Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, var gestur í Harma­gedd­on, þætti Frosta Loga­sonar og Mána Péturs­sonar, á út­varps­stöðinni X977 þann 25. mars 2021.

Katrín var þar spurð út í árangur Ís­lands í bólu­setningum og gekk Frosti hart að for­sætis­ráð­herra og krafði hana svara um af hverju bólu­setningar hefðu ekki gengið hraðar fyrir sig en raun ber vitni.

For­sætis­ráð­herra viður­kenndi að vissu­lega hefðu orðið tafir á af­hendingu bólu­efna en Frosti hélt á­fram og spurði hana meðal annars af hverju ekki hefði verið reynt að út­vega Ís­lendingum skammta að rúss­neska bólu­efninu Sput­nik V. For­sætis­ráð­herra sagði það fyrst og fremst velta á því hvort bólu­efnið fengi markaðs­leyfi frá Lyfja­stofnun Evrópu.

„Ég held að við sem hér búum, Ís­lendingar, við viljum líka vera al­gjör­lega örugg með það að það sem er verið að gera sé fag­legt og byggi á ýtrustu kröfum,“ sagði for­sætis­ráð­herra.


Frosti gaf sig hins vegar ekki og þegar talið barst að frammi­stöðu Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, setti for­sætis­ráð­herra hins vegar fótinn niður.

Hvað áttu við? spurði Frosti.

„Það hangir á því að Lyfja­stofnun Evrópu ljúki sinni vinnu og rannsóknum á því efni.“

Og hvaða vinna er raun­veru­lega í gangi? Þú segir að þetta sé til skoðunar, er verið að kanna hvort að við getum fengið Sput­nik V hér á Ís­landi?

„Jahh, það er bara verið að vinna að því.“

Geturðu ekkert skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í sam­band við fram­leið­endur Sput­nik V?

„Heil­brigðis­mála­ráðu­neytið fer með þetta mál og það hafa verið sam­skipti við þá aðila sem eru í Rúss­landi og eru í þessum sam­skiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“

Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heil­brigðis­ráð­herra raun­veru­lega í stakk búin til að valda þessu verk­efni?

„Þetta finnst mér nú stór­furðu­leg spurning satt að segja.“

Hún hefur per­sónu­lega verið að glíma við mikla erfið­leika og …

„Nei, nú ætla ég að segja stopp.“

Af hverju?

„Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn ein­hverja per­sónu­lega erfið­leika, Frosti.“

En Frosti gaf sig ekki og spurði á­fram: Er hún að valda starfinu?

„Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og las Frosta svo pistilinn:

„Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í bar­áttunni við þennan far­aldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópu­þjóðir, Bretar, Banda­ríkja­menn, bara nefndu það. Í sótt­varnar­ráð­stöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upp­lýsinga­gjöf…“

Ekki í bólu­efnunum, Katrín.

„Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Ein­staka þátt­töku Ís­lendinga, ein­staka sam­stillingu fag­aðila, rann­sak­enda, og heil­brigðis­yfir­valda. Og ert þú að spyrja mig í al­vöru hvort heil­brigðis­ráð­herra valdi starfi sínu? Við gætum ekki hafa haft betri heil­brigðis­ráð­herra en Svan­dísi Svavars­dóttur.“

Hlusta má á við­talið í heild sinni hér að neðan.