Viðskiptablaðið lætur grein um ritskoðun Katrínar Jakobsdóttur hverfa fjórum vikum eftir að hún missti út úr sér öll plönin um bóluefnakaupin í beinni útsendingu á Harmageddon
Af hverju er Viðskiptablaðið búið að taka út greinina um ritskoðun Katrínar Jakobsdóttur síðan í apríl 2021?
27. apríl 2020 07:46
„Þetta er langt í frá eina dæmið um gömul pólitísk áhugamál, sem dregin hafa verið upp úr glatkistunni í kringum heimsfaraldurinn.“
Síðastliðið vor bar það til tíðinda að þjóðaröryggisráð var kvatt saman að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til þess að ræða fjölmiðlun og ógnir hennar. Greint var frá því að þar hefði hún tekið falsfréttir og upplýsingaóreiðu til umræðu, en að þjóðaröryggisráðið – vafalaust felmtri slegið – ráðgerði málþing næsta haust til að ræða þetta hugðarefni ráðherrans.
Það segir sitt um neyðarástandið að málþingið var aldrei haldið. Samt var það nú svo, eins og bent var á í þessum dálki hinn 6. júní í fyrra, að í þessu samhengi hefðu engin dæmi verið nefnd um að falsfréttir eða undirmál á netinu hefðu verið notuð til þess að grafa undan heilbrigðri þjóðmálaumræðu eða gangverki lýðræðisins á Íslandi. Ekki eitt einasta. Það eitt, að engin íslensk dæmi skyldu vera nefnd, hlyti að fá fólk til þess að staldra við í þeim efnum, enda sérstök ástæða til þess að fara að öllu með gát þegar tjáningarfrelsið væri annars vegar. Og eins og fyrr segir, þá virtust fleiri komast að þeirri niðurstöðu, því ekkert meira varð úr þessu. Fyrr en núna, að þessu sérstaka áhugamál forsætisráðherrans skýtur allt í einu upp á yfirborðið, en nú auðvitað undir því yfirskyni að það varði sérstaklega heimsfaraldurinn.
Þetta er langt í frá eina dæmið um gömul pólitísk áhugamál, sem dregin hafa verið upp úr glatkistunni í kringum heimsfaraldurinn, því nú er lag og stjórnmálamenn um allar trissur brenna í skinninu til þess að nota öll þau völd sem neyðarástandið hefur fært þeim. Misnota, með öðrum orðum. Rétt eins og menn horfa upp á þessa dagana hjá Orbán og Erdogan, kollegum Katrínar. Rétt eins og í fyrra eru engin, alls ekki nein, dæmi nefnd um þetta. Svo hver er nauðsynin?
Hvert er tilefnið?
Þorsteinn Friðrik Halldórsson, góður kollegi á Markaðnum, viðskiptakálfi Fréttablaðsins, skrifaði um þetta grein í gær.
Þar sagði m.a.:
Eitt er á hreinu: Rangar upplýsingar um COVID-19 eru ekki og hafa ekki verið vandamál á Íslandi. Hér á landi hefur verið komið á tímabundnu sérfræðingaræði, leiddu af þríeykinu, sem leggur línurnar í beinni útsendingu á hverjum degi. Almenningur hlýðir yfirlögregluþjóninum, treystir sérfræðingunum og hefur lítið þol fyrir mótbárum. Undirtónninn vekur ugg.
Hvernig verður tekið á fréttum sem yfirvöld dæma rangar? Hverju á þessi vinna eiginlega að skila? […] Það er áhyggjuefni ef íslensk stjórnvöld ætla að notfæra sér traust almennings á þessum tímum og óttann við veiruna til þess að vekja þau hughrif að yfirvöld séu eini handhafi sannleikans. Að sporna þurfi gegn upplýsingaóreiðu sem flækist fyrir. Undir þetta skal heilshugar tekið.
* * *
Ekki þó kannski síður þegar horft er til samsetningar hópsins. Þar er þétt setinn bekkurinn úr ráðuneytunum, sem vafalaust telja sig handhafa sannleikans auk framkvæmdarvaldsins.
Einn blaðamaður er þar líka, Guðrún Hálfdánardóttir af Morgunblaðinu, mætur blaðamaður, þó fjölmiðlarýni þyki það hreint ekki við hæfi að blaðamenn gefi sig að störfum sem þessum. Það er ámóta galið og ef sérfræðingur Morgunblaðsins í landbúnaðarfréttum tæki sæti í búvörunefnd.
En síðan rekur maður augun í að í nefndina er einnig skipuð Anna Lísa Björnsdóttir, sem sögð er samskiptamiðlafræðingur svo enginn efist um hæfi hennar, en alveg látið vera að greina frá því að hún sé starfsmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs!
Google frændi hefur raunar aldrei áður séð þennan titil, samskiptamiðlafræðingur, en er það í alvöru verjandi að setja einhvern flokkshest inn í nefnd, sem á að fjalla um svo viðkvæm mál? Þar er einnig Jón Gunnar Ólafsson, fjölmiðlafræðingur, vafalaust hinn mætasti maður, en þó að yðar einlægur hafi aldrei séð flokksskírteinið hjá honum, þá er hann viss um að það er líka í lagi hjá honum.
Þá er að nefna Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar, sem einnig á sæti í vinnuhópnum. Hér hefur áður verið talsvert fjallað um störf hennar og nefndarinnar, svo lesandann rennir sjálfsagt í grun um hversu heppilega yðar einlægur telur hana í hópinn. Hitt er þó eiginlega hálfu verra, sem haft var eftir henni í Ríkisútvarpinu um störfin fram undan.
Þar lét hún í ljósi áhyggjur af falsfréttum almennt, sem ýttu undir „tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu”.
Ha? – Nú er það svo að jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur gengist við því að hafa staðið sig slælega og beðist opinberlega afsökunar.
Er það virkilega svo að ríkisvaldið sé að fara að sporna gegn því að fluttar séu fréttir, sem gætu vakið vantraust á stjórnvöldum og jafnvel sjálfu Evrópusambandinu?
Þá að gefnu tilefni sem tilefnislausu?! Þessi yfirlýsing bendir ekki til þess að dómgreindin sé í lagi þarna hjá fjölmiðlaeftirlitinu og hugmyndir um frjálsa fjölmiðlun og góða lýðræðisskipan ámóta mikil og hjá þeim Glerskeggi og Göbbels.
Twitter-færsla fyrrnefndrar Önnu Lísu gefur ekki betri vonir, en þar birti hún lista yfir blaðamenn og stjórnvöld, sem að hennar sögn birta bara réttar upplýsingar.
Eva Hauksdóttir sagði af því tilefni í Kvennablaðinu:
„Nú bíðum við bara spennt eftir listanum yfir þá blaðamenn sem ekki hljóta náð fyrir augum ritskoðenda.” Sem er ekki bara hótfyndni.Enn síður þegar haft er í huga að meðal þeirra sem Anna Lísa treystir sérstaklega er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem sætt hefur sérstöku ámæli að undanförnu fyrir undirlægjuhátt við Kínverja og ranga miðlun upplýsinga um pláguna! Hvernig eigum við að treysta upplýsingaóreiðuhópnum?
En kannski er þetta sem koma skal?
Á upplýsingafundi hinn 11. apríl lýsti landlæknir yfir áhyggjum af falsfréttum, sagði að vísu að íslenskir fjölmiðlar væru almennt góðir, en gaf þó sitt í skyn með ráðleggingum til almennings um að „leita til fjölmiðla sem þegar hafa sýnt í verki að þeir eru traustsins verðir”.
Hvað næst?
Að landlæknir birti lista um verðuga miðla og óverðuga, góða og vonda, leyfða og bannaða?
Það er rétt að muna að í ógnaröld frönsku byltingarinnar var hinn blóði drifni Robespierre einmitt forstöðumaður Lýðheilsustofnunar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var gestur í Harmageddon, þætti Frosta Logasonar og Mána Péturssonar, á útvarpsstöðinni X977 þann 25. mars 2021.
Katrín var þar spurð út í árangur Íslands í bólusetningum og gekk Frosti hart að forsætisráðherra og krafði hana svara um af hverju bólusetningar hefðu ekki gengið hraðar fyrir sig en raun ber vitni.
Forsætisráðherra viðurkenndi að vissulega hefðu orðið tafir á afhendingu bóluefna en Frosti hélt áfram og spurði hana meðal annars af hverju ekki hefði verið reynt að útvega Íslendingum skammta að rússneska bóluefninu Sputnik V. Forsætisráðherra sagði það fyrst og fremst velta á því hvort bóluefnið fengi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu.
„Ég held að við sem hér búum, Íslendingar, við viljum líka vera algjörlega örugg með það að það sem er verið að gera sé faglegt og byggi á ýtrustu kröfum,“ sagði forsætisráðherra.
Frosti gaf sig hins vegar ekki og þegar talið barst að frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, setti forsætisráðherra hins vegar fótinn niður.
Hvað áttu við? spurði Frosti.
„Það hangir á því að Lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu og rannsóknum á því efni.“
Og hvaða vinna er raunverulega í gangi? Þú segir að þetta sé til skoðunar, er verið að kanna hvort að við getum fengið Sputnik V hér á Íslandi?
„Jahh, það er bara verið að vinna að því.“
Geturðu ekkert skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur Sputnik V?
„Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“
Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra raunverulega í stakk búin til að valda þessu verkefni?
„Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“
Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og …
„Nei, nú ætla ég að segja stopp.“
Af hverju?
„Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“
En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu?
„Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og las Frosta svo pistilinn:
„Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“
Ekki í bóluefnunum, Katrín.
„Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki hafa haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Harmageddon – Katrín Jakobs um Covid og bóluefnaklúðrið
Hispurslaust samtal við forsætisráðherra um þá stöðu sem upp er komin í tengslum við Covid-19 og bólusetningar þann
HVAÐ ER VERIÐ AÐ FELA?
Guðrún Bergmann skrifar eftirfarandi grein þann 29. nóvember 2020
VORU TENGSLIN VIÐ AMGEN EKKI Á HREINU?
Í viðtali Der Spiegel í Þýskalandi við Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrr á þessu ári, sem fjallað var um á mbl.is kom eftirfarandi fram:
Vakin er athygli á því að Íslendingar hafi nú tekið sýni hjá um 12% þjóðarinnar, hæsta hlutfalls í heimi, á meðan Þjóðverjar eru mun neðar á listanum, með um 2%. Sagt er frá því að á Íslandi sjái Íslensk erfðagreining að miklu leyti um þessar skimanir, og Katrín er spurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af gögnunum.
„Þetta var rætt fram og til baka en persónuverndaryfirvöld og vísindasiðanefnd hafa farið gaumgæfilega í gegnum þetta allt og lagt blessun sína yfir þetta,“ segir Katrín.
Ég spyr því: Vissi Katrín ekki að Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen og að upplýsingum héðan yrði deilt þangað? Höfðu vísindasiðanefnd og persónuverndaryfirvöld heldur enga hugmynd um það?
Margt er enn í þoku, en vonandi léttir bráðlega og við förum að fá skýr svör – eða hvað?
HRÖÐ FJÖLGUN AUKAVERKANA Í BRETLANDI
Ég hef áður fjallað um aukaverkanir hinna svokölluðu „bóluefna“ í greinum mínum og held áfram að gera það. Að mínu mati valda þessi „efni“ meiri skaða en gagni – sama hvað forsætisráðherra [i], heilbrigðisráðherra [ii], landlæknir [iii] og sóttvarnalæknir [iv] segja.
Á sjö vikna tímabili frá 24. janúar s.l. og fram til 14. mars s.l. fjölgaði tilkynningum í Bretlandi um alvarlegar aukaverkanir af Pfizer/BioNTech „efninu“ um 119,6% og eru tilkynningarnar nú orðnar 108.649 samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. [v]
Á sama tímabili fjölgaði tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir vegna AstraZeneca „efnisins“ um 1.302,77% – (já, þú last rétt – rúm þrettán hundruð prósent) – og er heildarfjöldi tilkynninga því orðinn 294.820 samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. [vi]
403.469 TILKYNNINGAR – SAMT BARA UM 1%
- Fram til 24 janúar sendu 1 af hverjum 333 sem sprautaðir höfðu verið með þessum „tilraunaefnum“, sem bæði eru á neyðarleyfum, inn tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir. Þann 14. mars var hlutfall þeirra sem tilkynntu alvarlegar aukaverkanir orðið 1 af hverju 166.
Þótt tilkynnt hafi verið um 403.469 tilvik um alvarlegar aukaverkanir tengdar þessum tveimur “efnum” er áætlað að einungis um 1% af alvarlegum aukaverkunum séu tilkynntar til MHRA Yellow Card Scheme [vii] síðunnar, þar sem margir Bretar vita ekki að hún sé til.
Hugsanlega gildir hið sama um tilkynningar hér á landi, sem þegar þetta er skrifað eru orðnar tæplega 600. Þess utan eru tilkynntar aukaverkanir hér á landi ekki flokkaðar í undirflokka eins og gert er á síðum breska ríkisins. [viii]
VAKNA ENGAR SPURNINGAR?
Vakna engar spurningar hjá fólki eftir svona upplýsingar?
Telur það enn að ávinningur af þeim sé meiri en skaðinn? Að þú verðir ekki ein/einn af þessum 166 sem fá aukaverkanir?
Af hverju leggja yfirvöld hér á landi svona mikið kapp á að „sprauta“ alla – en koma í veg fyrir að við fáum að nota náttúruleg og viðurkennd efni eins og hydrochloroquin eða ivermectin – og minnast ekki einu orði á að hægt sé að styrkja ónæmiskerfið með D- og C-vítamínum, seleníum og sinki?
Var landinu lokað fyrir helgi, til að hægt væri að keyra notkun Astra/Zeneca aftur í gang, þrátt fyrir skelfilegar aukaverkanir?
Var það vegna þess að búið er að kaupa svo mikið af „efninu“ – eins og Katrín Jakobsdóttir forsætirráðherra missti út úr sér í viðtali á Harmageddoní nýliðinni viku? (þann 25. mars 2021)
Eða var það vegna þess að við erum þátttakendur í ENDURRÆSINGUNNI MIKLU með World Economic Forum, International Monetary Fund, WHO Alþjóða heilbrigðismálastofnunni og Sameinuðu þjóðunum – án þess að þegnar landins viti af því?
Svona rétt í lokin er HÉR SLÓÐ inn á myndband þar sem bresk hjúkrunarkona, sem hætt er störfum vegna lyganna og falsins sem er í gangi í heilbrigðiskerfinu þar í landi, deilir raunverulegum upplýsingum um ástandið.
https://www.weforum.org/agenda/authors/katrin-jakobsdottir
HEIMILDIR
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/27/katrin_vid_spiegel_komum_tviefld_til_baka
https://gudrunbergmann.is/hvad-er-verid-ad-fela
https://gudrunbergmann.is/aukning-aukaverkana-i-bretlandi/
https://www.visir.is/k/0334f1e7-497c-4004-a0e3-5870ebba0727-1616674030854
https://www.ruv.is/frett/2020/05/28/kenna-folki-ad-koma-auga-a-falsfrettir
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/bolusetja_liklegast_med_astrazeneca_a_morgun/
https://www.visir.is/k/0334f1e7-497c-4004-a0e3-5870ebba0727-1616674030854
https://www.weforum.org/agenda/authors/katrin-jakobsdottir
https://www.ruv.is/frett/2020/05/28/kenna-folki-ad-koma-auga-a-falsfrettir
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Með sameiginlegu átaki náum við að koma Sævar Kolandavelu í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð á mánudaginn.
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR
- GLÆPUR GEGN MANNKYNI9. janúar, 2024Janet Ossebaard, höfundur heimildarmyndarinnar “The fall of the Cabal” fannst látin á jóladag