COVID-19 drepur ekki tilviljanakennt - mittval.is

COVID-19 drepur ekki tilviljanakennt

COVID-19 drepur ekki tilviljanakennt, aðeins fólk sem hefur einn af fjórum krónískum sjúkdómum er líklegt til að deyja skv. yfirgripsmestu safnrannsókn sem gefin hefur verið út hingað til.

Þessir fjórir stóru eru hjarta-, öndunarfæra-, nýrnasjúkdómar og krabbamein – og áhættuþátturinn stóreykst ef einstaklingurinn þjáist líka af offitu (nýleg CDC rannsókn sýndi að 78% þeirra sem hafa orðið alvarlega veikir eða dáið eru of feitir [1]) eða hefur fleiri undirliggjandi sjúkdóma (þeir sem dáið hafa í USA hafa að meðaltali 2,6 undirliggjandi sjúkdóma). Aldur er einnig stór þáttur og þá sérstaklega ef einn af þessum fjórum sjúkdómum er til staðar.

Rannsóknin sem gefin er út af JAMA, var unnin af vísindamönnum hjá East Anglia háskóla í Bretlandi, sem skoðuðu 52 rannsóknir sem tóku til 101.949 sjúklinga.

Draga má þá ályktun út frá þessari rannsókn að faraldur krónískra lífsstílssjúkdóma sé fyrst og fremst að drepa fólk, nú sem áður.

Rannsóknina má finna hér:

https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2777978

[1] Body Mass Index and Risk for COVID-19–Related Hospitalization, Intensive Care Unit Admission, Invasive Mechanical Ventilation, and Death — United States, March–December 2020 – https://www.cdc.gov/mmwr/volumes/70/wr/mm7010e4.htm