Samkvæmt Sáttmálum Óttans - mittval.is

Samkvæmt Sáttmálum Óttans

Viðar Guðjohnsen skrifar;

„Fram munu koma marg­ir fals­spá­menn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lög­leysi magn­ast mun kær­leik­ur flestra kólna“ (Matt 14.11-12).

Um­rótið

Með um­rót­inu er vísað til and­stæðu íhalds­ins. Því sem íhaldið vill halda í og varðveita vill um­rótið skipta út fyr­ir eitt­hvað annað. Hug­takið „umrót“, sem fyrsti formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins gerði góð skil sem and­stæðu varðveislu­stefn­unn­ar, er lýs­andi fyr­ir það hug­ar­far og þá stefnu sem nú hef­ur orðið ríkj­andi hjá full­trú­um allra flokka. Hug­ar­far sem vill eyða flest­um ef ekki öll­um okk­ar gild­um, hefðum og ein­kenn­um; hvort sem um er að ræða full­veldið, réttarör­yggið, tján­ing­ar­frelsið, tungu­málið, trúna, æru­vernd­ina, manna­nafna­hefðina, helgi­dagafriðinn, heil­ag­leika hjóna­bands­ins, virðingu fyr­ir hinu ófædda barni eða jafn­vel hinum áður óum­deilda sann­leik nátt­úru­vís­ind­anna um til­vist karls og konu.


Ég er sá, sem ég er

Það þarf að varpa fram þeirri spurn­ingu um hvernig skip­an sam­fé­lags­ins og sam­skipti manna á milli þró­ast ef ein­stak­ling­ur­inn tek­ur sér vald Drott­ins og ger­ir sig að Guði í eig­in aug­um. Lík­lega erum við far­in að finna smjörþef­inn af því hvað ger­ist ef trú­in á hinn æðsta mátt hverf­ur. Ég er sá, sem ég er sagði Guð við Móse en þessi setn­ing er far­in að heyr­ast oft­ar í sam­fé­lag­inu hjá þeim sem byggja sitt siðferði á per­sónu­legri henti­semi hvers tíma. Skilja menn ekki að slíkt var reynt!


Gengið inn um víða hliðið

Það er óþarfi að benda á til­tekna flokka eða kjörna full­trúa í þessu sam­hengi enda hafa þeir flest­ir sýnt al­gjör­an und­ir­lægju­hátt og ves­al­dóm upp á síðkastið. Sem dæmi ákvað rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins ný­lega að taka upp bar­áttu­mál umróts­ins til lengri tíma og ger­ast kyndil­beri í aðför­inni að manna­nafna­nefnd og mjög ein­stakri hefð í nafn­gift barna. Á síðasta kjör­tíma­bili hafði dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins staðið að efn­is­legu af­námi laga um frið vegna helgi­daga­halds þegar nán­ast all­ar grein­ar lag­anna voru felld­ar á brott. Ráðherr­ann taldi nauðsyn­legt að verja frelsi manna til að drekka sig fulla og spila bingó á föstu­dag­inn langa. Það var í grunn­inn einnig brautryðjanda­mál umróts­ins.

Fleiri mál mætti nefna, s.s. þau lög sem heim­ila deyðingu á fimm mánaða barni í móðurkviði (lög nr. 43/ 2019) eða „Mala­koff“-lög­in svo­nefndu sem fjar­lægðu umráðarétt manna yfir eig­in lík­ama eft­ir and­lát (lög nr. 58/ 2018). Að ógleymd­um þeim und­ar­legu lög­um sem í grunn­inn lít­ilsvirða ekki aðeins kon­ur og karla held­ur einnig sjálf nátt­úru­vís­ind­in (lög nr. 80/ 2019).

Allt eru þetta mál sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði átt að berj­ast gegn. Ef stjórn­ar­sam­starfið var eitt­hvað sem var að vefjast fyr­ir mönn­um hefðu menn auðvitað átt að kæfa þessi mál í nefnd­um.

Það er eng­in furða að Pírat­ar hreyki sér af svo­kölluðum pírata­áhrif­um. Pírat­ar hafa raun­veru­lega náð að áorka því að láta sín umróts­fræði „seytla inn í stefn­ur annarra flokka“ eins og þingmaður flokks­ins benti á í aðal­fund­ar­ræðu sinni árið 2021. Þetta sagði hún og þetta er rétt.


Hels­is­hug­tök­in þrjú

Hat­ursorðræða, upp­lýs­inga­óreiða og fals­frétt­ir eru þrjú hug­tök sem vest­ræn­ir stjórn­mála­menn hafa ný­lega dregið upp úr töfra­hatti sjón­hverf­ing­anna til að rétt­læta hina og þessa skerðingu á tján­ing­ar­frelsi manna um mál sem þeir vilja ekki ræða.

Þessi hug­tök eru auðvitað ekki ný af nál­inni. Flest­ir meðreiðar­svein­ar alræðis hafa með ein­um eða öðrum hætti not­ast við þessi sömu hug­tök með það fyr­ir aug­um að kremja umræðu sem ekki er þeim þókn­an­leg.

Nú er svo komið að það telst til hat­urs­glæps að benda á að kon­an ein get­ur orðið móðir. Það er auðvitað ekk­ert annað en skoðanakúg­un sem minn­ir á hin fá­rán­legu rétt­ar­höld yfir Galí­leó Galí­lei.

Fyr­ir þá sem ekki þekkja rétt­ar­höld­in yfir Galí­leó þá sner­ust þau um sólmiðju­kenn­ing­una. Páfag­arður taldi jarðmiðju­kenn­ing­una hina einu réttu. Galí­leó neydd­ist til að af­neita sólmiðju­kenn­ing­unni og lýsa því yfir op­in­ber­lega að jörðin væri kyrr­stæð og að allt annað sner­ist í kring­um hana. Höf­um þetta hug­fast þegar okk­ur er sagt að það þurfi að refsa fyr­ir hina og þessa skoðanaglæpi.


Sam­kvæmt sátt­mála ótt­ans

Í miklu riti Sol­sénít­síns um Gúlag-þrælk­un­ar­búðirn­ar er fjallað um þá sam­fé­lags­legu geðveiki sem hreiðraði um sig í Ráðstjórn­ar­ríkj­un­um. Bók­staf­lega all­ir lugu að öll­um í þeirri von að myrkrið myndi ekki ná þeim og að klikk­un­in myndi bara hverfa. Þetta hug­ar­far af­neit­un­ar var ekk­ert nema sjálfs­blekk­ing. Auðvitað náði myrkrið öll­um að lok­um og hið illa vann því góðir menn yf­ir­gáfu sann­leik­ann. Það hafði al­var­leg­ar af­leiðing­ar að menn létu und­an ótt­an­um og tóku þátt í ríki lyga. Sag­an hef­ur sýnt það margoft, eins og vel er að orði kom­ist í Biblí­unni, að vítt er hliðið og breiður er veg­ur­inn sem ligg­ur til glöt­un­ar­inn­ar, og að marg­ir eru þeir sem ganga inn um það.

Það þarf því miður ekki mikið meira en að góðir menn hjúfri um sig í heig­ul­skap og hjarðhegðun til þess að hið illa efl­ist. Alræði umróts­ins lif­ir í lyg­inni og með þátt­töku veik­geðja manna er hægt og bít­andi verið að hola að inn­an okk­ar mik­il­væga burðar­virki laga og rétt­ar.

Höf­und­ur er lyfja­fræðing­ur og sjálf­stæðismaður.

  • 522 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻