytisins,
b/t Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, kt. 170363-2569 Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík

Um höfund

Sigurlaug Ragnarsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
  • 526 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻