HINN FULLKOMNI ÓHEIÐARLEIKI Á RÚV - ÞÓRA FÆR LOKSINS LOKAORÐIÐ - mittval.is

HINN FULLKOMNI ÓHEIÐARLEIKI Á RÚV – ÞÓRA FÆR LOKSINS LOKAORÐIÐ

FULLKOMINN ÓHEIÐARLEIKI Á RÚV 

ÁRIÐ 2012 – FORSETINN SEM VARÐ FORSETI LÖNGU FYRIR KOSNINGAR 

Þóra Arnórsdóttir var búin að vinna forsetakosningar þegar í upphafi kosningabaráttunnar og samkvæmt öllum meginstraumsfjölmiðlum á Íslandi þá mældust Þóra með yfirburða 95% fylgi. – Það er að segja þar til að talið var upp úr kjörkössunum en þá kom í ljós að fjölmiðladrottningin hafði stórlega tapað kosningunum fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. 

Í síðasta umræðuþættinum um forsetakosningarnar árið 2012 missti Þóra Arnórsdóttir tökin á stjórnseminni þar sem hún ætlaði að taka þáttinn yfir og tryggja sér síðasta orðið en Þóra talaði m.a um að hún “fyndi til” með þáttastjórnendum og það væri nú sennilega skýringin á þessum mistökum að leyfa henni ekki að klára þáttinn.

Þetta ákveðna form af “manupulation” flokkast ekki undir heiðarleg vinnubrögð heldur stjórnsemi. Manneskja sem virðir engin mörk, þykist vita hvernig öðrum líður og sýnir falska meðaumkun til að ná sínu fram, er ekki heiðarleg heldur spilar lúmskt á meðvirkni annara.

Þóra var þögguð niður af sínum eigin kollegum á RÚV, sjáftsagt orðin langþreytt á þessum forsoðna msm kosningasirkus hennar. 

Alþjóða leiðtoginn datt þarna beint á rassinn í beinni útsendingu á RÚV með allt sitt forsoðna 90 prósent fjölmiðla fylgi.  Og allir muna hvernig leikar fóru.

GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sakar fréttaskýringaþáttinn Kveik um að hafa sýnt hlutdrægni í umfjöllun um gagnrýnendur sóttvarnaraðgerða og finnst framsetning þáttarins til þess fallin að kasta rýrð á málflutning sinn.Jón Ívar Einarsson gagnrýnir umfjöllun Kveiks sem birtist í fyrr í október.Stundar Kveikur rann­sóknar­blaða­mennsku?

Jón Ívar Einarsson skrifar:

„Það gefur augaleið að þetta gefur Kveik fullkomið frelsi til að klippa viðtalið eins og best passar þeirri sögu sem þau vilja segja. Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna,“ segir Jón Ívar.

Jón segir um­fjöllun Kveiks jaðra við á­róður og varar fólk við að mæta í við­tal. Hann hvetur fólk til að hugsa sig vel um áður en það fellst á að koma í viðtal í þættinum.English version of Kveikur released | RÚVRitstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, gefur að sjálfsögðu lítið fyrir gagnrýnina og segir að faglega hafi verið unnið að umfjölluninni. Veit Þóra að henni ber lagaleg skylda til að hlusta á og virða gagnrýni viðmælenda sinna samkvæmt lögum um starfskyldur?

Í starfsháttum sínum skal Ríkisútvarpið:   

1. Vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð.
2. Ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast.
3. Sannreyna að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum.
4. Virða friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni
5. Vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.
6. Stunda vandaða og gagnrýna fréttamennsku og rýna m.a. störf yfirvalda, félaga og fyrirtækja sem hafa áhrif á hag almennings.Arnhildur Hálfdánardóttir

RANNSÓKNARBLAÐAKONAN ÁN ALLRA EFASEMDA 

Í innslaginu fjallaði fréttamaðurinn Arnhildur Hálfdánardóttir um fólk sem hefur haft uppi efasemdir um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda og bólusetningu gegn Covid-19.

Ef það er eitthvað sem mér er mein illa við þá er það fólk sem stundar það að gera öðrum upp hugmyndir um hvað það sér að hugsa, ígrunda eða aðhafast.

Arnhildur er opinber starfsmaður á RÚV og ber henni skylda til að vinna allt fréttaefni samkvæmt þeim lögum og reglum um þá starfshætti sem eiga að vera í fyrirrúmi hjá ríkisstofnunni RÚV sem hefur lögbundnu hlutverki og skyldum að gegna.

Ég er svo hjartanlega sammála Jóni Ívari og ég hefði varað hann við ef ég hefði vitað það fyrr. Það var mikið á sig lagt til að ginna mig í Big Pharma leikþáttinn Fólkið sem vildi ekki sprauturnar”.

ANSWER YOUR PHONE, I HAVE A QUESTION..... - stalker girl | Meme Generator

ER EITTHVAÐ ATHUGAVERT VIÐ ÞAÐ AÐ VILJA EKKI VERA SPRAUTUFÍKILL? 

Bara nafngift þáttarins fékk mig til að efast um að það væri hreinlega ekki allt í lagi í hausnum á blessaðri rannsóknarblaðakonunni.

Það má eiginlega segja að rannsóknarblaðakonan Arnhildur frá RÚV hafi ofsótt mig í heilan mánuð með stanslausu áreiti í formi stöðugra SMS skilaboða, tölvupósta og símhringinga, sem ég ansaði aldrei og datt aldrei í hug að ansa.

 Ég er menntaður listfræðingur og með MA próf í hagnýtri menningarmiðlun, eins hef ég BS gráðu í Sögu- og markaðstjórn. Ég hef starfað lengi sem myndbandahönnuður og framleitt kynningarmyndbönd m.a fyrir söfn, sýningar og setur á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi.

Því tel ég mig vita hvernig fagleg vinnubrögð eigi að líta út á þessum grundvelli, og ekki síst hvernig fagmenn eigi að nálgast viðfangsefnið og vinna það á faglegan hátt með fullri virðingu fyrir viðmælendum sínum.

Margir minna vina voru hissa á því að ég skyldi ekki ansa Arnhildi á RÚV og vera með í þættinum um fólkið sem vildi ekki sprauturnar. Ég útskýrði ástæðuna fyrir ákvörðun minni fyrir þeim og sagði;„Takið eftir því. Þau munu ginna allskyns fólk í þáttinn og taka upp hellings myndefni, sem þau ætla ekki að nota nema brot af, heldur munu þau klippa myndefnið í öreindir og púsla þeim í síðan í ákveðin myndskeið. Allt verður þetta gert til þess eins að skapa villandi umfjöllun, gera lítið úr okkar málstað og styrkja þannig stöðu Glóbalistanna á RÚV, Kára Decode og Lyfjarisanna”.

– WHOLA …..May be an image of Texti þar sem stendur "if you still use the term "Conspiracy theorist" to describe people who ask questions you don' You just might be a weak minded fool like"

Í einum tölvupóstanna kallar Arnhildur mig fyrir “Efasemdar Manneskju” sem er næsti bær við “Samsæringakenninga Manneskju” – og það gerir hún alveg bláköld án þess að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut, hvað þá að hafa nokurtímann talað við mig.

Megn andúð fólks fer hratt vaxandi í heiminum á þessum ruslflokki sem vogar að kalla sig “fjölmiðlamenn” en gera ekkert annað en að hirða mútufé fyrir að flytja almenningi falsfréttir sem hafa kostað miljónir manna og börn lífið.

Mútuþægir meginstraumsfjölmiðlar eru stríðvopnin í þessari óhugnalegu árás á mannkynið og fyrir það verða þau öll dæmd einn daginn. – Reiner Fuellmich

Joe Rogan weighs suing CNN, Jim Acosta over lvermectin 'horse dewormer' claims: 'They're making sJoe Rogan og Denzel Washington eru báðir búnir fá meir en nóg af falsfréttaflutningi msm fjölmiðlamanna eins og flest annað hugsandi fólk og hika ekki við að láta þá fá það óþvegið.

 

Ég hef aldrei haft neinar efasemdir um Covid19 farsann heldur kann ég að greina rétt frá röngu, viðhafa gagnrýna hugsun eins stunda akademísk vinnubrögð og ég læt ekki einhverjar taktlausar fjölmiðlaspírur mata mig á forsoðnum og illa unnum fréttum.

Ég fékk nettann kjánahroll við lesturinn á tölvupóstum Arnhildar og beið bara róleg eftir hinni sígildu samsæriskenningalufsu – sem er alveg hreint ódrepandi klassíker í  vopnabúri þessa vesalings laptopptindáta, en sjálft hugtakið hafa þau verið þjálfuð í að nota sem vopn gegn öllum þeim sem voga sér að hafa aðrar skoðanir en þau sjálf. 

Hugtakið “Samsæringakenningarmaður” er reyndar orðið svo úrelt að það slær  “Trumpista – Prumpista” möntruna þeirra á sandkassa & leikskólastiginu alveg út, − og þá er það nú orðið svart.

Engin lýsing til

Til hvers var Arnhildur að elta fólk á röndum, síhringjandi og sendandi tölupósta & sms, truflandi manneskjur sem hún þekkir ekki neitt frá vinnu og fjölskyldu þar sem hún boðaði þau í löng tilgangslaus viðtöl, sum hver í heilar 80 mínútur, ef markmiðið var allan tímann að nýta ekki nema 1% af upptökunni?

Af hverju sagði hún viðmælendunum sínum ekki frá heildarplaninu áður en hún dró þau á asnaeyrunum í öll viðtölin fyrir þáttinn? 

Var þetta allt gert til þess eins að klippa öll viðtölin niður í öreindir og pússla þeim saman með það að markmiði að nýta þau til að gera sem minnst úr þeirra heiðarlegu baráttu fyrir mannréttindum á Íslandi?  Niðurlægja heiðarlegt fólk sem hefur ekkert gert af sér nema krefjast þess að hér á landi sé farið eftir lögum og að almenn alþjóðleg mannréttindi séu virt?

Kallast það góð vörn að Covid bóluefnin valdi margfalt meira Covid hjá bólusettum en hjá óbólusettum ? Þórólfur Guðnason segir í þættinum það vonbrigði að hjarðónæmi hafi ekki náðst, bóluefnin verndi þó vel gegn alvarlegum veikindum en rannsóknarblaðakonunni dettur ekki einu sinni hug að spyrja hann um hvaða rannsóknir hann sé að vitna í?

Þar sem 87% Covid sjúklinga í Wales eru að greinast með Covid-19, myndi það kallast góð vörn að mati sóttvarnarlæknis?

Már Kristjánsson, Þórólfur og Björn Rúnar fara með sitthvora yfirlýsingarnar í fréttum en þetta misræmis sirkus er búinn að vera daglegur viðburður síðan Covid-19 byrjaði en rannsóknarblaðamennirnir á RÚV gera engar athugasemdir við það frekar en fyrri daginn, er þetta allur metnaðurinn ?

Hver gerir lítið úr fólki hefur lagt alla sína krafta í að berjast fyrir lífi barnanna okkar sem stendur til að gera ólögmætar lyfjatilraunir á? 

Jú, það gera opinberir starfsmenn Kveiks á Rúv sem er á launum hjá sama fólkinu og þau gera lítið úr. Þeim varðar ekkert um líf þeirra einstaklinga sem eru að berjast fyrir mannréttindum og héldu að með framlagi sínu til þáttarins myndu þau fá einhvern hljómgrunn, framlag til sjónvarpsþáttar þau héldu að væri heiðarlegur umræðuþáttur, en var ekkert annað er leikþáttur í boði Kára og lyfjarisanna.

 

 

Arnhildur heldur síðan áfram og skrifar fyrirsögn um þáttinn á heimasíðu RÚV en fyrirsögnin er  stútfull af allkyns alhæfingum og uppspuna.

Fyrirsögnin hljómar svo: 

“Fólkið sem vildi ekki bóluefnin. Lítill hópur landsmanna afþakkaði bóluefni gegn COVID-19. Innan hópsins er fólk sem er fullt vantrausts gagnvart stjórnvöldum og trúir því að bóluefnin séu hættuleg tilraunaefni”.

Lítill hópur?   – Eru 37.000 manns lítill hópur að mati Arnhildar?

Aþakkaði?  – Við báðum aldrei um bóluefni þannig að það var aldrei neitt  afþakkað.

Bóluefni gegn Covid? =  Kallast það að vera virkt lyf gegn Covid þegar að 87% Covid sjúklinga í Wales eru fullbólusettir?

MÍN LEIÐ MITT VAL

Tilgangur þess er að vinna að hvers konar mannréttindamálum, heilsufrelsi, virðingu fyrir sjálfræði einstaklinga yfir eigin líkama, og því að siðareglur lækna, Helsinki-yfirlýsing alþjóðafélags lækna, Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmáli Evrópu-sambandsins, svo og stjórnarskrá landsins séu virt í samfélaginu.

Einnig að tryggja ferðafrelsi án takmarkana og varna því að hér á landi verði komið á einræði undir því yfirskyni að verið sé að vernda heilsu fólks. Jafnframt verður unnið að því að opinber stjórnsýsla og eftirlitsaðilar fari að lögum og reglugerðum, hvað varðar upplýsingagjöf og réttindi einstaklinga.

***********************************************************************************

Heiðarleikinn á RÚV?

Hér kemur síðan kynningin á samtökunum okkar Mín Leið Mitt Val á RÚV

„Upp úr þessum jarðvegi hefur ýmislegt sprottið, til dæmis félagið Mín leið – Mitt val sem berst gegn því að einræði verði komið á á Íslandi undir því yfirskini að verið sé að vernda heilsu fólks.“ 

„Félagið telur bólusetningarherferð stjórnvalda brjóta í bága við Nürnberg-siðareglur, þar sem er fjallað um rannsóknir sem krefjast tilrauna á mönnum og mikilvægi upplýsts samþykkis.

Félagar í Minni leið – Mínu vali hyggjast standa fyrir málsóknum telji þeir þörf á, og því er haldið fram á vef félagsins að íslenskir ráðamenn verði dregnir fyrir dómstóla og þeir sakaðir um að hafa tekið þátt í þjóðarmorði.“

Þriggja ára reynsla mín í búsáhaldabyltingunni og efnahagshruninu árið 2008 sem og í Icesave baráttunni var þjálfun sem hefur komið sér vel við lesturinn á ólögmæta EU og Pfizer bóluefnasamningum en bóluefnasamningurinn var samþykktur þann 4. ágúst árið 2020 og keyrður leynilega í gegnum Alþingi án vitundar og samþykkis sitjandi þingmanna, sem er brot á Stjórnarskrá Íslands /- Alþingislögum, en málið í heild sinni vekur engan sérstakan áhuga hjá rannsóknarblaðakonunni Arnhildi.

—Hvernig skyldi standa á því?

May be an image of Texti þar sem stendur "DAG EINKENNIST LOFTIĐ AF KÖLDUM BLAESTRI OG INNILOKAĐRI REIĐI BLAND VIĐ SKILNINGSLEYSI OG NIĐURLAEGINGU YFIR VANTRAUSTI OG SVIKUM PAR SEM MIKIL ֖RVAENTING RÍKIR VEGNA HROKA İSLENSKRA YFIRVALDA PVÍ HAFA İSLENSKIR BORGARAR NEYĐST TIL AĐ BREYTA SÉR FJÁRMÁLASÉRFRAEDINGA ÍSJà MÁNUĐI HEFUR CILLA RAGNARSDÓTTIR LISTFRAEĐINGUR LAGT ALLAN SINN KRAFT AĐ SAFNA UNDIRSKRIFTUM HÚN NÁĐI Á ENDANUM 67 000 UNDIRSKRIFTUM OG FÓR MEĐ PAER TIL FORSETA ÍSLANDS TIL AĐ BIĐJA HANN UM AĐ SETJA EKK FÓLKIĐ SITT SKULDAFANGELSI.... LES ECHOS Publié 22. févr. 2010 Û"

ICESAVE 2008

Ég las heilt tonn af lagaskýrslum á Oxfordensku í þriggja ára baráttuvinnu minni gegn leynilegu Icesavesamningunum I – III,  á árunum 2009 – 2011 sem voru, eins og Pfizer samningurinn, ólögmætir og leynilegir samningar sem voru keyrðir í gegnum þingið af Steingrími J. Sigfússyni, læriföður Katrínar Jakobsdóttur, og Svavari Gestsyni þingmanni, föður Svandísar Svavarsdóttur. Þeir félagar framkvæmdu þann ólögmæta verknað árið 2008 á nákvæmlega sama hátt og verið er að gera núna."Icelanders are unique: they are few, they are educated, and …

Ég fékk Evu Joly til að hjálpa mér og íslendingum við rannsóknina á efnahagshruninu árið 2009 en spilling hér á landi er slík að hún gafst upp á Íslandi eftir 3 ára þrotlausa vinnu og kvaddi. 

Þannig að ég frábið mér að hlusta á klysjulegar fullyrðingar eins og “vantraust til stjórnvalda”, – Allt traust til stjórnmálaelítunnar fór árið 2008, það var aldrei gert neitt uppgjör þá og við sitjum uppi með nánast sömu  gerendur eða arftaka þeirra við stjórnvölinn í dag. Það hefur ekkert breyst. 

VARÐHUNDAR BIG PHARMA

FJÖLMIÐLASÉRFRÆÐINGUR ÍSLANDS Í COVID-19 – SEM HEFUR ENGA SÉRFRÆÐIMENNTUN NÉ SÉRÞRFÆÐIÞEKKINGU Á SVIÐINU.

Jón Magnús Jóhannesson deildarlæknir er ekki sérfræðingur í Covid19 né með sérfræðimenntun á neinu sviði en svarar samt spurningum á Vísindavefnum þar sem hann segir jafnframt að hrakspár um að bólusett fólk eigi eftir að deyja í hrönnum mörgum mánuðum eða árum eftir bólusetningu eigi ekki við rök að styðjast, því mögulegir fylgikvillar bólusetningar komi fram fljótlega eftir bólusetninguna.

Jón Mágnús er ekki  heldur kvensjúkdómalæknir en hefur gert óspart lítið úr þeim alvarlegu aukaverkunum sem komið hafa fram hjá minnst 3.332 íslendingum, þar af 32 einstaklingar sem hafa látist í kjölfar þeirra, 220 manns sem eru lífshættulega skaddaðir, 8 fósturskaðar, 6 ungmenni lömuð, minnst 12 fullorðnir sem liggja lamaðir og sumir hverjir líka blindir, minnst 15 ungmenni eru með hjartabólgur, og síðast en ekki síst, yfir 2500 konur og börn niður í 12 ára aldur  sem eru að glíma við blæðingarvandamál og íhuga núna málsókn gegn íslenska ríkinu. 

– Af hverju í ósköpunum? 

Björn Rúnar Lúðvíksson staðfestir að Covid-19 bóluefnin hafi verið í þróun og tilraunum í mörg ár og um leið er hann að staðfestir hann að veiran sé manngerð, og hafi þá á sama tíma verið í þróun. – Hvernig má það vera?

LEYNILEGA LYFJATILRAUNIN STENDUR TIL DESEMBER ÁRIÐ 2023

Ég efast stórlega um að Arnhildur hafi lesið svo mikið sem einn bókstaf í Pfizer & EU samningum, eða í EU & Comirnaty áhættumatsskýrslunni eða Comirnaty & Pfizer samantektina um innihald bóluefnanna, skýrsla sem greinir frá innihaldi Covid19 tilraunabóluefnanna sem eru að valda fólki miklum skáða, lífshættulegum aukaverkunum og blæðingum hjá þúsundum kvenna og barna og jafnvel dauða.

 En það virðist ekki heilla “rannsóknar fjölmiðlafólkið” á RÚV en öllu má nú svo sem nafn gefa. 

Í Pfizer bóluefnasamningnum eru grafalvarleg ákvæði er varða skaðsemi tilraunalyfjanna og því verði íslensk stjórnvöld að framkvæma ólögmæta leynilega lyfjatilraun á íslenskum almenningi í boði Pfizer, fyrirtæki sem er með stærsta glæpaferil  í sögu lyfjaframleiðslu í Bandaríkjunum.

Allt eru þetta bindandi ákvæði er snerta heilsufarshagsmuni okkar Íslendinga og barnanna okkar um alla framtíð.

Er kannski til of mikils mælst, að “rannsóknablaðakonan” Arnhildur lesi að minnsta kosti yfir EU & Pfzer bóluefnasamninginn þar sem hún ætlaði að spyrja viðmælendur þáttarins út í hann eða þurfti það kannski ekki?, þar sem monologia Björns Rúnars Lúðvíkssonar fékk að fljóta óhindrað í gegn og það án allra athugasemda rannsóknarblaðakonunnar? 

RÚV hefur komist upp með slík vinnubrögð frá upphafi nýfrjálshyggjunnar árið 1992 – sbr. Agenda 2030 en síðan þá hefur ríkisstofnunin verið misnotuð í þágu ákveðinna pólitískra sérhagsmunaafla sem sjá um að flytja landsmönnum forsoðnar falsfréttir   24.7 & allan ársins hring í lange baner á ríkisfjölmiðli allra landsmanna sem er ” by the way” múlbundinn í nauðungaráskrift hjá RÚV. May be an image of 2 manns og Texti þar sem stendur "CR: @SigurlaugC Alan Watson DietHeartNews Iceland has a huge corruption problem and he is one of them. The Icelandic nation is fed up with his bias and Sweden does not want him. They have enough problems already. Twitter for Android Despite a 75% vaccination rate, Iceland's top epidemiologist agrees that restrictions, including masks, may be required for the next "five, ten or fifteen years." Taking 4 centuries to decompose, 1.6 billion disposable masks entered our oceans in 2020. Eva Joly: Iceland has a corruption problem"

ÞÖGGUN & MISBEITING VALDSINS Á RÚV

Fjölmiðlamenn á RÚV hafa ítrekað gerst sekir um að beita almenning bæði kúgun og þöggun í gegnum allt Covid 19 svikamyllu tímabilið eða frá fyrsta degi þaul skipulögðu “drepsóttarinnar” .

DREPSÓTTIN COVID-19 var nú ekki skelfilegri en það, að það dóu fleiri íslendingar skv. tölum Hagstofunnar árið 2016 en árið 2020. Þeirri staðreynd verður ekki haggað og smaður myndi ætla að væri verðugt rannsóknarefni fyrir Kveik  — Hvers vegna ekki?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vanhæfnin og þöggunin á RÚV ríður ekki við einteyming enda er hún gróflega lituð af stefnu Angelu Merkel, Klaus Swab og annara WEK heiðursglóbalista á borð við Katrínu Jakobsdóttur.

Katrín stjórnar RÚV með slíkri harðhendi, að formaður velferðarnefndar Helga Vala Helgadóttir sá sig knúna til að KVARTA undan henni í viðtali útvarpi Sögu sl. vor þar sem lýsti hún þeirri yfirgengilegu stjórnsemi sem einkenndi forsætisráðherrann og þeirri meðvirkni sem væri í gangi gagnvart henni hjá starfsmönnunumá RÚV.

Í viðtalinu hélt Helga Vala því einnig fram að öll gagnrýni á hendur Katrínu og Svandísi Svavarsdóttur sé harðlega bönnuð. – Eru þetta boðleg vinnubrögð í lýðræðissamfélagi? 

Það kom svo berlega í ljós þegar að Katrín jós skömmum yfir Frosta Logason í viðtali hjá honum á Harmageddon en Frosti hafði gagnrýnt þær stöllur fyrir klúður í bóluefnamálnunum sem Katrín svaraði höstulega að þær væru að vinna undir miklu álagi og réttlætti misgjörðir sínar í bóluefnaklúðrinu undir formerkjunum “að þær megi sveigja íslensk lög eftir hentisemi “ þar sem hér á landi ríki svo mikil “neyð” vegna Covid-19?

Annað gott dæmi um þöggunina á RÚV , er úrskurður hæstaréttar í sl. viku á Spáni en þar féll dómur þess efnis að Covid-19 hafi aldrei verið til og það sama gildir um Sars-Cov-2 vírusinn þar sem vírusinn hafi aldrei verið einangraður en það er ekkert fjallað um málið á RÚV enda hentar það ekki stefnu Katrínar og glóbalistanna.

Auðvitað fjallar RÚV ekki um slíka heimsviðburði enda myndi það ekki falla vel í jarðveg landstjórans Kára Stefánssonar sem kallaður er “geðþekkur, dáður og elskaður maður af öllum íslendingum” í enn einum skopþættinum á RÚV. En þar mæti Kári reglulega í drottningaviðtöl þar sem hann kemst upp með að hóta óbólusettu fólki allskyns valdbeitingum, að elta það uppi, koma því á ákveðinn stað og koma vitinu fyrir það,  nú eða bara senda það út í Grímsey ef það er stemming fyrir því?

Kári er hvorki lýðræðislega kjörinn fulltrúi né valdhafi íslendinga á nokkrun hátt en fær engu síður að vaða uppi eins og honum einum sýnist þar sem hann greiðir mönnum vel fyrir enda búinn að hagnast tífalt á sóttvarnaraðgerðunum sem hann stjórnar með harðri hendi fyrir Bill Gates & Amgen, á kostnað íslenskra skattgreiðenda.

Með fjölmiðlana í vasanum: Bill Gates kaupir fjölmiðla til eftirlits með fréttum 

Robert F. Kennedy Jr.

~„Umfjöllun bandaríska tímaritsins Colombia Journalism Review (CJR) afhjúpar að til þess að stýra fjölmiðlum þá millifærði Bill Gates yfir 250 milljónir dollara í styrki til BBC, NPR, NBC, Al Jazeera, ProPublica, National Journal, The Guardian, The New York Times, Univision, Medium Magazin, Financial Times, The Atlantic, The Texas Tribune, Gannett, Washington Monthly, Le Monde, Center for Investigative Reporting, Pulitzer Center, National Press Foundation, International Center for Journalists ásamt fjölmörgum öðrum hópum“.

Bill og Melinda Gates heimsóttu Ísland árlega 2015 til 2020 til að ausa fjármagni í íslensku meginstraums fjölmiðlana í formi sprota styrkja og þar er starfsemi RÚV ekki talin vera undanskilin enda hefur stofnunin mært auðkýfinginn í hástert í meir en heilan áratug. – Öll umræða og réttmæt gagnrýni á hendur Bill Gates, Anthony Fauci og Glóbalistanna í heild sinni hefur er kæfð niður á RÚV, annað hvort í formi falsfrétta eða harðsvíraðar þöggunar.

FOLLOW THE MONEY – REINER FUELLMICH 

„ Mútuþægir meginstraums fjölmiðlar & PCR prófin eru stríðsvopnin sem hafa verið notuð í þessu ómannúðlega og grimmdarlega tilræði Glóbalistanna við mannkynið, — fyrir það verða þeir ákærðir, dregnir fyrir stríðsglæpadómstól og dæmdir fyrir glæp gegn mannkyni“. – Reiner Fuellmich

May be an image of 1 einstaklingur og texti

Ég eftirlæt Þóru Arnþórsdóttur lokaorðin að sinni.

Góðar stundir

 

  • 327 Posts
  • 0 Comments
✞༺(((( Ⓒilla ℜągnąℜṧ )))༻♚༺ BA Classical Art Historian || MA Culture & Media || Tourism & Sales Management || Web Design || Photo & Videographer for Tourism Magasins ༻