Umsögn um ný sóttvarnalög eftir Leif Árnason flugstjóra og stjórnarmanns í mannréttindasamtökunum Mín Leið - Mitt Val - mittval.is

Umsögn um ný sóttvarnalög eftir Leif Árnason flugstjóra og stjórnarmanns í mannréttindasamtökunum Mín Leið – Mitt Val

Athugið að eftir að frumvarpið verður lagt  fram á Alþingi, verður hægt að senda umsögn til velferðanefndar.

Heilbrigðisráðuneytið Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Varðar mál nr. 26/2022
Drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir


Nr.S-26/202201.02.2022

Frumvarp til laga um sóttvarnir sem hér er til kynningar og samráðs er samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18…

Hafnarfirði 15. Febrúar 2022

Þegar þetta er ritað síðdegis 15. febrúar, hafa þegar komið fram umsagnir með athugasemdum við skilgreiningu á

  • „heilbrigðisstarfsmaður“
    „inngrip“

Við umfjöllun um viðbrögð vegna „gruns“ um sjúkdóm,, takmarkanir á athafnafrelsi, höfnun/banni á árangursríkum lyfjameðferðum (grafalvarlegt og andstætt læknisfræðinni), tengsl við alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO,

 „PCR-faraldur“ og þau „drastísku“, pólítísku viðbrögð vegna skimana, sem segja ekki til um veikindi og jafnræði og meðalhóf og fleira og fer ég ekki nánar inn á þau gríðarmikilvægu atriði.


7. gr Samstarfsnefnd um sóttvarnir

„Ráðherra skipar samstarfsnefnd um sóttvarnir til fjögurra ára í senn til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna.

Samstarfsnefndinni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar einstaklinga, til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í nefndinni sitja sóttvarnalæknir, sem jafnframt er formaður, tveir fulltrúar tilnefndir af Matvælastofnun og skal annar vera sérfróður um matvælaöryggi en hinn um smitsjúkdóma í dýrum, einn frá Geislavörnum ríkisins og tveir frá Umhverfisstofnun og skal annar vera sérfróður um matvælaöryggi en hinn um eiturefni. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin hefur aðsetur hjá embætti landlæknis.

Nefndinni er heimill aðgangur að nauðsynlegum gögnum og öllum stöðum sem hún telur nauðsynlegt að skoða og getur fengið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf. Nefndin skal gefa öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, matvælum og umhverfi fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða til að uppræta hættu af völdum smits, eiturefna eða geislavirkra efna. Að öðru leyti skal framkvæmd vera í samræmi við lög þessi og, eftir því sem við á, sérlög um einstaka eftirlitsaðila. „

Aths: Nefndarmenn eru 6, formaður er sóttvarnalæknir. Aðrir eru ekki læknar. Nefndarmenn (varamenn þ.m.t) þurfa að sverja eið um þagnarskyldu, svipað og læknar og hjúkrunarstéttir, vegna þeirra heimilda nefndarinnar m.a. um persónugreinanlegar upplýsingar, sem koma fram í greininni.


12. gr Skyldur einstaklinga og lögaðila

2. mgr „Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að halda að hann hafi smitast af alvarlegum eða samfélagslega hættulegum sjúkdómi er skylt að leita til læknis án tafar. Leiði heilbrigðisskoðun í ljós að um slíkan sjúkdóm sé að ræða er viðkomandi skyldur að fylgja fyrirmælum læknis um meðferð og ráðstafanir til að fyrirbyggja smit. Gruni lækni að einstaklingur geti verið haldinn smitsjúkdómi, eða ef smitrakning vekur upp slíkan grun, er viðkomandi skylt að fylgja fyrirmælum um ráðstafanir, þ.m.t. reglugerðum settum á grundvelli laga þessara, til að fyrirbyggja smit. „

Aths: Að leggja þetta fyrir allan almenning einstaklinga er að mínu mati ekki forsvaranlegt og allt of víðtækt til að almenningur kunni skilgreiningar á þessum hugtökum.

Í orðskýringum, atr. 13, er smitsjúkdómur skýrður svo:

„Smitsjúkdómur: Með smitsjúkdómi er átt við sjúkdóm eða ástand sem orsakast af sjúkdómsvöldum, svo sem smitefni, örveru eða sníkjudýri og sem smitast frá, til eða milli fólks. Með smitsjúkdómi er enn fremur átt við alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar eiturefna og geislavirkra efna.“


Þessi skýring er allvíðtæk og getur þess vegna átt við venjulegt kvef og „flensu“, með hita, beinverkjum og slappleika, sem margir myndu ekki leita til læknis með, annars vegar en ennfremur hermannaveiki, sem smitast ekki milli manna, hins vegar.

Í orðasafni Árnastofnunar er „smitsjúkdómur“ orðaður svo: https://idord.arnastofnun.is/leit/smitsjúkdómur/ordabok/LAEKN/order/IS

P.s. Hvet ykkur til að lesa þó ekki væri nema kaflann „Lockstep“ í riti Rockefeller Foundation- „Scenarios for the Future of Technology and International Development“, sem gefið var út árið 2010. 8 blaðsíður , fljótlesið,

Kaflinn er ritaður í þátíð: https://www.nommeraadio.ee/meedia/pdf/RRS/Rockefeller%20Foundation.pdf


Lokaorð

Mörg ykkar hafa ekki tíma eða áhuga á hvað gerist í stjórnsýslunni. Þar á sér stað ýmislegt, sem betur færi á að fylgjast með. Eins og nú. Drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum…….

Of seint er í dag að lesa drögin, því umsagnafrestur er til miðnættis.Hins vegar, með því að lesa umsögn Guðrúnar Bergmann, sem færð var á samráðsgáttina í dag, getið þið gert ykkur grein fyrir að verið er að gefa hinu opinbera “óútfylltan tékka” í sambandi við viðbrögð hins opinbera við “pest” eins og sars-cov 2, sem var … flensa eða flensulík pest.

Hvet ykkur eindregið að skoða umsögn Guðrúnar Bergmann líka. 

Leifur Árnason fv. flugstjóri 
Varamaður í stjórn Mannréttindasamtakanna Mín Leið – Mitt Val

leifur.arnason@gmail.com

  • 522 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻