Með sameiginlegu átaki náum við að koma Sævar Kolandavelu í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð á mánudaginn.
ágúst 9, 2024 - 1:38 f.h.
Þetta skal hafast.
Við erum 700.000 frá því að eiga fyrir aðgerðinni sem þarf að greiða á morgun föstudaginn 9. ágúst !
Logi Unnarson Jónsson skrifar á Facebook:
Nú er komið að endasprettinum.
Mánudaginn 13. ágúst er fyrirhuguð 10 tíma lífsnauðsynleg aðgerð fyrir Sævar Kolandavelu.
Ég vil því hvetja alla sem geta styrkt hann til að komast á fætur að leggja inn á styrktareikning hans til að gera þetta sem þægilegast fyrir hann.
Hann á það svo sannarlega skilið eftir allar þessar þjáningar sem hann hefur gengið í gegnum síðustu átta ár með slitið liðband í mjöðm með tilheyrandi sársauka og skekkju í stoðkerfinu.
Nú er það endanlega staðfest að liðbandið í mjöðm Sævars (iiiolumbar ligament) er slitið sem þýðir að mjaðmagrindin og hryggurinn er hægt og hægt búin að vera að liðast í sundur og skekkjast.
Sævar hafði rétt fyrir sér!
Á öðrum fundi okkar með Prófessor Halil Atmaca horfði hann með samúð á Sævar og sagði að hann væri magnaður að hafa gengið í gegnum þessi átta ár í þeim þjáningum sem þetta veldur.
Sævar hefur leitað 13 sinnum á bráðamóttökuna hér heima og verið vísað út í hvert skipti og meðal annars af lögreglu.
Læknarnir gerðu ekkert fyrir hann nema að bjóða honum tíma hjá geðlæknum. Þetta er ekkert annað en mjög alvarlegt mannréttindabrot.
Sævar hefur þjáðst í átta ár!!!!!!!!
Nú stendur honum til boða aðgerð 13. ágúst til að laga þessi alvarlegu mein.
Þvílíka hetjan sem þú ert minn kæri vinur Sævar Kolandavelu
Sævar Kolandavelu skrifar á Facebook:
Kæru vinir.
Læknirinn Halil Atmaca hefur flýtt aðgerðinni minni vegna aðstæðna, og fer lokaskipulagsfundur fram núna á föstudag kl. 17.00 og verður aðgerðin framkvæmd 13. Ágúst.
FJÁRÖFLUN
Ég og Logi komum til baka frá Tyrklandi í Apríl, með bæði lagalega og akademíska niðurstöðu, sem tók ár að vinna eftir þeim stöðlum og kröfum sem Íslenska kerfið gerir til vísindalegra, lagalega, réttarkerfislega, læknisfræðilega til að mark skuli á hlutum tekið.
Við reyndum að fá Íslenskt heilbrigðiskerfi til að annast málið en fengum engin viðbrögð. Fyrir lá í grófum dráttum greining vandans, hvað þyrfti að gera.
Næsta skref var í “fínum dráttum”, þar sem myndir eru teknar aftur, aðferðir íhugaðar, rætt við kollega, mælt oft og nákvæmlega, gert sér grein fyrir nákvæmu eðli einstaks tilfellis, réttir varahlutir pantaðir, raðað í teymi eftir hvaða kunnátta þarf að vera í herberginu, og svo smíða lausn. Þá er ég ekki að meina “fara í þessa aðgerð”, heldur meira eins og teikna nákvæmlega upp hvaða hluti á að nota, hvernig og hvað skal leiðrétta, upp á gráður, horn og snúninga, oft í þrívídd í frekar flóknum bíómechanískum útreikningum, og svo er varahluturinn/viðgerðin/ígræðslan hönnuð og framkvæmd.
Við áttum ekki fyrir þessu næsta skrefi. Við fjármögnuðum Thugmonk, heimasíðu fyrir vörusölu sem selur vörur í samstarfi við vel valin fyrirtæki og bændur sem vilja vinna að velferðarverkefnum.
Þegar við settum af stað Karolina söfnun var áætlaður aðgerðarkostnaður 7-10 milljónir. Markið var sett á 6 milljónir á Karolina og styrktarreikning.
4.5 milljónir söfnuðust gegnum Karolina, eftir þóknanir til þeirra og kortafyrirtækja, og nokkra greiðsluseðla sem eru útistandandi og um 1,2 gegnum styrktarreikning.
- Samtals 5,7 milljónir.
Fyrir þá sem hafa misst af því langar mig að vísa í frásögn mína hér en við erum í þeirri óvæntu stöðu að komast í framúrstefnulega aðgerð á einum fremsta non-profit hátækni spítala heims, John Hopkins spítala, hér í Istanbúl.
Prof.Dr.Halil Atmaca
Hérna er instagramsíða prófessorsins sem hefur gefið ótal mörgum heilbrigt líf. https://www.instagram.com/profdrhalilatmaca
Gefur hann innsýn inn í framúrstefnulegar aðferðir sem komið er í almenna notkun. Hann er að taka okkur inn eins hratt og hann getur vegna alvarleika stöðunnar. Í mínu tilfelli ætlar hann að nota minimally invasive “vertebral body tethering”, en þá eru skrúfur festar í hryggjarliði, spjaldhrygg og mjöðm, og á milli skrúfa eru þræddir þræðir sem hafa örlitla teygju, festir í réttri lengd og styrk til að draga beinin úr opinni og óstöðugu ástandi í stöðugan “strúktúr” sem helst rétt saman, og hefur mjög minnkaða en einhverja hreyfigetu.
Þeir ætla semsagt að kippa mér í liðinn, og hér er einfölduð útskýring.
Þeir vilja komast hjá því að spengja hryggjarliði og spjaldhrygg og mjöðm, sem er hefðbundna aðferðin, fusion.
Fusion er standard aðgerð bæði í brjósklosi, brotum eða skemmdum á liðum, að stífa þá, með því að breyta tveim beinum í eitt, taka út liðamótin sem valda ofhreyfingu og skemmdum, taugaþrengingum, eða áverkum og brotum á hrygg, og gera úr þeim eitt bein.
Meðan hún hefur hjálpað mörgum til lífs af engu nema þjáningu, er það frekar frumstæð aðgerð og varanlegt og stórt inngrip, margar aukaverkanir mögulegar, og stoðkerfi mitt það skakkt og skælt að stálfesting í miðju bakinu gefur ekki tommu eftir gæti skapað hin ýmsu vandamál þegar ég fer að reyna stíga í ójafnt stoðkerfi, og þessi dýnamíska útfærsla hjálpar til við að dreifa álagi yfir stærra svæði jafnt.
Samtímis ætla þeir að gera ligament graft, eða nota biomaterial til að búa til gerviliðband, sem hefur ekki verið gert áður, en það verður verndað af “stálliðböndunum” og þó veikt til að byrja með munu þeir nota stofnfrumur og svokallaða growthfactors sem er komið fyrir í liðbandinu, sem og eftir aðgerð, en það er langtímaverkefni, og munum við vinna að því að “bio-engeneer-a” nýtt liðband þarna í hrygg.
Í sannleika hef ég, sem afleiðingu af því að ekki var gripið inn í fyrr, hlotið sextán áverka upp hrygginn, þar með talið sjö liðbönd sem eru að slitna, þar af eitt sem bindur höfuðkúpuna við hálshrygg, sem og slit í brjóstbaki, svo rifbein var farið úr lið sem varð að fjarlægja, ásamt því að öxlin og festingar sem ganga úr henni og vöðvar í hálssvæði hafa líka verið að rifna, og hringlar í raun hryggurinn minn eins og gormur á kassafíguru.
Þegar áverkinn sem er óstöðugur úr lið, í mjóbaki, mjöðm og spjaldhrygg er festur þar, þá lýkur neyðarástandi, og hryggurinn á mér er festur til baka úr ofstrekkingu og tjóðraður á sinn stað, eins og fjúkandi tjald í rétta festu, þá, færast þessir hlutar líkamans líka aftur í “save range of motion” og þá getur bati átt sér stað.
Ég hætti að slitna sundur við það eitt að slaka á og þurfa berjast við þyngdaraflið allan daginn. Því er þetta fyrsta aðgerðaráætlunin og verða ígræðsluliðböndin studd af bio-engineered stofnfrumumeðferð sem heldur áfram meðan heilunarferlið er í gangi. – Þá er ég öruggur og við tökum það þaðan.
Yfir þetta tímabil mun ég líklega vera að mestu í hjólastól, og fæturnir á mér svo þreyttir og beyglaðir að erfitt er að stíga í þá án þess að valda óeðlilegu álagi á bakið, og munum við forðast það til að byrja með. En ég verð í stöðugu ástandi. Get unnið á tölvunni. Farið aðeins um frá á-b á hækjum án þess að slasa mig meira í hverju skrefi þó ég hafi kannski hægar um mig en meðalmaðurinn, svona líkamlega allavega.
Eftir það tekur ferli að leiðrétta fótleggina, en hægri sköflungurinn er í maski, og snýr eins og lappir eiga bara ekki að snúa, einsog að reyna labba með fæturnar bundna saman og vinstri lærleggur líka, sem setur afkáranlegt álag á bakið, og myndi því gera líklegan bata afturkræfan ef það fengi að vera svoleiðis lengur en einhverja mánuði, sem setur meira álag á sama svæði og festingin er á og myndi auka líkur á failure til lengri tíma.
Því eru sköflungur og vinstra lærbein söguð sundur. Utan um ertu settir tölvustýrðir sívalningsrammar með pinnum sem ganga í beinin kringum brotin, og er snúið eftir tölvuútreikningum í þrívídd, í nákvæmar gráður og horn og lengdir til að beinin verði bein og symmetrísk. Beinunum er snúið um 0.3-1 mm á dag, í mínu tilfelli líklega 10 til 15 daga, og þegar staðan er orðin rétt er beinunum lokað saman með titanium nagla.
Þetta er gert til að taugar og æðar fái að venjast breytingum hægt án þess að skemmast, sem og ef brotið skekkist, of leiðréttist eða eitthvað gerist óeðlilegt í ferlinu, getur læknirinn byrjað að færa beinið aftur rétt eða dregið breytingu til baka og þarf ekki að loka þeim fyrr en hann er fullkomlega sáttur.
Þetta er hinsvegar skref tvö en ekki neyðarin grip núna, en eitthvað sem þarf að hafa í huga við ákvörðun um hvað gera skuli núna.
Þetta ferli mun leysa þann vanda sem hamlar mig frá flestu öðru. Framundan taka við ár af smáígræðslum, endurhæfingu og endurbyggja líkama minn sem líkastan náttúrulegu formi hans og eins miklu inngripi og þarf til, en eins litlu og við komumst upp með.
Við erum í surrealískri stöðu, og eftir okkur bíður fjárfesting í Thugmonk til að fjármagna góðgerðar og vísindastarf rekið gegnum hagstæða vörusöluferla, líkt og stórfyrirtæki gerir, nema peningum er veitt til helminga aftur inn í samfélagið sem skapar verðmæti sem og í starf, líkt og það sem við erum að gera og verið er að gera fyrir mig, fólk í sömu stöðu, sem fæddist uppúr þessu ferðalagi.
Við erum komin í mark til lengri tíma litið með áætlanir okkar um að byrja borga gott karma fyrir samfélögin okkar, því allt hefur áhrif. En maður getur ekki verið að þykjast vera reka einhver fyrirtæki 48 klukkustundum fyrir aðgerð, og bíða þessi tækifæri okkar eftir þrjár vikur. En ég þarf heilsuna mína og við erum alveg komin niður þannig stöðu að vega salt með biðdagafjöldann er ekki skynsamleg ákvörðun.
Læknirinn, sem er annars margra mánaða bið eftir vill mig inn á skurðstofu strax og hægt er, og hingað til hef ég ekki heyrt hann segja einn hlut sem ég veit til þess að sé ekki alveg réttur, og það er í fyrsta skipti sem ég á þá upplifun með lækni, og mér finnst lausnin snjallari og lengra hugsuð en ef ég hefði gert það sjálfur.
Ég treysti þessum manni fyrir því að klára verkefnið sem og hann starfar sem prófessor í Kocaeli Health and Technology University, og virðist hafa mikinn og einlægan áhuga á viðgfangsefninu, hefur verið fagmennskan uppmáluð í hverju skrefi,.
Og ég veit ekki hvað er hægt að óska sér meira, þó engu sé lofað en allt mögulegt í heimi hér, og svo er ekki beint og ég sé með einhverja vakosti aðra en láta þetta ganga upp, svona ef ég velti fyrir mér möguleikunum. Kostnaðarliðir hafa verið svona í grófum dráttum þennan mánuðinn:
- 300.000 Séfræðingar í vinnu eða læknatímum síðustu tvær vikur við undirbúning.
- 250.000 í flug fyrir mig og aðstoð
- 450.000 gisting og uppihald fyrir mánuð, og svo sjúkraflutningar, lyf, dagleg umönnun etc.
- 300.000 í myndatökur.
- 1.000.000 fer í ráðstöfun á vörum, og stofnun Thugmonk og byrja framleiða vöurnar sem pantaðar voru hjá Karolina.
Eftir 48 klst fer lokaundirbúningsfundur fram með Dr. Halil. Þar förum við yfir áætlunina nákvæmlega og hvert skref og undirbúum svæfingar og aðra ferla, innlögn og svo að lokum aðgerð 13. ágúst.
Verðið í aðgerðina er 5,3 milljónir, fyrsta skref, að festa þennan hættulega áverka og koma mér í stöðugt ástand, sem og uppihald og umönnun þennan mánaðartíma með nauðsynlegri aðstoð eftir aðgerð kostar 500.000.
Aðgerðina greiðum við eftir að allir pappírar og samkomulög eru gerð á föstudag. Staðan í sjóð hjá okkur er í augnablikinu, eftir að hafa farið vel með peninginn og notað okkar eigin launatékka í framfærslu og slíkt:
- 4,5 milljónir.
Vantar okkur um 800.000 næstu tvo sólarhringa til að tryggja lífsbjörg mína.
Við erum öll að vinna.
Logi og ég erum að reyna losa eigur tímanlega, fá Karolina stuðningsaðilanna okkar til að muna eftir okkur ef þeir hafa efni á, og svo langar mig að selja þessi armbönd áfram, sem eru aðallega mjög falleg, en eru frábært tól að æfa hugann sinn, en er aðallega táknræn fyrir viljann að gefa til baka það sem okkur er gefið, og ef ég kemst þarna inn á föstudag, þá erum við komin í mark, heilsufarslega, fjárhagslega, og andlega, og eftir aðgerðina getum við farið að byrja gera allt þetta skemmtilega og uppbyggilega.
Ef þú hefur áhuga að kaupa armband eða hjálpa síðustu metranna þar sem því miður náði ég ekki fullri Karolina upphæðinni inn tímanlega, þá væri það snilld. Þeir sem hafa getu til að deila þessum póst, mér þætti vænt um það. Fann btw lampann hans Aladdin og óskaði endalausra óska og ykkur öllum gæfu og geymdi eina.
Hvort hann virki verður að koma í ljós, en hann lítur nokkuð historically accurate samkvæmt mínu minni.
Muna eftir greiðsluseðlum eða styrkja á styrktarreikning til að ná í höfn.
Einnig má leggja inn á styrktarreikning og svo taka út í vörum, en þið getið séð vörurnar á Karolina og Facebook.
Eftir aðgerð, þá bjarga ég mér og hlakka til að setja fallegu samstarfsverkefnin sem bíða og hafa skapast upp úr þessu og vonandi leiða til góðs fyrir sem flesta sem þurfa á laggirnar.
Kærar kveðjur.
Um höfund
- ✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻
Síðustu færslur
- Sigurlaug Ragnarsdóttir15. ágúst, 2024‘Really Chilling’: Five Countries to Test European Vaccination Card
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Lög um borgaralega handtöku voru felld úr gildi árið 2008
- MANNRÉTTINDI9. ágúst, 2024Með sameiginlegu átaki náum við að koma Sævar Kolandavelu í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð á mánudaginn.
- Óflokkað30. maí, 2024GLÚMUR SEGIR ARNAR ÞÓR VERA MEÐ VITLAUSAR SKOÐANIR