PPO skrifar í fréttatilkynningu:

„EPPO staðfestir að hafin er rannsókn á öflun covid-19 bóluefna til ESB. Þessi einstaka og sjaldgæfa staðfesting er gerð í kjölfar mikils áhuga almennings á málinu. Engar frekari upplýsingar verða gerðar opinberar á þessu stigi.“


Sagðist ætla að uppræta spillingu í eigin garði

Umboðsmaður ESB gagnrýndi Ursula von der Leyen í janúar, þegar starfsmenn hennar fylgdu ekki reglum framkvæmdastjórnar ESB um hreinskilni og gagnsæi í samningaviðræðum við Pfizer. Fólk sem tengist framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er meðal annars sagt hafa hitt hagsmunaaðila, sem ekki voru á opinberri skrá ESB um samtök og fulltrúa, sem reyna að hafa áhrif á ákvarðanir innan ESB.

Formaður framkvæmdastjórnar ESB er einnig sagður hafa beitt „einka samningaviðræðum“ við öflun bóluefnasamninganna.

Margir hlutar samninganna eru leynilegir, þar á meðal upplýsingar um verðlagningu. Von der Leyen skrifaði á Twitter í september í ár:

„Ef við viljum vera trúverðug þegar við biðjum umsóknarríkin um að efla lýðræðisríki sín, þá verðum við líka að uppræta spillingu í eigin garði.“ Ekki er ljóst hvort von der Leyen sjálf sætir rannsókn vegna spillingar.


Eins og Útvarp Saga greindi nýlega frá, þá vakti hollenski ESB-þingmaðurinn Roob Roos spurninguna, hvort Pfizer bóluefnið hafi verið sannreynt að stöðva útbreiðslu smits áður en það var sett á markað. Fulltrúi Pfizer svaraði með hlátri og „nei“ og hafa viðbrögðin verið hörð um allan heim, sérstaklega á samfélagsmiðlum.

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, átti upphaflega að máta hjá nefnd ESB-þingsins en hann dró sig úr á síðustu stundu og sendi þess í stað fulltrúa sinn. Franska ESB-þingkonan Virginie Joron krefst þess, að bæði Ursula von der Leyen og Albert Bourla geri grein undir eið fyrir því, hvernig stærstu kaup framkvæmdastjórnar ESB hafi í raun farið fram. Samkvæmt Epochtimes, þá sakar hún einnig Ursula von der Leyen um „meðvirka spillingu.“