AÐGERÐ GEGN WHO – MARS ÁRIÐ 2023
#38 Leifur Árni Árnason – 27.02.2023
Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna
Sjá ennfremur undirstrikanir.
Um 5. Grein draganna:
5. gr.
Heilbrigðisstarfsmönnum er skylt að verða við beiðni um vottorð, er varðar heilbrigðisþjónustu sem hann hefur veitt sjúklingi, án ónauðsynlegra tafa.
Heilbrigðisstarfsmönnum er ekki skylt að verða við beiðni sjúklings eða þriðja aðila um útgáfu álitsgerðar, sbr. 3.tl. 2. gr. láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er þeir annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna samskipta sjúklings við hið opinbera.
Aths: Hér er heilbrigðisstarfsmönnum SKYLT að gefa hinu opinbera upplýsingar um heilsufar viðkomanda
Eftirtaldir eru „heilbrigðisstarfsmenn“:
Lög um heilbrigðisstarfsmenn.
Lög nr. 34 15. maí 2012.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
1. Heilbrigðisstarfsmaður: Einstaklingur sem starfar við heilbrigðisþjónustu og hefur hlotið leyfi landlæknis til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar.
II. KAFLI sömu laga
Löggiltar heilbrigðisstéttir.
3. gr.
Tilgreining löggiltra heilbrigðisstétta.
Löggiltar heilbrigðisstéttir samkvæmt lögum þessum eru:
1. Áfengis- og vímuvarnaráðgjafar.
2. Félagsráðgjafar.
3. Fótaaðgerðafræðingar.
4. Geislafræðingar.
5. Hjúkrunarfræðingar.
6. Hnykkjar (kírópraktorar).
7. Iðjuþjálfar.
8. Lífeindafræðingar.
9. Ljósmæður.
10. Lyfjafræðingar.
11. Lyfjatæknar.
12. Læknar.
13. Læknaritarar.
14. Matartæknar.
15. Matvælafræðingar.
16. Náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu.
17. Næringarfræðingar.
18. Næringarráðgjafar.
19. Næringarrekstrarfræðingar.
20. Osteópatar.
21. Sálfræðingar.
22. Sjóntækjafræðingar.
23. Sjúkraflutningamenn.
24. Sjúkraliðar.
25. Sjúkranuddarar.
26. Sjúkraþjálfarar.
27. Stoðtækjafræðingar.
28. Talmeinafræðingar.
29. Tannfræðingar.
30. Tannlæknar.
31. Tannsmiðir.
32. Tanntæknar.
33. Þroskaþjálfar.
https://www.althingi.is/altext/stjt/2012.034.html
í codex ethicus, 9. Utgáfu 2021
11. gr. [Trúnaður]
Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.
Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga eða afhenda gögn með upplýsingum sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Þetta á einnig við eftir andlát sjúklings.
Læknir má gefa aðstandendum sjúklings, að svo miklu leyti sem þagnarskylda hans leyfir, þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur sem læknir telur nauðsynlegar. Eigi í hlut sjúklingur sem ekki getur tileinkað sér veittar upplýsingar skulu þær gefnar foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda.
15. gr. [Læknisvottorð]
Læknir skal vera óvilhallur í vottorðagjöf. Í vottorði komi fram hvert er tilefni þess og tilgangur og í því hlýðir að staðfesta það eitt er máli skiptir hverju sinni og aðeins það sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um.
Codex Ethicus Læknafélag Íslands 2021
Læknir skal ekki skrá sjúkdómsgreiningu á vottorð nema þau fari einungis um hendur lækna, annarra heilbrigðisstarfsmanna og þeirra annarra sem bundnir eru þagnarskyldu lögum samkvæmt, nema að ósk sjúklings eða forráðamanns hans.
Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans, forráðamanns eða nánustu vandamanna, sé sjúklingur ekki fær um að gefa samþykki, nema lög eða dómsúrskurður bjóði svo.
https://www.lis.is/static/files/Frettir/codex-ethicus-2021-9.-utgafa-1.pdf
Aths: Er tryggt að „heilbrigðisstarfsmenn“ hafi allir látnir bindast þagnarheit?
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) 2016/679 2018/EES/46/02 frá 27. apríl 2016
um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin) (*)
1. 1) Vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga telst til grundvallarréttinda. Í 1. mgr. 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi („sáttmálanum um grundvallarréttindi“) og í 1. mgr. 16. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins er kveðið á um að sérhver einstaklingur eigi rétt á að persónuupplýsingar um hann njóti verndar.
34. Persónuupplýsingar sem varða heilsufar ættu að taka til allra gagna tengdra heilsufari skráðs einstaklings og veita upplýsingar um líkamlegt eða andlegt heilsufar hans í fortíð, nútíð eða framtíð. Þar á meðal eru upplýsingar um einstaklinginn sem safnað er við skráningu hans vegna heilbrigðisþjónustu eða við veitingu hennar, eins og um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB (1); númer, tákn eða atriði sem einstaklingi er úthlutað til að auðkenna hann með einkvæmum hætti í tengslum við heilsufar; upplýsingar sem má rekja til prófunar eða rannsóknar á líkamshluta eða líkamsefni, þ.m.t. erfðafræðilegar upplýsingar og líffræðileg sýni; og hvers kyns upplýsingar um t.d. sjúkdóm, fötlun, hættu á sjúkdómi, heilsufarssögu, klíníska meðferð eða lífeðlisfræðilegt eða líf- og læknisfræðilegt ástand hins skráða, án tillits til uppruna þeirra, s.s. hvort sem þær koma frá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni, sjúkrahúsi, úr lækningatæki eða með greiningarprófun í glasi
https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/153a/i32016R0679.pdf
Gildandi „reglur“ (sic)
Reglur nr. 586/1991 um gerð og útgáfu læknisvottorða
1. gr.
Lækni ber skylda til að votta samskipti sín og sjúklings, óski sjúklingur eftir því, eftir atvikum foreldri eða forráðamaður eða annar umboðsmaður hans.
2. gr.
Lækni ber að ganga tryggilega úr skugga um sönnur á persónu þeirri er vottorðið fjallar um og geta heimilda þegar það á við. Geta skal nafns, heimilisfangs og
kennitölu sjúklings.
3. gr.
Við útgáfu læknisvottorða skal læknir sérstaklega hafa í huga tilgang vottorðsins.
Læknir skal gæta fyllstu varkárni og nákvæmni við gerð læknisvottorða og einungis votta þau atriði er hann veit sönnur á. Orðalag skal vera ljóst og ekki til þess fallið að valda mistúlkun.
Læknir skal ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt. Geta skal nákvæmlega þeirra heimilda er vottorðið kann að styðjast við. Greina skal glögglega milli frásagnar annarra, eigin athugunar læknis og álita hans. Forðast skal staðhæfingar um óorðna framvindu um ástand sjúklings, er læknirinn lætur í ljós álit sitt.
4. gr.
Lækni ber að hafa í huga þagnarskyldu sína og siðarreglur við gerð læknisvottorðs. Hann skal sérstaklega gæta þess að óviðkomandi aðilum séu ekki látinn í té læknisvottorð nema fyrir liggi samþykkt sjúklings, foreldris eða forráðamanns eða annars umboðsmanns hans, sbr. 1. gr. Læknir skal hafa í huga að læknisvottorð getur orðið gagn sem getur haft afgerandi þýðingu varðandi úrskurð opinberra aðila og í
dómsmálum. Í dómsmálum getur hann þurft að staðfesta vottorðið fyrir dómi.
5. gr.
Lækni ber að vanda allan frágang vottorðs. Notast skal við íslenskt orðaval og því aðeins erlend fræðiheiti að íslensk orð skorti. Vottorð skal dagsett og undirritað með eigin hendi læknis. Vottorðið skal þannig gert að sá sem notar vottorðið skilji innihald þess og markmið. það skal koma fram með greinilegum hætti nafn, læknisnúmer, vinnustaður og sími læknisins. Vottorðið skal vélritað eða skrifað með læsilegri hendi
(blokkskrift).
6. gr.
Reglur þessar, sem settar eru skv. 11. gr. læknalaga nr. 53/1988, með breytingu nr.
50/1990, öðlast gildi þegar við birtingu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. desember 1991.
Sighvatur Björgvinsson
Páll Sigurðsson
Er verið að „gjaldfella“ þagnarskylduna?
„Það er ábyrgðarhluti að víkka út starfssvið lækna og ætlast til að þeir taki að sér annað og meira hlutverk en það sem stéttinni hefur verið fólgið um aldir. Fara þarf varlega í allar breytingar á þeim lagaramma sem gilt hefur fram að þessu.“
Til að fá samhengi er bent á þessa grein í læknablaðinu: https://www.laeknabladid.is/2006/04/nr/2319
Leifur Árnason
https://mittval.is/drogum-ad-reglugerd-um-boluefnapassa-vottord-hardlega-motmaelt/
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- PROTECT THE CHILDREN23. nóvember, 2024BARNAMÁLARÁÐSTEFNAN 2024
- MANNRÉTTINDI19. nóvember, 2024MENNTASPJALL VALGERÐAR SNÆLAND JÓNSDÓTTUR
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008